Hvaðan komu peningarnir - hvað varð um peningana?

Nú ætti öllum að vera ljóst hvaðan þeir komu - erlent lánsfé.  Hingað komnir dreifðust peningarnir, en stór hluti fór úr landi aftur. Þar af til A-Evrópu.  

Ef ég gef mér það að "einungis" 5 þúsund af 25-30 þúsund erlends vinnukrafts hafi komið hingað til lands til þess að fá uppgripavinnu og senda vinnulaunin sín heim til þess að framfleyta fjölskyldum sínum þar, og hafi að meðaltali "einungis" sent kr. 100.000 á mánuði pr. mann þá verður upphæðin samtals ÍKR 6.000 milljónir - sex þúsund milljónir - á ári. 

Eflaust eru þessar tölur mínar allt of lágar, enda aðeins nefndar sem dæmi.  Það væri  fróðlegt ef einhver gæti tekið saman allar tölulegar upplýsingar um þessa hlið fjármagnsflóttans.

Það er engin tilviljun að uppgangur er nú með mesta móti einmitt hjá þeim þjóðum sem flesta þegna eiga sem farið hafa víða um lönd til þess að þéna og senda afraksturinn heim.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: H G

Kolbrún!  Sýndu vit!   Þessir erlendu verkamenn voru að ráðstafa verkalaunum sínum - oftast til illa staddra ættingja. Þeir peningar voru heiðarlega fengnir - greiddir fyrir vinnu. Nú er verið að tala um braskfé sem auðkýfingar skutu undan með ýmsum "löglegum" galdrabrögðum. Einnig fé sem er að tapast vegna græðgi fjölda Íslendinga og óráðsíu.

H G, 20.10.2008 kl. 16:57

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

HG - þú náðir þessu ekki var það?  Ég var að útskýra hvað varð um peningana, vissulega heiðarlega fengna hvað snertir vinnukraftinn. 

Kolbrún Hilmars, 20.10.2008 kl. 17:13

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

PS:  Hvað heldur fólk almennt að slagorðið "KAUPUM ÍSLENSKT" þýði?

Kolbrún Hilmars, 20.10.2008 kl. 17:27

4 Smámynd: Orgar

Orgar, 20.10.2008 kl. 19:29

5 Smámynd: H G

Kolbrún! Ég  tel mig skilja hvað þú varst að fara! Íslendingar keyptu Færeyinga til að vinna skítverk fyrir sig í gamla daga. Ef þú túlkar greiðslur til erlendra verkamanna sem orsök núverandi fjárhagsvanda Íslands - eru annaðhvort fáfróð eða eitthvað enn leiðinlegra. Vertu margblesssuð.

H G, 20.10.2008 kl. 21:19

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

HG, það er ekki ónýtt að vera blessuð með þremur essum!  Takk fyrir það. 

En þú nærð þessu ekki ennþá - ég var að tala um gjaldeyri en ekki erlent verkafólk.  Gjaldeyri sem hefði sparast ef innlendir verktakar hefðu ekki verið með dollaramerki í augum og tekið erlend lán til þess að greiða erlendum verkamönnum í gjaldeyri til þess að reisa 3000 til 5000 íbúðir sem standa nú annað hvort ófullgerðar eða óseldar og eru engum til gagns. 

Kolbrún Hilmars, 20.10.2008 kl. 21:38

7 identicon

Fannst þetta nú auðskilið,  en okkur hefur samt  verið gert mjög erfitt með að velja íslenskt, samanber landbúnaðarvörurnar með öllum sínum milliliðum og reglugerðarþvargi í kringum það, sem aftur veldur því að varan er miklu dýrari en þörf er á. Knús á þig mín kæra er í svona knússtuði

(IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 23:08

8 Smámynd: H G

Ágæta Kolbrún! Blessunin hefur aldrei of mörg ess! Það fer, eins og þú hefur séð, svo geypilega í taugarnar á mér þegar  erlent verkafólk á landi hér er bendlað  við óráðsíuna, þensluna og svindlið hjá Íslendingum. Ég bið afsökunar á mínum svörum ef þú skilur það. Veljum íslenskt og vinnum okkar erfiðisverk sjálf!

H G, 21.10.2008 kl. 00:13

9 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Silla mín, maður getur alltaf á sig knúsi bætt - sendi þér eitt til baka  

HG.  Ég lastaði erlent verkafólk ekki einu orði og síður en svo að mér sé í nöp við það.  Það er svo sannarlega ekki þess sök að það hefur verið laðað til landsins til þess að aðstoða við bruðlið - ekki síst byggingafárið hér á höfuðborgarsvæðinu.  Auk þess er farandverkafólkið frá ESB löndum og okkur er sagt að þar séu jafnvel betri lífsskilyrði en hér - ekki síst eins og málum er nú komið hjá okkur. 

Mín gagnrýni beinist fyrst og fremst að peningasóuninni sem hefur viðgengist hér, og reyni að tína til eitt og annað sem má spara - sem þarf að spara.

Kolbrún Hilmars, 21.10.2008 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband