Hér Séu Kratar - varúð!

Sennilega var Steinunn Valdís síðasti móhíkani Kvennalistans í röðum krata.

Solla er farin, Steinunn Valdís er farin, ein eða tvær voru fjarlægðar á ská, í sendiherrastöður hér eða þar. Engin þeirra er eftir í Samfó nema þá í kaffi og þjónustudeildinni.

Kvennalistinn átti um nokkra kosti að velja þegar hann lagði sig niður. Hluti kvennalistakvenna dró sig í hlé frá pólitík eða gekk til liðs við VG. Hinn hlutinn féll fyrir gylliboðum hins dauðvona krataflokks og gaf honum nýtt líf.

Nú þurfa kratarnir ekki lengur á kvennalistakonum að halda. Þeirri síðustu var fórnað í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Fyrirsögnin er vísun í slagorð ný-sjálenskra snjóflóðafræðinga: Here There Be Tigers. Í þeirra deild þýðir það HÆTTUÁSTAND.

Kolbrún Hilmars, 27.5.2010 kl. 20:27

2 Smámynd: Hörður B Hjartarson

   Kolbrún !   Hvað átt þú við - var styrkjunum troðið upp á hana tilneydda ???????????????????????????????????????????????????????????????????

Hörður B Hjartarson, 27.5.2010 kl. 20:46

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hörður, nú veit ég ekki meira en þú. Afstaða mín varðandi styrkjamál pólitíkusa ætti ekki að leyna sér miðað við síðustu bloggin mín.

Þetta blogg átti að vera eins konar "hinsta kveðja" mín til kvennalistans sáluga og "I could have told you so" sjónarmið til þeirra sem veðjuðu á skakkan hest. En ég var aldrei spurð... :)

Kolbrún Hilmars, 27.5.2010 kl. 21:11

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þórunn Sveinbjarnardóttir?

Ragnhildur Kolka, 27.5.2010 kl. 22:41

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ragnhildur, ekki man ég eftir því nafni, sem segir eflaust eitthvað. Í fremstu röð voru kjarnorkukonur sem hefðu átt möguleika á því að þróa listann áfram í miklu öflugra stjórnmálaafl, jafnvel beggja kynja, með tíð og tíma. Baklandið var líka öflugt, enda átti listinn 3-6 þingmenn í 16 ár.

En Solla var bæði ofvirk og metnaðargjörn og kæfði hinar. Sú var allavega innanbúðarskýringin sem mér var gefin á sínum tíma á "sjálfsmorði" listans.

Kolbrún Hilmars, 27.5.2010 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband