Getum EKKI staðið við Icesave!

Hræðsluáróður ríkisstjórnarinnar færist nú í aukana - greinilega svífast stjórnvöld einskis til þess að þóknast erlendu auðvaldi á kostnað íslenskra hagsmuna.

a) útflutningstekjur er EKKI það sama og rekstrarafgangur íslenska ríkisins, og ríkisstjórnin hefur augsýnilega meiri áhuga á að skattleggja almúgann en skapa með sparnaði og hagræðingu þann rekstrarafgang sem þyrfti.

b) samanburður við Kúbu er út í hött. Viðskiptabannið sem BNA setti á Kúbu í kjölfar Svínaflóadeilunnar árið 1962 var ekki vegna fjármálasamninga heldur kjarnorkueldflauga sem Rússar settu upp á Kúbu í samráði beggja ríkjanna - í kalda stríðinu! Hefði bannið verið fjármálalegs eðlis þá er samt ólíku saman að jafna með mannfjölda; á Kúbu búa nú rúmlega ellefu milljónir manna - á Íslandi rétt rúm þrjúhundruð þúsund.

c) fyrrverandi ráðherrar frá haustinu 2008 hafa engu lofað öðru en að standa við það regluverk sem EES bauð upp á - en ríkisábyrgð er hvorki innifalin í loforðunum né regluverkinu.

Fellum Icesave - semjum upp á nýtt "á viðráðanlegu verði" ef við á annað borð viljum vera almennileg við ESB apparatið og EES reglur þess.


mbl.is Getum staðið við Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband