2.3.2009 | 16:47
Ég mótmæli
sameiningu bráðamóttaka LSH og tek þar með undir varnaðarorð Ásgeirs Jónssonar hjartalæknis, í blaðagreininni sem birtist í Umræðu Mbl í gær, sunnudag.
Ég ætla ekki að tíunda þá verkaskiptingu sem hefur verið milli bráðamóttöku á Hringbraut og í Fossvogi, því það gerir læknirinn í grein sinni. Reyndar er mér kunnugt að þessi verkaskipting hefur gefist vel enda í tengslum við sérfræðisvið viðkomandi sjúkrahúsa.
En ég hef áhyggjur af framtíðinni ef af þessari sameiningu verður. Bæði fyrir mína hönd og jafnaldra minna. Ekkert okkar óskar þess að til viðbótar hjartaáfalli verðum við flutt hálftímunum saman með sjúkrabílum fram og til baka milli stofnana.
Það er alls ekki víst að við lifum af slíka meðferð.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
...
Surtur fer sunnan
með sviga lævi,
skín af sverði
sól valtíva.
Grjótbjörg gnata
en gífur rata,
troða halir helveg,
en himinn klofnar.
Vituð ér enn, eða hvað?
(Eddukvæði)
Men do not differ much about what things they will call evils;
they differ enourmously about what evils they will call excusable.
(Chesterton)
"What is life but a series of sharp corners, round each of which Fate lies in wait for us..."
(Wodehouse)
How can you have solutions if no one is allowed to talk about the problems?
(Edge of Eternity)
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Heimssýn
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Auðun Gíslason
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Aztec
- Ágúst H Bjarnason
- Árný Sigríður Daníelsdóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Baldur Hermannsson
- Berglind Nanna Ólínudóttir
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Birgir R.
- Bjarni Harðarson
- Björn Emilsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Einar Björn Bjarnason
- Emil Örn Kristjánsson
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Eskil
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Guðni Karl Harðarson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gunnar Heiðarsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Halla Rut
- Halldór Jónsson
- Hannes
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hildur Sif Thorarensen
- Hrannar Baldursson
- Riddarinn
- Hulda Haraldsdóttir
- Högni Snær Hauksson
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Ísleifur Gíslason
- Jóhann Elíasson
- Jón Valur Jensson
- Jón Óskarsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Svavarsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Ólafur Th Skúlason
- Ómar Bjarki Smárason
- Óskar Helgi Helgason
- Páll Vilhjálmsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Ragnar L Benediktsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnhildur Kolka
- Rannveig H
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Skattborgari
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Stefanía
- Steingrímur Helgason
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Valan
- Þór Jóhannesson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Vefritid
- Vinstrivaktin gegn ESB
- Samstaða þjóðar
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Íslenska þjóðfylkingin
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 14
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 225721
Annað
- Innlit í dag: 14
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 14
- IP-tölur í dag: 12
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nú!!!!....... það er skrýtið ef þið þarna fyrir sunnan þolið ekki smá rúnt á milli spítala ég þarf að þola það að hendast yfir 2 fjallvegi niður á Norðfjörð í skoðun, láta henda mér upp í sjúkrabíl aftur til að fara hér upp í Hérað og á flugvöllin, helst bíða eftir áætlunarflugi en ef ég er þæg stelpa er nú kannski hringt eftir sjúkraflugi , og þola svo klukkutímaflug + akstur á spítalan í Rvík eða AK samtals tekur þetta að lágmarki 4 tíma þó ég sé með hjartaáfall- stíflu eða eitthvað bara.
Og svo kvartið þið yfir einhverjum hálftíma
En ég er samt alveg sammála þér með það , að fáranlegt er að loka annari deildinni eða sameina þær eins og þeir kalla það. Þeim sem dettur slíkt í hug ætti að láta leggja sig inn á deild sem gerir við bilað og brotið og láta rannsaka sig
Hef samt aldrei skilið af hverju það komu 3 sjúkrabílar þegar Siggi minn hætti að anda hér um árið í Síðumúlanum/Ármúlanum á augnlæknastofunni, þeir hafa kannski haldið að ég þyrfti einn, en fyrir hvern var sá þriðji???.... augnlækninn kannski.
(IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 21:01
Ég sé enga leið til þess að jafna aðstöðumuninn milli suðvesturhornsins og dreifbýlisins öðru vísi en að loka öllum bráðamóttökum hérlendis og senda alla sem þurfa til Skotlands.
En þetta er auðvitað bara tímabundið misrétti því þegar Egilsstaðabúar verða orðnir +150 þúsund þá verður örugglega búið að setja upp sambærilegar bráðamóttökur þar. Þú verður bara að sýna smá biðlund...
Kolbrún Hilmars, 2.3.2009 kl. 22:30
Okey ég reyni að vera þolinmóð Menn eru bara svo helv... lélegir við að barna hér síðan fæðingardeildinni var lokað.... menn misskildu eitthvað með þessa lokun það var nefnilega ekki fæðingarveginum sem var lokað ....heldur deildinni
(IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 23:17
Svona í fullri alvöru þá er auðvitað slæmt að allir landsmenn hafi ekki jafnan aðgang að læknishjálp en í svona fámennu en stóru landi verður því víst ekki komið við.
Það vilja heldur ekki allir búa hér á höfuðborgarsvæðinu þótt íbúafjöldinn geri kleift að bjóða upp á betri þjónustu. Betri í gæsalöppum þó, því oft þarf fólk t.d. að sitja og bíða í röðinni á Slysó klukkutímum saman.
Og ekki verða þessi niðurskurðarplön til þess að bæta ástandið.
Kolbrún Hilmars, 3.3.2009 kl. 01:08
Já það er slæmt en ekkert við því að gera. En eins og þetta er framkvæmt hér fyrir austan, er verið að gera allt miklu verra fyrir meirihluta íbúanna. Það bara gengur ekki lengur að hafa sjúkrahúsið út á endastöð, og að það þurfi að senda alla þangað til að meta hvort þörf sé á hátæknisjúkrahúsi eður ei. það stofnar lífi og limum manna í allt of mikla hættu, fyrir utnan nú hvað þetta er dýrt fyrirkomulag. Núverandi staðsetning hentar ekki nema Norðfirðingum og kannski Eskfirðingum, en vegalegndir fyrir alla aðra íbúa þessa svæðis er styðst á Egilsstaði og þar beint í flug ef á þarf að halda, eins og glöggt má lesa úr skýrlsu ríkisendurskoðunnar um úttekt á HSA. það er verulega fróðleg lesning. Hér verður aldrei unt að hagræða fyrr en tekin er sú stóra ákvörðun að Fjórungssjúkrahús Austurlands verði á Egilsstöðum.
Varðandi biðtíma á slysadeildinni t.d í Fossvogi þá er hann skelfilegur og óásættanlegur, ég beið þar í haust í 6 tíma og skil alls ekki hvað helmingurinn af þessu fólki var að gera þarna, því meirhlutinn átti klárlega frekar heima hjá heimilsslækni og eða heilsugæslu. Hvers vegna er fólk að nota bráðamóttöku fyrir flensueinkenni- hálsbólgu- hruflað hné og þess háttar??? Er heilsugæslan í Rvík svona léleg?? Veit einhver hvað veldur??
(IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 14:11
Sjúkrahúsmál þarna fyrir austan eru áreiðanlega háð hreppapólitíkinni. FSA var upphaflega sett niður á Norðfirði áður en Egilsstaðir komust á landakortið og ef því yrði breytt núna missti N spón úr aski sínum. Staðarvalið á sínum tíma held ég hafi byggst á samgöngum á sjó en ekki landi og Héraðsbúar fengu, að mig minnir, sjúkraskýlið í sárabætur.
Þú þekkir greinilega aðstæður á Slysó sem er hreint ekki aðlaðandi fyrir dauðveikt fólk, þangað koma fleiri en skyldu því heilsugæslan í borginni er í molum líka. Á bráðadeildinni á Hringbraut er sérhæft fagfólk sem daglega bjargar mannslífum því þar eru engar smáskeinur að flækjast fyrir fólki. Mig óar við því að þessi ósköp verði sameinuð í eina deild.
Kolbrún Hilmars, 3.3.2009 kl. 15:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.