5.11.2014 | 16:45
Þjóðinni var gefinn flugvöllurinn
á sínum tíma - auðvitað á þjóðin að ákveða hvað hún vill gera við hann.
Sjálf er ég hvoru tveggja; borgarbúi og þegn landsins í heild, og eindregið meðmælt því að skipulagsvald borgarinnar verði skert í þessu máli. Ekki aðeins skynsemin býður mér að okkur sé hollast að halda flugvellinum með tilheyrandi flugrekstri óbreyttum, heldur fagurfræðin líka.
Þeir sem efast um fagurfræðina mega gjarnan gera sér erindi niður á Skúlagötu og skoða útsýnið þar til suðurs.
Þjóðin ákveði framtíð flugvallarins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
...
Surtur fer sunnan
með sviga lævi,
skín af sverði
sól valtíva.
Grjótbjörg gnata
en gífur rata,
troða halir helveg,
en himinn klofnar.
Vituð ér enn, eða hvað?
(Eddukvæði)
Men do not differ much about what things they will call evils;
they differ enourmously about what evils they will call excusable.
(Chesterton)
"What is life but a series of sharp corners, round each of which Fate lies in wait for us..."
(Wodehouse)
How can you have solutions if no one is allowed to talk about the problems?
(Edge of Eternity)
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Heimssýn
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Auðun Gíslason
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Aztec
- Ágúst H Bjarnason
- Árný Sigríður Daníelsdóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Baldur Hermannsson
- Berglind Nanna Ólínudóttir
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Birgir R.
- Bjarni Harðarson
- Björn Emilsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Einar Björn Bjarnason
- Emil Örn Kristjánsson
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Eskil
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Guðni Karl Harðarson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gunnar Heiðarsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Halla Rut
- Halldór Jónsson
- Hannes
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hildur Sif Thorarensen
- Hrannar Baldursson
- Riddarinn
- Hulda Haraldsdóttir
- Högni Snær Hauksson
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Ísleifur Gíslason
- Jóhann Elíasson
- Jón Valur Jensson
- Jón Óskarsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Svavarsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Ólafur Th Skúlason
- Ómar Bjarki Smárason
- Óskar Helgi Helgason
- Páll Vilhjálmsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Ragnar L Benediktsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnhildur Kolka
- Rannveig H
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Skattborgari
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Stefanía
- Steingrímur Helgason
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Valan
- Þór Jóhannesson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Vefritid
- Vinstrivaktin gegn ESB
- Samstaða þjóðar
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Íslenska þjóðfylkingin
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þá ætti þjóðin að kaupa byggingarréttinn og greiða svo útsvar á hverju ári eins og þarna byggi fólk. Það er nefnilega engin sanngirni í því að þjóðin segist eiga flugvöllinn en reykvíkingar sitji uppi með kostnað og töpuð tækifæri til hagræðingar og tekjuöflunar á sínu landi.
Svo er aftur spurning hvort ég gæti gefið granna þínum holu sem ég græfi í þínum garði. Og hvort þér bæri þá að viðhalda holunni og mættir ekki yfir hana moka. Hvað var það sem Bretar áttu þarna til að gefa annað en nokkrar byggingar?
Ufsi (IP-tala skráð) 5.11.2014 kl. 17:22
Ufsi, alltaf fúll á móti?
Kolbrún Hilmars, 5.11.2014 kl. 17:31
Verð að gefa Pollíönnum smá veruleikatengingu.
Ufsi (IP-tala skráð) 5.11.2014 kl. 17:39
Það er verðugt hlutverk í sjálfu sér, en leysir þó engin þjóðarvandamál. Eins og þú manst hafði Pollíanna einmitt engar áhyggjur af "stóru" málunum - bara holunum í garði nágrannans...
Kolbrún Hilmars, 5.11.2014 kl. 18:04
Ufsi, borgin hefur gefið allar lóðir í Vatnsmýri hingað til. Borgin fær fasteignagjöld af 60.000 fermetrum af atvinnuhúsnæði sem þjónar flugvellinum, auk lóðaleigu, fráveitugjöld og viðskipti við OR. Það væri ekki úr vegi að þú kynntir þér betur þetta hjartans mál þitt.
Sigurður Ingi Jónsson (IP-tala skráð) 5.11.2014 kl. 20:22
Og hvað? Hefur borgin afsalað sér réttinum til að selja lóðir með því að gefa lóð? Hefur borgin afsalað sér réttinum til að innheimta gatnagerðargjöld og fasteignagjöld af 1.000.000 fermetrum auk lóðaleigu, fráveitugjalda og útsvars með því að þiggja greiðslur frá aðilum sem þjóna flugvellinum á 60.000 fermetrum?
Borgin fær mjög litlar tekjur af þessu svæði miðað við hvað hún gæti haft og hagræðið af því að losna við þetta skrípi. En það er og verður borgarinnar að ákveða framhaldið, hvert sem það verður, en ekki utanaðkomandi.
Ufsi (IP-tala skráð) 5.11.2014 kl. 20:48
Ég þykist sjá að skoðun Ufsa verði ekki haggað. Þetta svæði þjónustar vel á fjórða hundrað þúsund farþega á ári, en sumir vilja heldur sjá 15-20 þúsund manna blokkahverfi. Þá er ekki útséð með að Alþingi hafi afskipti af skipulagsmálum flugvallarins.
Sigurður Ingi Jónsson (IP-tala skráð) 5.11.2014 kl. 21:20
Á fjórða hundrað þúsund farþegar á ári að nota svæðið eru ekki nema um 1000 á dag, en 15-20 þúsund íbúar gera 15-20 þúsund á dag sem nota svæðið. Alþingi getur haft afskipti af skipulagsmálum flugvallarins, en getur ekki komið í veg fyrir að borgin geri hann ónothæfan nema yfirtaka rekstur borgarinnar. Nokkur háhýsi eða gatnaframkvæmdir og flugvöllurinn er lokaður.
Persónuleg skoðun mín skiptir litlu. Ég bý ekki í Reykjavík og eins og flestir sem hafa skoðun á þessu hef notað flugvöllinn tvisvar á síðustu 50 árum. Hann má vera eða fara mér að skaðlausu. Rökin fyrir veru hans eru bara veikari en rökin fyrir brotthvarfi.
Ufsi (IP-tala skráð) 5.11.2014 kl. 22:52
Borgin getur ekki byggt fyrir flugvöllinn, ekki nema með því að brjóta lög.
Sigurður Ingi Jónsson (IP-tala skráð) 6.11.2014 kl. 13:03
Sigurður, það er alveg sama hvaða rökum er beitt; skoðun Ufsa og borgarstjórnar verður ekki haggað. Augu þeirra sjá ekki neitt nema dollaramerki - á veggjum blokkarmúra, jafnvel þótt grafa þurfi húsgrunnana hálfa leið niður áleiðis til Kína.
En fari flugvöllurinn úr mýrinni þá stendur höfuðborgin ekki undir nafni (og þjónustu við alla landsbúa) og full ástæða til þess að flytja með titilinn þann.
Kolbrún Hilmars, 6.11.2014 kl. 16:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.