Verða bankamenn skulda"hreinsaðir" ?

Sú saga gengur nú eins og sinueldur um bloggheima að fella eigi niður skuldir bankamanna sem tóku bankalán til þess að nýta sér kaupréttarsamninga að hlutafé í bönkunum.  

Réttlæta má þessa gerð með því að rifta megi gerðum kaupsamningum með því að aldrei hafi neinir fjármunir skipt um hendur.  Engin hlutabréf = engir peningar.

En samkvæmt jafnræðisreglunni verður riftunin að ganga jafnt yfir alla hlutafjárkaupendur, þá almennu líka.   EKKI SÍST þá sem lögðu fram sparifé sitt fyrir hlutabréfin. 
Engin hlutabréf = engir peningar.  Á þeim forsendum ættu viðkomandi að fá endurgreitt.

Sagt er að Fjármálaeftirlitið hafi hugsað upp þessa snilld því gjaldþrota menn megi ekki starfa í bönkum.  Samkvæmt því hafa menn þá ef til vill verið of fljótir á sér að segja upp þeim hundruðum bankastarfsmanna sem þegar hafa fengið uppsagnarbréfin? 

Síðast en ekki síst:  Er sagan sönn?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Miðað við það sem á undan er gengið er eins víst að þetta sé satt  

(IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 16:56

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Silla, þessi saga er ekki ótrúlegri en margar raunverulegu fréttirnar undanfarið

Reyndar heyrði ég rétt í þessu á Bylgjunni að síðdegisvaktin þar spurðist fyrir um söguna hjá bönkunum og fékk þau svör að allar slíkar skuldbindingar hefðu flust yfir til nýju bankanna og að þar væri verið að vinna í málinu - annars  "No Comment".

Kolbrún Hilmars, 3.11.2008 kl. 17:13

3 Smámynd: Skattborgari

Af hverju eiga bankamenn að fá sérmeðferð? Það var fullt af fólki sem keypti hlutabréf og tók lán fyrir þeim og á að afnema þær allar? Það mun verða mjög dýrt. Ef aðili kaupir hlutabréf þá er hann að taka áhættu og hann á að bera hana en ekki 3 aðili sem er ríkið því að ríkið á bankana núna.

Sambandi við það hvort sagan sé sönn eða ekki þá er mjög auðvelt að koma sögum af stað og það á sérstaklega við þegar ástandið er eins og í dag. Við skulum vona að sagan sé ekki sönn.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 3.11.2008 kl. 19:19

4 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

http://www.visir.is/article/20081103/FRETTIR01/665973287/-1

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 3.11.2008 kl. 19:33

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Samkvæmt greininni á visir.is sem Helga vísar til þá er sagan sönn!  Að auki ekki bara eitthvað sem standi til heldur eitthvað sem búið er að framkvæma!!!

Ekki bara einhver hundraðþúsundkall - heldur milljarðar - það hefur átt að græða stórt!   Mig brestur blótsyrði til þess að lýsa vanþóknun minni á græðginni...

Kolbrún Hilmars, 3.11.2008 kl. 19:52

6 Smámynd: Skattborgari

Þessir menn voru með upplýsingar sem við höfðum ekki og gátu þess vegna gert þetta. Það sem er verst er að þetta eru bara topparnir og akkurat þeir sem skulda mest.

Það er ekki sama jón og séra jón. Ég held að það muni enda með því að almenningur ræni völdum.

Er ekki komið nóg af þessari spillingu sem ríkir hér á landi?

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 3.11.2008 kl. 20:07

7 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Er hægt að treysta íslensku ríkisbönkunum ef þetta fær að viðgangast? Hvort sem það er með eða án samþykkis FME.

Þetta eru sömu menn og hafa verið gerðir opinberir af því að fella gengið fram að gjaldþoti bankanna, allt vegna þess að þeir trúðu að þannig gættu þeir hagsmuna bankanna best.  Almenningur og fyrirtæki situr uppi með óðaverðbólgu, atvinnuleysi, stórhækkuð erlend lán og verðtryggingu í hæðstu hæðum.  Eigum við að leita til þessar stofnanna sem stýrt er af þessum mönnum, hvort sem það er í vandæðum okkar eða með okkar sparifé?

Magnús Sigurðsson, 3.11.2008 kl. 23:16

8 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Magnús spyr hvort hægt sé að treysta íslensku ríkisbönkunum? 
Varla!  Tóku nýju bankastjórarnir ekki þátt í gamla fjármálasukkinu?

Nú eru þingmenn loksins farnir að sinna vinnunni sinni og heimta skýringar af stjórn og stjórum Nýja Landsbankans hví bankinn bakki upp nýjasta fjármálaævintýri Jóns Ásgeirs og Co.
Við eigum að heimta nýja og flekklausa stjóra í alla ríkisbankana - ekki seinna en í gær!  Hljótum að eiga einhvers staðar til þrjú slík bankastjóraefni.

Kolbrún Hilmars, 4.11.2008 kl. 15:10

9 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Kolbrún, ég held að það megi eins spyrja þeirrar spurningar hvers vegna Jón Ásgeir og Co eru að bakka upp nýjasta kennitölurix Landsbankans.

Það er ljóst a það er verið að flytja álitlegustu bitana út úr 365 yfir á nýju kennitöluna hjá Rauðsól ehf kt.681008-0120 (skráð 28. október s.l.).  Eftir hjá 365 verða geisladiska búð og bíó.  Þetta verða þeir kröfuhafar, t.d. Jón og Gunna, sem eiga kröfur á 365 að gera sér að góðu komi til gjaldþrots 365, sem sagt geisladisk og bíómiða en Landsbankinn hefur Rauðsól ehf í skrifborðsskúffu hjá sér.

Þessi aðferðafræði bankanna er stunduð grimmt út um allt land þessa dagana og er arfleið úr gömlu bönkunum, því þetta kunna stjórnendurnir upp á hár.

Það vill þannig til að ég hef þurft að afskrifa talsverðar upphæðir vegna þessarar aðferðafræði og hef séð ofaní skúffur Landsbankanum.

Þessa vikuna er ég verkefnalítill vegna þess að helsti viðskiptavinur minn er í svona kennutölutrixi hjá Glitni ég reikna ekki með að mér verði boðið að vera með í að gera mér mat úr þeim eignum sem þar eru í húfi.  Enda bara hver annar Jón eins og þeir 120 starfsmenn (fyrirtækisins sem nú er í kennitölufixinu) sem eiga atvinnu sína undir í þessum hildarleik.

Magnús Sigurðsson, 4.11.2008 kl. 18:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband