Vatn!

Þau forréttindi að búa í landi þar sem tært og ískalt vatn rennur úr krönum á hverju heimili rifjuðust upp fyrir mér í nýliðinni utanlandsferð.  Landar mínir eru "margsigldir" eins og sagt er og kannast áreiðanlega við svohljóðandi varnaðarorð í flestum löndum öðrum: "kranavatnið er ekki drykkjarhæft en talið er óhætt að bursta upp úr því tennur".

Í gær birtist grein í mbl.is með vísun til bloggs verkfræðingsins Friðriks Hansen Guðmundssonar, þar sem hann hvetur menn til þess að hafna Icesave samningnum í núverandi mynd og bjóða í staðinn greiðslur með rafmagni á þeim forsendum að ný kaplatækni komi í veg fyrir orkutap á langri leið og geri raforkuflutninginn raunhæfan.  Bráðsnjöll hugmynd!

Auðvitað er það vatnið okkar sem við nýtum til þess að skapa raforkuna - en hvað með vatnsútflutning?  Skyldi tæknin geta gert kleifan annan flutningsmáta en að tappa vatnið á flöskur?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband