Ekkert gamanmál

Ég hef mikla samúð með því erlenda hvalaskoðunarfólki sem varð vitni að þessu blóðbaði.  Hér koma ferðamennirnir til þess að fá Disneyímyndina staðfesta en fá í staðinn blóðrauða lexíu um hvernig hlutirnir ganga raunverulega fyrir sig í náttúrunni. 

Væri ekki bara heppilegra fyrir bisnessinn að koma upp sædýrasafni?


mbl.is Hrefna barðist fyrir lífi sínu við hóp háhyrninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skilur hún eftir sig konu eða eiginmann út í USA, þeir eru víst giftir hvölum þar!

Hvölunum okkar! nei betra að eta þá!

bragi (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 00:39

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ég sá nú reyndar fyrir mér holskeflu af endurgreiðslukröfum og jafnvel skaðabótakröfum á hendur söluaðilanum - einmitt vegna þess að fólkið fékk eitthvað allt annað  en því var selt.

Kolbrún Hilmars, 25.7.2008 kl. 16:36

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Nei - frá trukkafyrirtækinu

Kolbrún Hilmars, 25.7.2008 kl. 17:04

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Lífið er áhættusamt

Kolbrún Hilmars, 25.7.2008 kl. 17:55

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

YOU tell them...

Kolbrún Hilmars, 25.7.2008 kl. 18:50

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Svör við hverju?

Kolbrún Hilmars, 25.7.2008 kl. 19:54

7 identicon

Ég vildi bara koma á framfæri að bæði hvalaskoðunarfyrirtækin á Húsavík segja viðskiptavinum sínum að þetta eru ekki dýragarðsferðir heldur náttúruferðir og því er aldrei að vita hvað sést í flóanum.

Ragna (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 10:28

8 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þakka þér fyrir Ragna, fyrir að staðfesta þetta með náttúruferðirnar.  En þar sem tekið er fram í fréttinni "að fólki hafi verið mjög brugðið" bendir allt til þess að væntingar þess og raunveruleikinn hafi stangast á. 

Setja fyrirtækin upp viðvörunarspjöld fólkinu til fróðleiks og viðvörunar?

Kolbrún Hilmars, 26.7.2008 kl. 13:28

9 identicon

Ja varla viðvörunarspjöld þar sem þetta er afar sjaldgæf sjón. En um borð bátanna eru upplýsingaspjöld um helstu hvali umhverfis Íslands (háhyrninga þar á meðal) og fólki er bent á að kíkja á Hvalasafnið á Húsavík til að fræðast betur um hvalina. Svo náttúrulega fer alltaf leiðsögumaður með þeim til að segja frá tegundunum, án efa hefur viðkomandi leiðsögumaður bent ferðamönnum á að þetta er þeirra náttúrulega hegðun.

Það virðist kannski grimmt að stansa svona og fylgst með þessu með fullt af túristum sem bjuggust kannski ekki alveg við þessu, en ég er fullviss um að það hefur verið hugsað um allar þarfir túristana í þessari ferð. (Ég get sagt það með nokkurri vissu þar sem ég vinn mjög náið með þessu fyrirtæki og ég veit hvað þau leggja mikla áherslu á að kúnninn verði ánægður.)

Ragna (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 14:14

10 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þakka þér fyrir aftur, Ragna. Mér finnst raunar ekkert "grimmt" við það að fylgjast með þessari fágætu sjón.

Sjálf hefði ég sjálfsagt orðið svolítið græn í framan  þrátt fyrir uppeldi  við sjó og í sveit og eðlislæga grimmd náttúrunnar. 

Þess vegna vorkenndi ég þessu fólki, sem - eins og ég sagði upphaflega -  er gagngert komið hingað til þess að kynnast hinni mærðu náttúru.

Kolbrún Hilmars, 26.7.2008 kl. 15:01

11 identicon

Já, ég er sjálf beggja blands, ég hefði viljað sjá þetta bara vegna þess að þetta er alveg einstakt að sjá svona með eigin augum, en ég held að þetta hefði kannski orðið svolítið sjóveik eftir það þó ég sé alvön á sjó.

Ragna (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 09:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband