Göfugt markmið

-  en hvernig ætla skotar að framleiða allt þetta bílarafmagn til viðbótar því sem þeir þurfa á öðrum sviðum?  Með kolum eða olíu?
mbl.is Skotland útblásturslaust 2050
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: K.H.S.

Bensín og olíubílar verða orðnir mengunarlausir löngu fyrir 2050 og rafmótorinn á geimunum á engan séns.

K.H.S., 14.9.2013 kl. 00:31

2 Smámynd: K.H.S.

Skotar ætla kannski að hætta að brenna heilu landshlutana oní svörð til "fegrunar" og aukinnar notkunar , eins og þeir gera nú og hafa gert undanfarin ár. Þeir moka með risastórum kjaftklippum runnum og smátrjám uppá aftanípalla þar sem logar stöðugur eldur sem brennir draslinu. Við fluttum alla fiskvinnslu útá sjó og þar með varð öll okkar fiskvinnsla knúin með olíu, sem áður var knúin vatnsafli að mestu.

K.H.S., 14.9.2013 kl. 00:43

3 Smámynd: K.H.S.

þessi fiskvinnslusettning var upphaf á öðru. Afsakaðu mengunina Kolbrún.

K.H.S., 14.9.2013 kl. 00:54

4 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Bensín og olíbílar verða orðnir mengunarlausir en það verður ekki ódýrara K.H.S.Rétt að þetta er kannski ekki raunhæft hjá Skotunum(ekki nema við leggjum rafstreng til þeirra) en það gildir öðru máli með okkur íslendinga.Við eigum að huga að þessu af fullri alvöru hvort sem það verður í dag eða bíða í nokkur ár eftir frekari þróun rafmagnsbílanna.Það hlýtur að skipta máli að eyða 0.5 á hundraðið eða 4-5 eins og nú er(er að tala um kostnaðinn) og spara auk þess innflutning orkunnar til að jafna vöruskiptajöfnuðinn.

Jósef Smári Ásmundsson, 14.9.2013 kl. 06:39

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Takk fyrir innleggin.  KHS, ekkert að afsaka mengunina - þetta er einmitt mjög athyglisverður punktur með mismunandi orkugjafa vegna fiskvinnslu í landi ~ fiskvinnslu á sjó.  

Jósef, gæti verið að skotarnir treysti á "hund" frá Íslandi eða Noregi?  Það kemur nefnilega ekki fram í fréttinni hvernig þeir ætla að framleiða allt þetta rafmagn.

Kolbrún Hilmars, 14.9.2013 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband