Ræðustóll Alþingis eitthvað viðkvæmur núna?

Í þeim stóli hafa ýmis gífuryrði verið viðhöfð; svo sem "Skítlegt eðli" núverandi forseta, "Gunga og drusla" Steingríms sjálfs. Ekki er samt að sjá annað en stóllinn hafi jafnað sig á þeim ósköpum.

Núverandi ástand í þjóðfélagsmálum er ekkert til þess að hrópa húrra yfir, en þó tekur út yfir allan þjófabálk ef þingmenn þurfa að hlífa ræðustólnum við sannleikanum.


mbl.is Verður að klára Icesave af ótilgreindum ástæðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað í ósköpunum  er maðurinn að meina??? Hvað er verið að fela?? Nú fór maðurinn alveg með það.

(IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 23:05

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Silla mín, leikreglurnar í þessum feluleik eru auðvitað stórdularfullar :)

En ég hef áhyggjur af Steingrími Joð, þessi stjórnarfélagsskapur er alveg að fara með karlangann.

Kolbrún Hilmars, 1.12.2009 kl. 16:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband