5.7.2009 | 16:42
Hvaða rugl er eiginlega í gangi?
Veit hollenska vinstri höndin ekki hvað sú hægri er að gera? Um hvað snúast eiginlega þessir Icesave samningar sem ríkisstjórn okkar ætlar að neyða uppá þjóðina ef ekki innstæður hollenskra sparifjáreigenda?
Mér sýnist full ástæða til þess að fella þennan fjárans milliríkjasamning sem lagður hefur verið fram á alþingi og leyfa innstæðueigendum að fara með sínar kröfur fyrir dómstóla. Með því móti gætum við þó allavega komist að hinni raunverulegu upphæð sem málið snýst um.
Hvað vakir fyrir ríkisstjórninni með því að keyra í gegn þennan "glæsilega" og alfarið pólitíska samning ÁÐUR en "öll kurl eru komin til grafar"?
Undirbúa lögsókn gegn Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
...
Surtur fer sunnan
með sviga lævi,
skín af sverði
sól valtíva.
Grjótbjörg gnata
en gífur rata,
troða halir helveg,
en himinn klofnar.
Vituð ér enn, eða hvað?
(Eddukvæði)
Men do not differ much about what things they will call evils;
they differ enourmously about what evils they will call excusable.
(Chesterton)
"What is life but a series of sharp corners, round each of which Fate lies in wait for us..."
(Wodehouse)
How can you have solutions if no one is allowed to talk about the problems?
(Edge of Eternity)
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Heimssýn
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Auðun Gíslason
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Aztec
- Ágúst H Bjarnason
- Árný Sigríður Daníelsdóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Baldur Hermannsson
- Berglind Nanna Ólínudóttir
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Birgir R.
- Bjarni Harðarson
- Björn Emilsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Einar Björn Bjarnason
- Emil Örn Kristjánsson
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Eskil
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Guðni Karl Harðarson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gunnar Heiðarsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Halla Rut
- Halldór Jónsson
- Hannes
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hildur Sif Thorarensen
- Hrannar Baldursson
- Riddarinn
- Hulda Haraldsdóttir
- Högni Snær Hauksson
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Ísleifur Gíslason
- Jóhann Elíasson
- Jón Valur Jensson
- Jón Óskarsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Svavarsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Ólafur Th Skúlason
- Ómar Bjarki Smárason
- Óskar Helgi Helgason
- Páll Vilhjálmsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Ragnar L Benediktsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnhildur Kolka
- Rannveig H
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Skattborgari
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Stefanía
- Steingrímur Helgason
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Valan
- Þór Jóhannesson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Vefritid
- Vinstrivaktin gegn ESB
- Samstaða þjóðar
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Íslenska þjóðfylkingin
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það var búið að vara við þessu. Það gerðu meðal annarra Stefán Már Stefánsson prófessor og Dr. Elvíra en stjórnvöld hlustuðu ekki á þau og treystu frekar Svavari Gestsyni fyrir örlögum þjóðarinnar.
Alveg rétt, Icesave er búið spil.
Sigurður Þórðarson, 5.7.2009 kl. 16:46
Getur verið að þið þekkið ekkert til staðreyna varandi þetta Icesave mál? Þessi málsókn sem Hollendingarnir eru að fara í, er öllu óskyld því máli sem Íslendingar eiga í við hollensk stjórnvöld. Þetta mál snýst um þær innistæður sem vour umfram þessar rúmlega 20.000 Evrur, sem Ísland á að greiða. Þessir einstaklingar áttu innistæður sem voru umfram innlánstrygginguna.
Kristján Hauksson (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 17:09
Ég var ákaflega undrandi þegar innistæður á Íslandi voru að fullu tryggðar. Ég er hins vegar ekki undrandi á því að fyrsta lögsóknin sé í undirbúningi og þær eiga eftir að verða fleiri. Hverjir hafa svo "hagnast" mest á "fulltryggðum" innistæðum á íslenskum innistæðureiknigum, því svari hver fyrir sig. Ég segi, varla þeir efnaminni og skuldsettu.
Ef þú hefur fylgst með og skilið hvað um er að vera þá ættir þú ekki að verða mjög undrandi á þessum málum. Ruglið, sem þú kallar svo, var framkallað af íslenskum ráðamönnum fyrir þó nokkrum mánuðum og þeir eru enn að. Já, það á mikið af gruggugu vatni eftir að renna til sjávar þar til yfir lýkur.
Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 17:10
Takk fyrir athugasemdirnar - við erum sammála Sigurður, en Kristjáni og Páli tileinka ég eftirfarandi:
Ég tel að neyðarlögin hafi fyrst og fremst snúist um yfirtöku ríkisins á einkabönkunum. Svo fylgdi með, sem ég tel hafa verið skynsamlega ákvörðun, að yfirfæra persónuleg bankaviðskipti almennings, þ.e. yfirdráttarlán á bankareikningum, smáaurainneignir á tékka-, orlofs- og almennum sparisjóðsbókum. Hefði þetta ekki verið gert, hefðu íslenskar fjölskyldur ekki einu sinni getað keypt mjólkurpott fyrir heimilisköttinn, hvað þá börnin eða aðra fjölskyldumeðlimi.
Ofangreind bankaviðskipti allra viðkomandi ballansera að meðaltali áreiðanlega bara á núllinu. Flestir sem voru loðnari um lófana en rétt til að halda heimilisbókhaldinu í horfi, geymdu sitt sparifé á arðsamari hátt. Sumir áttu hlutabréf í bönkunum, aðrir innstæður á sérstökum peningasjóðsreikningum.
Við vitum hvað varð um hlutabréfaeignina og eigendur peningasjóðsinnstæðna bankanna fengu aðeins 68-70% af inneign sinni endurgreidda - jafnvel þótt hún væri langt innan við tryggingarmarkið.
Páli er ég svo sammála því að vatnið er skolli gruggugt...
Kolbrún Hilmars, 5.7.2009 kl. 20:08
Gaman væri að vita hvað ríkisstjórnin er að hugsa, ef hún er þá yfirleitt að hugsa.
Þetta aumingja fólk í Niðurlöndum telur sér fært að lögsækja íslenska ríkið vegna skýrslu, sem íslenskum stjórnvöldum þótti ekki ástæða til að setja í skjalasafnið varðandi Icesave sem sett var út á http://www.island.is/. Í síðustu viku. Skýrsla þessi er ekki til á hollensku, en nú er verið að þýða hana yfir á ensku tjá menn mér í hollenska fjármálaráðuneytinu. Ég skrifaði samningamanni Hollendinga, Johan Barnard, til að fá þessa skýrslu og hef greint frá því á bloggi mínu hér, hér og hér.
Skýrsla þessi hafði verið sett út á net fjármálaráðuneytis Hollands, en íslensk yfirvöld gerðu ekkert þótt þau hefðu fengið hana í hendur í Kaupmannahöfn þann 15. júní sl., þegar Svavar Gestsson hélt fund og mikla veislu fyrir yfirmenn samninganefnda Breta og Hollendinga. Skýrslan var svo aðeins lítillega kynnt í Morgunblaðinu og kom stutt klausa um hana þann 17. júní, sem fáir tóku eftir.
Hollenski samningamaðurinn Johan Barnard vill annars ekkert upplýsa mig hvað var annars rætt á fundi þessum hjá DDR-styrkþeganum með framlenginguna í Kaupmannahöfn.
Eigum við ekki að spyrja Svavar Gestsson og Indriða Þorláksson: Af hverju var verið að pukrast með skýrslu Hollendinganna, sem nú á að nota til að lögsækja Íslenska ríkið með? Ætla þeir að afhenda hana í dag? Var það vegna þess að þeir gátu ekki lesið hana sjálfir? Segið mér ekki að íslenska samninganefndin hafi ekki haft hollenskan túlk????
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 6.7.2009 kl. 06:34
Takk fyrir Vilhjálmur að leggja til enn einn bitann í Icesavepúsluspilið.
Svo vil ég bæta aðeins við aths mína í gær varðandi framkvæmd neyðarlaganna. Þeir ágætu menn, Stefán Már Stefánsson og Lárus L. Blöndal, koma inn á mismununarþrætueplið í Moggagrein sinni í dag, bls.15. Þeir taka tvímælalaust af skarið um þá réttarstöðu innlenda sem ég var að basla við að koma í orð í gærkvöldi.
Kolbrún Hilmars, 6.7.2009 kl. 15:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.