Kjúklingar hvað?

Sundurliðaði innkaup eigin heimilis fyrir febrúarmánuð samkvæmt kassakvittunum.  Niðurstaðan er eftirfarandi - sundurliðuð eftir tegundum:

20% = hreinlætisvörur (innfluttar)
15% = krydd og matgerðarvörur (innfluttar)
15% = íslenskur fiskur
0%   = kjúklingar/svínakjöt (ath. tilviljun - er ekki bannvara)
50% = mjólk, brauð, egg, ostar, kjöt, grænmeti og kartöflur (ísl.framleiðsla)

Eins og sjá má af ofangreindu teldi ég mikilvægarara að SVÞ tækist að lækka verðið um 40% á þeim vörum sem samtökin sjá nú þegar um að flytja inn; á innfluttum hreinlætisvörum og kryddvörum. 

Kjúklingur er ekki ómissandi - nema helst þá í ESB-matarverðs-áróðri.

 

 


mbl.is Gæti lækkað verð kjúklingakjöts um 40%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Helst freistar mann að kaupa vörur sem eru innfluttar hér úti,en ekki landbúnaðarvörur sem margar hverjar eru mun dýrari.

Ragnar Gunnlaugsson, 23.3.2013 kl. 21:47

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sæl!Ég heði getað borðað mig sadda af kynningar/smakk-matvöru í Krónunnií dag. Kjúklingar freysta mín ekki borða þá aldrei. Þett er auðvitað innbilska,en tengist ehv. glannasögu um dópista í BNA. Fiskur, er fjandi dýr, prufaði saltaðar kinnar í seinustu viku,ég var búin að gleyma hvað þær eru góðar og ótrúlega drjúgar.

Helga Kristjánsdóttir, 24.3.2013 kl. 05:08

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þakka ykkur innleggin, Ragnar og Helga.

Mér finnst kjúklingur nú hvorki góður né vondur.  En ég hef víða flækst og yfirleitt reyni ég að velja mat sem er einkennandi fyrir viðkomandi land/svæði, enda mest spennandi.  Fiskur, skeldýr, ostrur, krabbar við Atlantshafið beggja megin og í S-Evrópu, nautakjöt almennt í USA, svínakjöt í Mið Evrópu. Í Asíu sterkkryddaðir pottréttir, þar sem grænmetið er hið eina þekkjanlega auk hrísgrjónanna.

Aðeins Portúgal býður upp á "spes" kjúkling, Piri-piri.

Kolbrún Hilmars, 24.3.2013 kl. 16:02

4 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ég geri ekki mikið af því að borða kjúkling, en stöku sinnum þó.  Best þykir mér að snæða hann matreiddan á indverskan hátt og vel kryddaðan með ýmiss konar karrí o.fl.

Ágúst H Bjarnason, 24.3.2013 kl. 19:38

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mér finnst kjúklingur bestur heilsteiktur í ofni kryddaður af sjálfri mér með frönskum og coctailsósu, með hráu saladi og sneiddum ananas í dós.  En það er svo langt í frá að kjúklingar og svín séu í einhverju uppáhaldi hjá mér.   Það sem mér finnst best í matarumræðunni er að strákurinn okkar er búin að biðja um soðið grænmeti svona trefjaríkt og það sem er best í því er blómkál og Broccoli sem er reyndar hægt að borða með öllum mat. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.3.2013 kl. 20:13

6 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Hef ekki smakkað kjúkling í 28 ár ekki af því að hann sé svo vondur á bragðið.Hef bara ekki lyst á búrakjöti. Hef dælt olíu á bíla sem flytja kjúklinga í sláturhús lyktin var óbærileg.

Ragnar Gunnlaugsson, 25.3.2013 kl. 10:35

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Takk fyrir viðbótarupplýsingar, Ágúst, Ásthildur og Ragnar. 

Mér sýnist - af umræðunni hér og annars staðar, að þessi kjúklingaútsala vegi ekki eins þungt í heimilisútgjöldunum og innflytjendur og áróðursmenn fyrir innfluttum kjúklingum vilja meina.

Reyndar skilst mér að kjúklingaframleiðsla sé ekki niðurgreidd hérlendis, líkt og landbúnaðarafurðir, en sé það erlendis. 

Ef krafan snýst aðeins um ódýrari kjúkling á borð íslendinga, af hverju berjast menn þá ekki fyrir að "íslenskur" kjúklingur verði einnig niðurgreiddur hér?
 

Kolbrún Hilmars, 25.3.2013 kl. 14:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband