Ég er sammála

Vigdís Hauksdóttir fer ekki dult með skoðanir sínar og enginn þarf að gruna hana um undirróðursstarfsemi.  Slíkt virðist ekki fallið til vinsælda, hvorki hjá sam- né mótherjum í pólitík.  En er þó ómetanlegur eiginleiki frá sjónarhóli kjósandans.
Þar sem undirrituð er hvergi flokksbundin, mun ég gefa henni atkvæði mitt næst ef hún verður áfram efst á lista í mínu kjördæmi.


mbl.is „Þetta fólk á að skammast sín“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Kolbrún: sem jafnan og áður - sem og aðrir gestir, þínir !

Kolbrún !

Þarna - ferðu GJÖRSAMLEGA, villur vega.

Ísl. stjórnmálamenn hafa: að minnsta kosti frá svonefndum fullveldisdegi 1918 kappkostað, að arðræna okkur okkur og svíkja og pretta, til þess AÐ HLAÐA MAKINDALEGA, undir sína eigin bakhluta.

Hið sama - gildir í þessum efnum, sem hér eru til umfjöllunar.

Manstu Kolbrún: Kastljóss þáttinn í Ríkissjónvarpinu Haustið 1988 (Sept.-Okt.)/ þá:: þeir Þorsteinn Pálsson og Jón Baldvin Hannibalsson þáverandi ráðherrar SÓRU: og SÁRT VIÐ LÖGÐU, að Bifreiðagjalda hörmungin, sem þeir KLÍNDU á okkur, í ársbyrjun 1989 - YRÐU AFLÖGÐ:: ekki seinna, en fyrir árslok 1990.

Sá RÍKIS ÞJÓFA SKATTUR: er enn við lýði - heimilum og fyrirtækjum til stórra tjóna / HVERT EINASTA ÁR !!!

Stimpilgjalda foraðið - FRÁ 19. ÖLDINNI !!!, er ennþá við lýði !!!

7.5% Tryggingagjald: svokallað / hefir EKKI ENN verið lækkað, þó ekki væri nema, niður í 4 - 5%,, HELZT MEIR !

Þú skalt ekki leggjast svo lágt - Kolbrún fornvinkona, að reyna að bera blak af þessi liði, á NOKKURN HANDA MÁTA !!!

Gildir 1 - hvaða flokki þessi mannskapur tilheyrir, aukinheldur !!! 

Óþverra - og undirferlislýður: upp til hópa !!!

Stórt vafamál: að annað eins sé að finna, í nokkru Bananalýðvelda Mið og Suður- Ameríku / eða á öðrum slóðum, yfirleitt !!! 

Með - kveðjum, þó þyngri séu: að þessu sinni / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.12.2015 kl. 17:02

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Kannski svolítið hæpið að tala um andlegt ofbeldi í þessu tilfelli en málið er þetta: Búið er að ráðstafa fjármunum í fjárlagafrumvarpinu svo það er ekki við hana að sakast. En hún lætur þó ekki undan þrystingi og það er meira en forverar hennar í embætti hafa gert. Það á að sjálfsögðu að veita meiri pening í heilbrigðiskerfið en þá verður að sjálfsögðu að eyða minna í annað ef halda á sömu niðurstöðu. Það hlýtur að vera á ábyrgð ríkisstjórnarinnar og fjármálaráðherrans en ekki hennar sem á að passa upp á fjárheimildir.

Jósef Smári Ásmundsson, 1.12.2015 kl. 20:57

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Óskar, þú hefur margt til þíns máls.  En er ekki skárra að reyna að velja besta fólkið, með eins konar persónukosningu, en að sniðganga kjörklefann alfarið? 

Jósef, rétt, þingfulltrúar í nefndinni eru aðeins að framfylgja áætlun þings og ríkisstjórnar.  En það er vinsælt að "pönkast" á Vigdísi. 

Kolbrún Hilmars, 2.12.2015 kl. 10:14

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ég get tekið undir með þér Kolbrún. Vigdís segir sína meiningu umbúðalaust og það er frekar sjaldgæft að rekast á það í stjórnmálamanni. Hún stendur þétt fyrir og lætur ekki illt umtal og ónot slá sig út af laaginu.

Hún er óneitanlega betri formaður fjárlaganefndar en maður hefur séð til margra ára. Vona hún eigi lengra líf á þingi.

Ragnhildur Kolka, 4.12.2015 kl. 20:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband