Vísitölu neysluverðs á húsnæðislán

þarf að endurskoða.  Það er ekki eðlilegt að nota þessa verðtryggingu á húsnæðislán.

1.janúar 2008 var NV 282,3 stig, í desember 2012 var NV 402.2 stig.
Hækkun 42,7%

1.janúar 2009 var NV 334,8%, í desember 2012 var NV 402,2 stig.
Hækkun 20,13%

Eins og þessi samanburður sýnir hefur nær helmingur af hækkun neysluverðsvísitölunnar  skapast eftir "hrun".  Að mestu leyti vegna skattahækkana fráfarandi ríkisstjórnar, sem eiga ekkert erindi í húsnæðislánaverðtryggingar.

Það mat framsóknarflokksins að lækka þessi lán um "20% á línuna" er því alls ekki svo galið.  Ef til vill hefði flokkurinn samt átt að kalla  leiðréttinguna öðru nafni. 

Til dæmis "leiðréttingu á skattaáhrifum á neysluvísitölu".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband