Tveir úr leik

en hvað eru margir eftir?  Ég get vottað það að hraðakstur hér við Hringbrautina hefur verið stundaður í stórum stíl í sumar.  Venjulega hrekkur maður upp úr fastasvefni við lætin og því alltof seinn að hlaupa að glugga til þess að ná niður bílnúmerum eða bíltegundum.  Eina úrræðið er að þakka fyrir að vera óhultur inni í húsi ef illa færi - eins og gerðist í nótt.
mbl.is Kappakstur endaði illa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Þór Eiríksson

Það er vonandi að menn fari að læra...ég veit það bara að opnir dagar á kvartmílubrautinni í Kapelluhrauni henta mikið betur til kappaksturs en miklabrautinn...þrátt fyrir að hún hafi komið illa undan vetri

Árni Þór Eiríksson, 26.7.2008 kl. 15:36

2 Smámynd: Skattborgari

Þessi fífl munu stunda kappakstur sama hvað hver segir eina spurningin er hvar við viljum hafa hann það er til fullt af götum sem hægt er að loka með góðu móti í Reykjavík eða nágrenni. Mæli með að við gerum það þeir eru þá allavega ekki að skaða aðra á meðan.

Skattborgari, 26.7.2008 kl. 15:45

3 identicon

Oghvað ætlar þú svo að gera við þessi bílnúmer sem þú værir með á blaði ?

enginn (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 16:54

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ágæti enginn - skrýtið ávarp - ég myndi auðvitað fara beint í bílaskrána, fá nöfn bíleigenda og heimilisföng, útbúa síðan nokkra Molotova og ...  Nema hvað???

Kolbrún Hilmars, 26.7.2008 kl. 17:11

5 identicon

OG værir þú þá betri maður ? ekki bulla svona mikið.

ökuþór (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 17:16

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ökuþór, ég bulla bara eins og mér sýnist þegar mér sýnist, en ekki búast við því að ég svari heimskulegum spurningum með öðru en heimskulegum svörum.

Kolbrún Hilmars, 26.7.2008 kl. 17:18

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Já Lottan mín, það versta við þetta allt er að við skruðningana og brakhljóðin hugsar maður ósjálfrátt aumingja foreldrarnir.

Og svo fær maður samviskubit af því nenna ekki að sitja næturlangt á húströppunum heima hjá sér í þeirri von að hægt væri að ná bílnúmeri eða bíllýsingu sem gæti bjargað mannslífi

Ég er að hugsa um að kaupa mér eyrnatappa og kynna mér nýja Kenyaverkefnið...

Kolbrún Hilmars, 26.7.2008 kl. 19:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband