24.7.2008 | 22:03
Ekkert gamanmál
Ég hef mikla samúð með því erlenda hvalaskoðunarfólki sem varð vitni að þessu blóðbaði. Hér koma ferðamennirnir til þess að fá Disneyímyndina staðfesta en fá í staðinn blóðrauða lexíu um hvernig hlutirnir ganga raunverulega fyrir sig í náttúrunni.
Væri ekki bara heppilegra fyrir bisnessinn að koma upp sædýrasafni?
Hrefna barðist fyrir lífi sínu við hóp háhyrninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
...
Surtur fer sunnan
með sviga lævi,
skín af sverði
sól valtíva.
Grjótbjörg gnata
en gífur rata,
troða halir helveg,
en himinn klofnar.
Vituð ér enn, eða hvað?
(Eddukvæði)
Men do not differ much about what things they will call evils;
they differ enourmously about what evils they will call excusable.
(Chesterton)
"What is life but a series of sharp corners, round each of which Fate lies in wait for us..."
(Wodehouse)
How can you have solutions if no one is allowed to talk about the problems?
(Edge of Eternity)
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Heimssýn
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Auðun Gíslason
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Aztec
- Ágúst H Bjarnason
- Árný Sigríður Daníelsdóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Baldur Hermannsson
- Berglind Nanna Ólínudóttir
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Birgir R.
- Bjarni Harðarson
- Björn Emilsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Einar Björn Bjarnason
- Emil Örn Kristjánsson
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Eskil
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Guðni Karl Harðarson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gunnar Heiðarsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Halla Rut
- Halldór Jónsson
- Hannes
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hildur Sif Thorarensen
- Hrannar Baldursson
- Riddarinn
- Hulda Haraldsdóttir
- Högni Snær Hauksson
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Ísleifur Gíslason
- Jóhann Elíasson
- Jón Valur Jensson
- Jón Óskarsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Svavarsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Ólafur Th Skúlason
- Ómar Bjarki Smárason
- Óskar Helgi Helgason
- Páll Vilhjálmsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Ragnar L Benediktsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnhildur Kolka
- Rannveig H
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Skattborgari
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Stefanía
- Steingrímur Helgason
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Valan
- Þór Jóhannesson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Vefritid
- Vinstrivaktin gegn ESB
- Samstaða þjóðar
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Íslenska þjóðfylkingin
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 225697
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skilur hún eftir sig konu eða eiginmann út í USA, þeir eru víst giftir hvölum þar!
Hvölunum okkar! nei betra að eta þá!
bragi (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 00:39
Ég sá nú reyndar fyrir mér holskeflu af endurgreiðslukröfum og jafnvel skaðabótakröfum á hendur söluaðilanum - einmitt vegna þess að fólkið fékk eitthvað allt annað en því var selt.
Kolbrún Hilmars, 25.7.2008 kl. 16:36
Nei - frá trukkafyrirtækinu
Kolbrún Hilmars, 25.7.2008 kl. 17:04
Lífið er áhættusamt
Kolbrún Hilmars, 25.7.2008 kl. 17:55
YOU tell them...
Kolbrún Hilmars, 25.7.2008 kl. 18:50
Svör við hverju?
Kolbrún Hilmars, 25.7.2008 kl. 19:54
Ég vildi bara koma á framfæri að bæði hvalaskoðunarfyrirtækin á Húsavík segja viðskiptavinum sínum að þetta eru ekki dýragarðsferðir heldur náttúruferðir og því er aldrei að vita hvað sést í flóanum.
Ragna (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 10:28
Þakka þér fyrir Ragna, fyrir að staðfesta þetta með náttúruferðirnar. En þar sem tekið er fram í fréttinni "að fólki hafi verið mjög brugðið" bendir allt til þess að væntingar þess og raunveruleikinn hafi stangast á.
Setja fyrirtækin upp viðvörunarspjöld fólkinu til fróðleiks og viðvörunar?
Kolbrún Hilmars, 26.7.2008 kl. 13:28
Ja varla viðvörunarspjöld þar sem þetta er afar sjaldgæf sjón. En um borð bátanna eru upplýsingaspjöld um helstu hvali umhverfis Íslands (háhyrninga þar á meðal) og fólki er bent á að kíkja á Hvalasafnið á Húsavík til að fræðast betur um hvalina. Svo náttúrulega fer alltaf leiðsögumaður með þeim til að segja frá tegundunum, án efa hefur viðkomandi leiðsögumaður bent ferðamönnum á að þetta er þeirra náttúrulega hegðun.
Það virðist kannski grimmt að stansa svona og fylgst með þessu með fullt af túristum sem bjuggust kannski ekki alveg við þessu, en ég er fullviss um að það hefur verið hugsað um allar þarfir túristana í þessari ferð. (Ég get sagt það með nokkurri vissu þar sem ég vinn mjög náið með þessu fyrirtæki og ég veit hvað þau leggja mikla áherslu á að kúnninn verði ánægður.)
Ragna (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 14:14
Þakka þér fyrir aftur, Ragna. Mér finnst raunar ekkert "grimmt" við það að fylgjast með þessari fágætu sjón.
Sjálf hefði ég sjálfsagt orðið svolítið græn í framan þrátt fyrir uppeldi við sjó og í sveit og eðlislæga grimmd náttúrunnar.
Þess vegna vorkenndi ég þessu fólki, sem - eins og ég sagði upphaflega - er gagngert komið hingað til þess að kynnast hinni mærðu náttúru.
Kolbrún Hilmars, 26.7.2008 kl. 15:01
Já, ég er sjálf beggja blands, ég hefði viljað sjá þetta bara vegna þess að þetta er alveg einstakt að sjá svona með eigin augum, en ég held að þetta hefði kannski orðið svolítið sjóveik eftir það þó ég sé alvön á sjó.
Ragna (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 09:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.