Vísa á þjófum úr landi!

Það gengur ekki að þessi erlendu þjófagengi komist upp með að stela því sem þeim þóknast af íslenskum almúga. 

Eða að bæta gráu ofan á svart með því að fangelsa þjófana og láta brotaþolana, að auki, greiða fangelsisuppihald þeirra með sköttum sínum.

Einfaldast og ódýrast er að senda liðið umsvifalaust til síns heima og meina þeim endurkomu til landsins.

 


mbl.is Þjófarnir lyktuðu af hráolíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Fyrr í vikunni stálu tveir útlendingar um hábjartan dag vörum að verðmæti 1,6 milljón króna úr versluninni að Geysi í Haukadal. Þeir hafa verið gripnir.

Í gær voru fjórir útlendingar gripnir þar sem þeir voru að stela olíu af vinnuvélum í Svínadal.

Auðvitað á að senda þessa sex útlendinga strax til síns heima, og svo á auðvitað strax að taka upp vegabréfseftirlit á Keflavíkurflugvelli og Seyðisfirði. Það er einfaldast að gera með því að segja sig úr Schengen.

Ísland er nú galopið fyrir erlend glæpagengi sem koma hingað til lands án þess að nokkuð sé fylgst með þeim.

Ágúst H Bjarnason, 19.9.2013 kl. 16:36

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Algjörlega sammála þessu, senda þá til síns heima og eiga sér ekki endurkomuleið hingað aftur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.9.2013 kl. 16:55

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Takk fyrir góðar undirtektir, Ágúst og Ásthildur.

Það vefst ekki fyrir yfirvöldum að senda erlenda harmónikkuleikara úr landi fyrir betl.  Ég skil því ekki þetta dekur við þjófa.  Jafnvel skipulögð þjófagengi.

Skil heldur ekki hvað þetta er með Schengen, og/eða EES.  Mætti halda að glæpastarfsemi sé viðurkennd atvinnugrein hjá ESB og íslensk yfirvöld meti hana sem eðlilegt frjálst flæði vinnuafls.  Ja, hvað á maður að halda!

Kolbrún Hilmars, 19.9.2013 kl. 17:43

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Einmitt hvað á maður að halda. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.9.2013 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband