14.4.2009 | 18:17
Alþjóðlegt vandamál sem þarf að taka á fyrr eða síðar.
Þessi samtök, OPT, eru athyglisverð. Þau skilgreina fólksfjölgunarvandamálið á heimsvísu og nefna lausnir. Eftirfarandi er aðeins hluti af fyrirsögninni á heimasíðu samtakanna en fyrir þá sem hafa áhuga er veffangið: www.optimumpopulation.org:
"What's the population problem?
Dangerously rapid climate change and rising food, water and fuel scarcity are already threatening human populations. And many other species, on a finite planet.
Yet by 2050 world population is expected to grow by another 2.3 billion from today's 6.8 billion - unless urgent action is taken."
What's the population solution?
"GLOBALLY: reduce birth rates.
NATIONALLY: reduce or keep birth rates low and/or balance migration to prevent population increase. All countries need environmentally sustainable population policies to underpin other green policies.
PERSONALLY: have fewer children and work a few more years before retiring."
OPT býður upp á mannúðlegri lausnir til þess að halda fólksfjölgun í skefjum en stríð, hungur, sjúkdóma, náttúruhamfarir og fóstureyðingar.
Attenborough vill draga úr fólksfjölgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:39 | Facebook
Athugasemdir
Þetta er eitt mest aðkallandi vandamál sem mannkynnið mun standa fyrir á þessari öld sem núna er að byrja og þau lönd sem eru fátækust fjölga hraðast og þau eru þegar mörg hver orðin allt of fjölmenn.
Hannes, 14.4.2009 kl. 22:27
Sæll Hannes, þetta er Vandamálið með stórum staf. Stjórnmálamenn humma fram af sér að gera neitt í málunum því enginn vill verða óvinsæll í sögunni og þótt þeir hittist á fínum alþjóðlegum ráðstefnum þar sem rætt er um mengun, vatnsskort, matvælaskort og aðrar hörmungar þorir enginn að taka af skarið og ræða undirrót vandans - sem er offjölgun mannkyns.
En það er bara gálgafrestur; ef menn ekki horfast í augu við hinn raunverulega vanda þá endar það með ósköpum.
Kolbrún Hilmars, 14.4.2009 kl. 22:45
Sæl Kolbrún. Það er eitt ríki sem hefur tekið á þessu vandamáli og það er Kína enda sjá þeir fram á stórfeld vandamál útaf fólksfjölda ef ekkert verður að gert.
Ríki eiga við mismikinn vanda að stríða útaf fólksfjölda í framtíðinni og þau ríki sem eru í verstum málum þurfa að taka á honum fyrst.
Hannes, 15.4.2009 kl. 01:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.