Eru hraunavinir örlagatrúar?

Það eru heilu hraunflákarnir víða um land.  Alls staðar þar sem hraun hefur áður runnið getur hraun runnið aftur.  Yfir gamalt hraun, jafnvel, og reyndar töluverðar líkur á því víða. 

Halda hraunavinir að verndun gamals hrauns komi í veg fyrir að þar renni hraun aftur? 


mbl.is „Þetta var náttúrulega bein ógnun“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hvumpinn

Það er náttúrulega ekki leyfilegt nema svæðið sem nýtt hraun rennur yfir sé í nýtingarflokki, og að umhverfismat hafi farið fram áður en fór að gjósa.

Þetta sér hver maður.

Hvumpinn, 17.9.2013 kl. 20:57

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Nei það höldum við ekki. En samkvæmt þessari kenningu að allt í lagi sé að fara með hraunin eins og okkur sýnist, ætti að vera sjálfsagt mál að bora eftir jarðhita á Þingvöllum, reisa þar stóra tvíburasystur Hellisheiðarvirkjunar og stytta leiðina til Laugarvatns um 5 kílómetra með því að mylja niður suðurenda Almannagjár og leggja hraðbraut þvert yfir norðurenda Þingvallavatns.

Samkvæmt kenningunni um að fyrr eða síðar muni renna ný hraun yfir þau gömlu og ný eldgos koma upp, má gefa eitt allsherjarleyfi til að rótast með jarðýtur hvar sem er á Íslandi, líka við Landmannalaugar og í Öskju og reisa stóra "Hellisheiðarvirkjun" á Geysissvæðinu.

Ómar Ragnarsson, 17.9.2013 kl. 21:46

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hvumpinn, renni nýtt hraun aðeins yfir gamalt hraun er það auðvitað hið besta mál.  Það sparar þó nýtingarlandið.  En svo mikið eigum við af hraunum að þótt kroppað sé aðeins í þau til vegalagningar sér ekki högg á vatni.  Enda liggur fjöldinn allur af vegakílómetrum landsins gegn um hraunbreiður.

Ómar, ég skal standa með þér mótmælavaktina ef einhverjum dettur í hug að "mylja niður suðurenda Almannagjár".   En þetta með veglagningu í Gálgahrauni eru smámunir miðað við að stór hluti miðbæjar og norðurbæjar Hafnarfjarðar er einmitt reistur á hrauni.  Margir eiga þar fallega hraun-skraut-garða.

Öryggi í vegasamgöngum, og mannslíf, set ég skör hærra en grjótið, þótt upprunnið sé neðanjarðar.

Kolbrún Hilmars, 18.9.2013 kl. 14:13

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Svo vil ég nota tækifærið og hvetja alla til þess að skrifa undir hjá lending.is, þ.e.a.s.  þá sem eru þannig þenkjandi.

Það vantar aðeins 82 undirskriftir til þess að ná 68.000 á netinu  

Kolbrún Hilmars, 18.9.2013 kl. 19:05

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hjartanlega sammála,einmitt með tilliti til öryggis í vegasamgöngum.

Helga Kristjánsdóttir, 19.9.2013 kl. 14:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband