Hlakka til að taka lestina til Glasgow

því fátt fer meira í taugarnar á mér en flugvallarfárið. 

Reyndar skortir mig aðgangsorð að skýrslunni  sem er greinilega ekki ætluð almúganum, svo ég veit ekki hvort nefndin hefur bent ESB á þennan séríslenska ágalla -  að þjóðvegir okkar og lestarkerfi eiga sín takmörk.


mbl.is Losunarheimildir vegna flugs: Sérstaða Íslands liggur í legu landsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Er þá nokkuð annað en að taka bara lestina? Eða vitu bíða frekar eftir tilskipuninni?

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.9.2008 kl. 22:57

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Gunnar, mér þykir verst að líkast til kemur tilskipun en engin lest - sennilega verður Glasgow síðan utan seilingar verandi innan 2ja tíma flugmarksins...

Kolbrún Hilmars, 3.9.2008 kl. 23:15

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ó...  Er virkilega engin lest til Glasgow?

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.9.2008 kl. 23:18

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ekki enn - en ESB reddar því náttúrulega eins og öllu öðru?

Kolbrún Hilmars, 3.9.2008 kl. 23:37

5 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ganga bara í ESB. Það styrkir okkur örugglega í að grafa göng. Það eru þegar komin göng undir ermina, svo það væri bara hægt að kaupa skiptimiða og taka nýja lest í Edinborg eða á Kings Cross.

Villi Asgeirsson, 4.9.2008 kl. 14:03

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ég vil ekki sjá göng - en brú líst mér vel á.  Við höfum nú þegar einn brúarstöpul; Rockall

Gengjum við í ESB yrði nú alveg lágmark að fá vegasamband við apparatið...

Kolbrún Hilmars, 4.9.2008 kl. 14:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband