Áttunda leiðin.

Farðu á videoleiguna, leigðu myndina "Home Alone" og lærðu brögðin þar utanbókar. Þú ert hvort sem er ekki í stuði til þess að gera neitt af því sem þessi sjö stiga danska aðferð boðar. Þótt ástæða þess að þú viljir einangra þig um jólin sé einfaldlega sú að þú ert í miðju sorgarferli - nú eða með flensuna - þá kann svo að fara að þú verðir hetjan í hverfinu þínu ef þér tekst að klekkja á þjófapakkinu og koma í veg fyrir að það herji á nágranna þína.

En annars - svona í fyllstu alvöru; er nú svo komið að ráðleggingar á borð við þessar tilheyri hinum hefðbundna jólaboðskap?


mbl.is Sjö leiðir til að forðast innbrot um jólin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórgnýr Thoroddsen

Það er svosem ekkert AÐ því að fara varlega. En hitt er síðan annað að óttinn má ekki heltaka okkur.

Þórgnýr Thoroddsen, 29.11.2009 kl. 20:11

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Takk fyrir innlitið, Þórgnýr. Það er ekki gott við að ráða þegar óttanum er haldið svona að fólki, en eflaust eiga þessar ráðleggingar rétt á sér.

Reyndar er ég ekki hrifin af þessu nágrannahjali; það má alveg búast við því að nágranninn vilji bregða sér af bæ líka, og að auki ekki endilega sjálfgefið að hann sé strangheiðarlegur...

Kolbrún Hilmars, 30.11.2009 kl. 15:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband