Hverslags ruglfrétt er þetta eiginlega?

Norðmenn eru vanir menn hvað varðar aðildarumsókn að ESB og þekkja ferilinn þjóða best - sjálfir búnir að fella aðildarsamning tvisvar.

HVER vill telja okkur trú um að norsarar séu að fara á taugum þótt litla íslenska krataflokknum hafi tekist að kreista fram, naumlega, samþykki fyrir aðildarumsókn sem mun hvort sem er enda í ruslatunnunni?


mbl.is Hefur ótvíræð áhrif í Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

hvað hefurðu fyrir þér í því, að samningurinn endi í ruslatunnunni?

Brjánn Guðjónsson, 17.7.2009 kl. 01:19

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Brjánn, á nákvæmlega sömu forsendum og gerðist tvisvar hjá norskum. 

Hvaða heilvita íslendingur myndi falla fyrir áróðri á borð við eftirfarandi: 

"Húsnæðislán lækka um tugir og hundruðir miljóna. 20 miljón króna lán til 40 ára fer úr því að hafa greiðslubyrði upp á 17 falt lánið niður í 1,2 falt, þ.e úr 274 miljónum eftir 40 ár í 24 miljónir. Þetta eru rúmlega 800% munur sem þýðir þá mestu kjarabót sem íslenskum almenningi býðst upp á. Þarna munu færast á hverju ári 228 miljarðar frá auðmönnum til almennings. Mestu frjámagnsflutningar á milli stétta frá upphafi lýðveldisins."

Hvað heldur þú?

Kolbrún Hilmars, 17.7.2009 kl. 01:33

3 identicon

Langaði bara að koma á framfæri að mogginn er ekki að skila sínu í réttlátri skiptingu á umræðu um ESB, eintómir Evrópusinnar sem fá pistla sína birta á besta stað í blaðinu í dag en lítið sem ekkert sem andstæðingar fá að tjá sig um þessi úrslit.  

En ég bíð bara eftir því að mogginn bæti þetta og hafi réttlátlega skiptingu í greinarskrifum á kostum og göllum ESB-aðildar. Annað væri ekkert nema heilaþvottur og í anda mismununar sem viðgengst hefur í þjóðfélaginu undanfarin ár.

 Kannski ætti ég að opna mína eigin bloggsíðu á ný, til að hrista aðeins upp í liðinu sem vill frekar eyða milljörðum í ESB-aðild frekar en að nýta þá til uppbyggingar. En svona er nú Ísland í dag !! 

Brynja (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 09:32

4 identicon

Ég vildi óska ég hefði sömu trú á okkur íslendingum og þú Kolla mín.

(IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 11:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband