Sagnfræðin tekur á sig mynd

Lögmál sagnfræðinnar er að hún er óskýranleg fyrr en eftir á.  Á meðan atburðirnir gerast  er hún eins og óraðað púsluspil og það er ekki fyrr en flestir bitarnir hafa ratað á réttan stað að sagnfræðin getur útskýrt heildarmyndina.

Margt og mikið hefur verið rætt varðandi þjóðmálin og í öllu uppþyrluðu moldviðrinu erfitt að greina á milli mikilvægra og ómerkilegra mála.  Hvað þá að sjá tengslin milli einstakra mála.  En þegar myndin skýrist, birtist  okkur þrískipt áætlun stjórnvalda um að troða þjóðinni inn í ESB apparatið með góðu eða illu. 

Fyrsta stigið var ESB umsóknin sjálf af hálfu alþingis  - með þeim þjösnagangi að græta þurfti suma þingmenn til þess að samþykkja.  Jafnframt alfarið hafnað að spyrja um vilja þjóðarinnar.

Næsta stig, eða Icesave tilraunin misheppnaðist að vísu en stjórnin átti annan gosa uppi í erminni sinni; stjórnarskrármálið. 

Slæmt er að vinsælasta stjórnarskrárbreytingin, auðlindamálið,  er gulrótin sem veifað er í þessu skyni, en verra að fólk sjái ekki samhengið.   Hverju skiptir svo sem þjóðareign þegar henni hefur verið úthýst til Brussel?

ESB umsóknin, Icesave kúgunartilraunin og stjórnarskrármálið eru nú að renna saman í eitt og sama málið í púsluspilinu:  Innlimun Íslands í ESB!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband