Anarkistar eða kerfisaðdáendur?

Einn viðmælandi Reuter fréttamannsins orðaði það:  We need non-political people to run the country! 

Er það lausnin að leggja niður lýðveldið, elsta Alþingi í heimi og fela kerfiskörlum stjórn þjóðfélagsins?  Var þetta ekki reynt í Sovíet 1917?  Kambódíu 1974?  Íran 1972(?) ? 

Ég hafna því - við eigum að stefna að alþingiskosningum um leið og  fjármálafrágangur vegna útrásarsukksins hefur verið afgreiddur og allir kjósendur hafa verið upplýstir um raunverulega stöðu þjóðarbúsins og raunhæfa framtíðarstefnu. 

Lýðræðislegar kosningar, takk fyrir!   


mbl.is Mótmæli vekja athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það þarf allavega klárlega breytingu, sú stefna sem hefur verið rekin er komin í þrot og virðist minnihluti stjórnmálamanna vera til í að gera það sem þarf og reyna þar að auki að snúa sig undan þeirri skyldu sinni að upplýsa þá sem þurfa að borga brúsann (okkur landsmenn) um hvað er í gangi.

Við vitum hver hættan er af kerfiskallastýringu, það er ekki endilega verið að biðja um það, en skammtíma-vinsælda kosningar virðast ekki hafa skilað þjóðinni því sem það átti að gera. Spurningin er líka hvort þetta samansafn staðnaðra pólitíkusa megi ekki fara að gera eitthvað annað. Ferskt blóð með aðrar og nútímalegri hugmyndir um upplýsingaflæði gæti verið góð byrjun. Það að kjörnir fulltrúar reyni að halda staðreyndum málsins frá okkur gefur til kynna að lýðræðið sem við teljum okkur búa við stendur á brauðfótum, háð misnotkun feitra staðnaðra pólitíkusa.

ari (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 18:33

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ég var ein þeirra kjósenda sem fögnuðu samstarfi 2ja stærstu stjórnmálaflokkanna eftir síðustu þingkosningar, þótt ég kysi hvorugan.  Þar þótti mér lýðræðinu fullnægt eins og hægt væri miðað við meirihluta kjósenda.

Báðir flokkarnir hafa brugðist traustinu og mega mín vegna fara út í hafsauga. En ekki mínútu fyrr en þeir hafa gert sitt besta til þess að lappa upp á sín eigin mistök!

Kolbrún Hilmars, 2.11.2008 kl. 19:43

3 Smámynd: Stefanía

Sammála þér Kolbrún. Það tekur líka tíma og kostar  mikið fé að vaða út í kosningar strax.

Enda held ég að fólk almennt geti varla gert upp hug sinn meðan ástandið er eins og það er.

Stefanía, 2.11.2008 kl. 20:37

4 Smámynd: Skattborgari

Það sem þarf eru hæfir menn og ég get ekki séð að neinn pólitíkus sé hæfur í þessu ástandi. Líttu á hvernig hún ISG og Geir eru búinn að vinna. Það er búið að marg ljúga að þjóðinni að allt sé í lagi þrátt fyrir fjölda aðvarana og XS tekur fullan þátt með því að leyfa þessari vitleysu að halda áfram samt kemur hún sterk útur skoðanakönnunum.

Íslendingar eru hálvitar ég hef marg oft sagt þetta og síðasta skoðanakönnunin sýnir það vel.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 2.11.2008 kl. 20:46

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Andri, Biggi? þarf að lappa upp á enskukunnáttuna sína! 

Fjármálaeftirlitið, FME, hefur algjörlega brugðist skyldu sinni - þar sýsla embættismenn með Jón Sigurðsson, sem er fyrrverandi stjórnmálamaður og sagður fjármálasnillingur, í forystu. Samfylkingarfólk hefur reynt að leiða athyglina frá sínum manni þar með því að gera Davíð Seðlabankastjóra að blóraböggli. 

Burt með þá alla. 

Kolbrún Hilmars, 2.11.2008 kl. 21:46

6 Smámynd: Rannveig H

Kolbrún getur við treyst þessu fólki til að koma okkur úr einhverju af þessu klúðri.Hvern einasta dag er  einhvað sem kemur uppá það síðasta að SF ætlar ekki að axla neina ábyrgð og virðist ætla að hlaupa undan merkjum.

Við eigum sérfræðinga eins og Jón Daníelsson og Gylfa fleiri og fleiri sem geta dregið okkur að landi. ég held að við verðum að gefa þessum pólitíkusum frí og tíma til að taka til hjá sér. Þeir hafa hvorki getu né vilja til að takast á við þau mál sem er bráðnauðsynlegt vinna sem fyrst.

Rannveig H, 2.11.2008 kl. 23:04

7 Smámynd: Skattborgari

Ef flokkur fer í ríkistjórn þá ber hann jafn mikla ábyrgð og hinn flokkurinn og ef fólk er ekki tilbúið að taka ábyrgð þá á það ekki að vera í ríkisstjórn.

Eina ástæðan fyrir því að XS fór í ríkistjórn voru stólarnir og það að þeir eru að reyna að fría sig ábyrgð sannar það að XS á ekki að vera i ríkistjórn og það er ótrúlegt að fólk skulli ekki sjá þetta.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 2.11.2008 kl. 23:20

8 identicon

Ég er komin með alvarlegt ofnæmi  það er svo alvarlegt að ég fæ útbrot og hnerra bara við að heyra í þeim, er komin á lyf en það dugar þó ekki að fullu  þetta ofnæmi er trúlega áunnið og því í mínu valdi að losa mig við það. Ég veit þó ekki hvernig ennþá  en koma tímar og koma ráð.

 Ég er með ofnæmi fyrir þingmönnum sama hvar í flokki þeir eru, engum virðist vera treystandi.

(IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 23:58

9 Smámynd: Rannveig H

En Björn höfum við efni á öðru núna,við meigum engan tíma missa.

Rannveig H, 3.11.2008 kl. 12:23

10 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það er nú þegar stór hópur "utanaðkomandi" sérfræðinga að vinna í skilanefndum bankanna.  Það starf er brýnasta verkefnið á þessu stigi. 

Kolbrún Hilmars, 3.11.2008 kl. 12:48

11 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Rannveig, síðbúið svar  

SF má hlaupa útundan sér eins og henni þóknast, verði henni bara að góðu - það verður munað síðar. 

Ég hef þá skoðun að kjörnir þingmenn eigi ekki að sleppa við að gera skyldu sína - þeir eru sýnilegir og almenningur fylgist með hverju þeirra spori.  Verra yrði ef "einhverjir" embættismenn yrðu fengnir til þess að vinna verkin þeirra - þeir lúta ekki sömu lýðræðislegu lögmálum.

Kolbrún Hilmars, 3.11.2008 kl. 17:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband