Jafnvel engin neytendavernd!

Við erum þó nokkur þúsund sem fáum enn að gjalda svokallaðra Árna-Páls laga árið 2010.

Sem viðskipta"vinir" LÝSINGAR þurfum við að sækja rétt okkar fyrir dómstólum - hvert og eitt fyrir sig. 

Fyrrverandi ríkisstjórn hafði aldrei áhuga á neytendavernd - öll hennar úrræði varðaði fjármálafyrirtækin, jafnvel 110% leiðin!


mbl.is Neytendavernd verri hér en í Króatíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Íslensk lög ganga alveg jafn langt og króatísk í að vernda neytendur. Munurinn liggur hinsvegar í því að á Íslandi er þeim ekki framfylgt og þar af leiðandi er ekki farið eftir þeim.

Eins og fram kemur í fréttinni byggjast þau lög sem um ræðir á evrópskri tilskipun sem gildir hér í gegnum EES-samninginn. Það að framfylgja henni er þar af leiðandi brot á EES-samningnum.

Guðmundur Ásgeirsson, 18.1.2015 kl. 20:32

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það er nú það, Guðmundur.  Almennt virðast lög frá ESB/EES afgreidd umhugsunarlaust á Alþingi og aðeins stimpilpúðinn hafa af þeim náin kynni.

Kolbrún Hilmars, 19.1.2015 kl. 18:07

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er einmitt það sem ég á við.

Sama tilskipunin hefur verið innleidd í íslensk lög. Það er bara ekki nóg ef hið opinbera ætlar sér ekki að fara eftir þeim lögum.

Guðmundur Ásgeirsson, 19.1.2015 kl. 18:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband