23.3.2013 | 18:45
Kjúklingar hvað?
Sundurliðaði innkaup eigin heimilis fyrir febrúarmánuð samkvæmt kassakvittunum. Niðurstaðan er eftirfarandi - sundurliðuð eftir tegundum:
20% = hreinlætisvörur (innfluttar)
15% = krydd og matgerðarvörur (innfluttar)
15% = íslenskur fiskur
0% = kjúklingar/svínakjöt (ath. tilviljun - er ekki bannvara)
50% = mjólk, brauð, egg, ostar, kjöt, grænmeti og kartöflur (ísl.framleiðsla)
Eins og sjá má af ofangreindu teldi ég mikilvægarara að SVÞ tækist að lækka verðið um 40% á þeim vörum sem samtökin sjá nú þegar um að flytja inn; á innfluttum hreinlætisvörum og kryddvörum.
Kjúklingur er ekki ómissandi - nema helst þá í ESB-matarverðs-áróðri.
Gæti lækkað verð kjúklingakjöts um 40% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:14 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
...
Surtur fer sunnan
með sviga lævi,
skín af sverði
sól valtíva.
Grjótbjörg gnata
en gífur rata,
troða halir helveg,
en himinn klofnar.
Vituð ér enn, eða hvað?
(Eddukvæði)
Men do not differ much about what things they will call evils;
they differ enourmously about what evils they will call excusable.
(Chesterton)
"What is life but a series of sharp corners, round each of which Fate lies in wait for us..."
(Wodehouse)
How can you have solutions if no one is allowed to talk about the problems?
(Edge of Eternity)
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Heimssýn
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Auðun Gíslason
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Aztec
- Ágúst H Bjarnason
- Árný Sigríður Daníelsdóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Baldur Hermannsson
- Berglind Nanna Ólínudóttir
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Birgir R.
- Bjarni Harðarson
- Björn Emilsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Einar Björn Bjarnason
- Emil Örn Kristjánsson
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Eskil
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Guðni Karl Harðarson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gunnar Heiðarsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Halla Rut
- Halldór Jónsson
- Hannes
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hildur Sif Thorarensen
- Hrannar Baldursson
- Riddarinn
- Hulda Haraldsdóttir
- Högni Snær Hauksson
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Ísleifur Gíslason
- Jóhann Elíasson
- Jón Valur Jensson
- Jón Óskarsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Svavarsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Ólafur Th Skúlason
- Ómar Bjarki Smárason
- Óskar Helgi Helgason
- Páll Vilhjálmsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Ragnar L Benediktsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnhildur Kolka
- Rannveig H
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Skattborgari
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Stefanía
- Steingrímur Helgason
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Valan
- Þór Jóhannesson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Vefritid
- Vinstrivaktin gegn ESB
- Samstaða þjóðar
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Íslenska þjóðfylkingin
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Helst freistar mann að kaupa vörur sem eru innfluttar hér úti,en ekki landbúnaðarvörur sem margar hverjar eru mun dýrari.
Ragnar Gunnlaugsson, 23.3.2013 kl. 21:47
Sæl!Ég heði getað borðað mig sadda af kynningar/smakk-matvöru í Krónunnií dag. Kjúklingar freysta mín ekki borða þá aldrei. Þett er auðvitað innbilska,en tengist ehv. glannasögu um dópista í BNA. Fiskur, er fjandi dýr, prufaði saltaðar kinnar í seinustu viku,ég var búin að gleyma hvað þær eru góðar og ótrúlega drjúgar.
Helga Kristjánsdóttir, 24.3.2013 kl. 05:08
Þakka ykkur innleggin, Ragnar og Helga.
Mér finnst kjúklingur nú hvorki góður né vondur. En ég hef víða flækst og yfirleitt reyni ég að velja mat sem er einkennandi fyrir viðkomandi land/svæði, enda mest spennandi. Fiskur, skeldýr, ostrur, krabbar við Atlantshafið beggja megin og í S-Evrópu, nautakjöt almennt í USA, svínakjöt í Mið Evrópu. Í Asíu sterkkryddaðir pottréttir, þar sem grænmetið er hið eina þekkjanlega auk hrísgrjónanna.
Aðeins Portúgal býður upp á "spes" kjúkling, Piri-piri.
Kolbrún Hilmars, 24.3.2013 kl. 16:02
Ég geri ekki mikið af því að borða kjúkling, en stöku sinnum þó. Best þykir mér að snæða hann matreiddan á indverskan hátt og vel kryddaðan með ýmiss konar karrí o.fl.
Ágúst H Bjarnason, 24.3.2013 kl. 19:38
Mér finnst kjúklingur bestur heilsteiktur í ofni kryddaður af sjálfri mér með frönskum og coctailsósu, með hráu saladi og sneiddum ananas í dós. En það er svo langt í frá að kjúklingar og svín séu í einhverju uppáhaldi hjá mér. Það sem mér finnst best í matarumræðunni er að strákurinn okkar er búin að biðja um soðið grænmeti svona trefjaríkt og það sem er best í því er blómkál og Broccoli sem er reyndar hægt að borða með öllum mat.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.3.2013 kl. 20:13
Hef ekki smakkað kjúkling í 28 ár ekki af því að hann sé svo vondur á bragðið.Hef bara ekki lyst á búrakjöti. Hef dælt olíu á bíla sem flytja kjúklinga í sláturhús lyktin var óbærileg.
Ragnar Gunnlaugsson, 25.3.2013 kl. 10:35
Takk fyrir viðbótarupplýsingar, Ágúst, Ásthildur og Ragnar.
Mér sýnist - af umræðunni hér og annars staðar, að þessi kjúklingaútsala vegi ekki eins þungt í heimilisútgjöldunum og innflytjendur og áróðursmenn fyrir innfluttum kjúklingum vilja meina.
Reyndar skilst mér að kjúklingaframleiðsla sé ekki niðurgreidd hérlendis, líkt og landbúnaðarafurðir, en sé það erlendis.
Ef krafan snýst aðeins um ódýrari kjúkling á borð íslendinga, af hverju berjast menn þá ekki fyrir að "íslenskur" kjúklingur verði einnig niðurgreiddur hér?
Kolbrún Hilmars, 25.3.2013 kl. 14:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.