Hvað tefur stjórnarmyndun?

Sömu flokkar og gerðu með sér stjórnarsamstarfssamning fyrr í vetur - og voru snöggir að því - leyfa sér nú að "taka því rólega".  Hvað tefur? 

Ef það er ESB aðildarumsókn, þá er samningsaðilum óhætt að leggja þann ágreining á hilluna, enda önnur og brýnni mál sem brenna á almenningi.

Fólk valdi þennan vinstristjórnarpakka í kjörklefanum í þeirri trú að kosningaloforðin "skjaldborg um heimilin"  héldu.   Er erfitt að standa við þau loforð?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Nei, nei. Þau lofuðu aldrei "skjaldborg um heimilin" fólki misheyrðist þetta. Það sem þau sögðu var að þau ætli að reisa tjaldborg fyrir heimilislausa...

Axel Þór Kolbeinsson, 1.5.2009 kl. 15:16

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

  sum okkar þurfa svo sannarlega að láta hreinsa út eyrnamerginn - ég var sjálf alveg sannfærð um að  Jóhanna hefði sagt  "skjaldborg". 

Þetta er líklega alveg rétt hjá þér, Axel, allavega bólar ekki á neinni skjaldborg...

Kolbrún Hilmars, 1.5.2009 kl. 17:17

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ég held að ykkur misminni báðum, þetta var ábyggilega skýjaborg fyrir heyrnalausa sem hún átti við.

Magnús Sigurðsson, 1.5.2009 kl. 20:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband