12.3.2013 | 15:07
Hvað er að frétta af Jökulsá á Brú?
Voru menn ekki að fagna því að fá þar nýja og tæra laxveiðiá þegar grugginu var beint í Lagarfljótið sem var einnig gruggugt áður?
Hvorugt fljótið hefur verið umtalað sem veiðivænt, þótt eflaust hafi eitthvað fiskifang slæðst til í Lagarfljótinu utarlega á Héraði - út við Hól og þar um slóðir.
En skiljanlegt að mönnum sé brugðið ef Lagarfljótsormurinn er hættur að láta sjá sig.
Vatnasvæðið verulega laskað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
...
Surtur fer sunnan
með sviga lævi,
skín af sverði
sól valtíva.
Grjótbjörg gnata
en gífur rata,
troða halir helveg,
en himinn klofnar.
Vituð ér enn, eða hvað?
(Eddukvæði)
Men do not differ much about what things they will call evils;
they differ enourmously about what evils they will call excusable.
(Chesterton)
"What is life but a series of sharp corners, round each of which Fate lies in wait for us..."
(Wodehouse)
How can you have solutions if no one is allowed to talk about the problems?
(Edge of Eternity)
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Heimssýn
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Auðun Gíslason
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Aztec
- Ágúst H Bjarnason
- Árný Sigríður Daníelsdóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Baldur Hermannsson
- Berglind Nanna Ólínudóttir
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Birgir R.
- Bjarni Harðarson
- Björn Emilsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Einar Björn Bjarnason
- Emil Örn Kristjánsson
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Eskil
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Guðni Karl Harðarson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gunnar Heiðarsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Halla Rut
- Halldór Jónsson
- Hannes
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hildur Sif Thorarensen
- Hrannar Baldursson
- Riddarinn
- Hulda Haraldsdóttir
- Högni Snær Hauksson
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Ísleifur Gíslason
- Jóhann Elíasson
- Jón Valur Jensson
- Jón Óskarsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Svavarsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Ólafur Th Skúlason
- Ómar Bjarki Smárason
- Óskar Helgi Helgason
- Páll Vilhjálmsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Ragnar L Benediktsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnhildur Kolka
- Rannveig H
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Skattborgari
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Stefanía
- Steingrímur Helgason
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Valan
- Þór Jóhannesson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Vefritid
- Vinstrivaktin gegn ESB
- Samstaða þjóðar
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Íslenska þjóðfylkingin
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 225729
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er nú einu sinni þannig Kolbrún að allir vilja njóta ávaxtanna en enginn vill bera kostnaðinn. Það vissu auðvitað allir að Lögurinn yrði aldrei samur eftir að aurnum yrði veitt í hann.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.3.2013 kl. 15:34
Axel, Lögurinn er reyndar bara partur af Lagarfljótinu, frá Völlum rétt uppfyrir Hallormsstað. Aldrei neitt sérlega smáfrítt en Ormurinn gaf honum sjarma.
Kolbrún Hilmars, 12.3.2013 kl. 15:42
Er ormurinn ekki bara öruggari þegar hann getur leynst í grugginu?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.3.2013 kl. 15:50
Ásthildur, það myndi ég nú halda
Kolbrún Hilmars, 12.3.2013 kl. 15:58
Svo mætti ég alveg vera jafn almennileg á mínu eigin bloggi og hjá öðrum að útskýra fyrir þá sem ekki þekkja til:
Jökulsá á Dal á uppruna í Eyjabakkajökli, rennur niður Fljótsdal og heitir að lokum Lagarfljót.
Jökulsá á Brú á uppruna í Brúarjökli (þaðan er nafnið dregið) og rennur niður Jökuldal.
Báðar jökulárnar renna svo út í Héraðsflóa, ásamt þriðja fljótinu/farartálmanum, Selfljóti, sem er afar vatnsmikil bergvatnsá.
Kolbrún Hilmars, 12.3.2013 kl. 16:29
Kolbún ég held þú sért að rugla saman Jökulsá á Dal og Jökulsá í Fljótsdal sem rann ein jökuláa í Lagarfljót fyrir Kárahnjúka. Jökulsá á Brú, Jökulsá á Dal og Jökla eru alltsaman nöfn yfir eina og sömu ána sem nú rennur einnig í Lagarfljót.
Magnús Sigurðsson, 12.3.2013 kl. 17:18
Magnús, sjálf rugla ég Jökulánum ekki saman en hef líklega ekki verið nógu skilmerkileg. Jökulsá á Dal er auðvitað það sama og Jökulsá í Fljótsdal (eins og ég reyndi að útskýra) en Jökulsá á Brú allt önnur jökulá og á allt önnur upptök.
Nú er báðum jökulánum (Dal og Brú) beint í einn farveg og Jökulsá á Brú er ekki svipur hjá sjón. Orðin aðeins safn-bergvatnsá, eins og Selfljótið sem ég nefndi í síðustu athugasemd. En uppruni Lagarfljótsins hefur breyst af mannavöldum; nú eru helstu uppsprettur þess bæði úr Eyjabakkajökli og Brúarjökli.
Við þurfum e.t.v. að skýra JáB uppá nýtt? Efna til samkeppni um besta nafnið?
Kolbrún Hilmars, 12.3.2013 kl. 18:20
Ég er reyndar orðin svolítið hugsi; jafnvel heimamenn virðast ekki gera greinarmun á Jökulsá á Dal og Jökulsá á Brú. Ætli það stafi af einhverri staðbundinni orðavenju?
Báðar árnar eru auðvitað á einhverjum "Dal", að því leyti að önnur rennur niður FljótsDAL og hin niður JökulDAL. En uppspretta þeirra er úr sitt hvorum jöklinum og töluverð vegalengd á milli. Allt frá uppsprettu til sjávar.
Ég lýsi eftir fleiri skýringum!
Kolbrún Hilmars, 12.3.2013 kl. 18:40
Svona til að vera með speki þá var Jökulsá á Brú og Jökulsá á Dal sama áin sem veitt hefur verið í Lagarfljót en Jökulsá í Fljótsdal hefur alltaf runnið í Fljótið.
Kolbrún, málvenjan á Héraði og Jökuldal er sú að þú ert á Jökuldal en í Fljótsdal, þess vegna var Jökulá á Dal á Jökuldal. Ef þett væri eins og þú segir þá væri um Jökulsá í Dal að ræða, en sú málvenja hefur aldri verið höfð um Jökulsá í Fljótsdal. Þetta kannski hljómar eins og hebreska en það er margt skrítið í kýrhausnum eins og t.d. það að norður og austur eru gagnstæðar áttir á Héraði.
Annars ætla ég að ráðleggja þér að gúggla þetta ef þú hefur ekki þeim mun betri aðgang af original hérum :)
Magnús Sigurðsson, 12.3.2013 kl. 18:42
Magnús, ég er nú uppalin á þessum slóðum og á og átti ættingja og/eða ættingjatengdafólk á öðrum hvorum bæ á Héraði - öllu. Mér var sem krakka kennt að þekkja muninn á "Jöklunum", en kannast ekki við þína skýringu. Frændfólk mitt á Jökuldal og í Hlíðinni vissu alla vega alltaf hvað þeirra "Jökla" hét; Á Brú.
Alveg óþarfi að gúggla um eitthvað sem maður veit fyrir - nóg er nú samt.
Kolbrún Hilmars, 12.3.2013 kl. 19:16
Þú ættir kannski að heyra í frændfólki þínu Kolbrún úr því að þú treystir þér ekki til að googla. En þetta er ekki illa meint, allt í góðu.
http://is.wikipedia.org/wiki/J%C3%B6kuls%C3%A1_%C3%A1_Dal
http://angling.is/is/veidivotn/16097/
Magnús Sigurðsson, 12.3.2013 kl. 20:11
Magnús, erum við að tala í kross hérna? Fyrir eða eftir Kárahnjúkavirkjun?
Hélt ég hefði gert skýran mun á og lýsti að meira að segja eftir nýju nafni á Jöklunni sem er ekki Jökla lengur. :)
Kolbrún Hilmars, 12.3.2013 kl. 20:23
Ég er ekki viss hvað þú ert að meina Kolbrún. En það er engin jökulsá á Dal eftir Kárahnjúka núna er þar bergvatsná. Fyrir Kárhnjúka rann jökulsá um Jökuldal sem var kölluð jöfnum höndum Jökulsá á Dal, Jökulsá á Brú eða jafnvel Jökla.
Það er hæpið að kalla það vatn sem rennur í gegnum göng úr Kárahjúkastíflu Jökulsá á Dal þó svo að það komi úr Brúarjökli. En Jökulsá á í Fljótsdal rennur nú sem áður í Fljótið með viðkomu í stöðvarhúsi Kárahnjúkavirkunar í Fljótsdal.
Varðandi það að Fljótið hafi ekki verið umtalað sem veiðivænt þá er það rétt. Ég hef samt engu að síður alið minn aldur að mestu á bökkum þess og á silungi úr því mín æskuár.
Magnús Sigurðsson, 12.3.2013 kl. 20:48
Jökulsá á Dal eða Jökulsá á Brú, einnig nefnd Jökla, er lengsta á á Austurlandi. Áin er dæmigerð jökulá og á upptök sín í Brúarjökli og fellur um Jökuldal. Miklar rennslissveiflur eru í ánni eins og títt er í jökulám og jafnframt er hún mjög gruggug vegna framburðar. Jökla hefur grafið mikil gljúfur í farvegi sínum, Hafrahvammagljúfur og Dimmugljúfur. Margar þverár falla til Jöklu. Þær helstu eru Kringilsá, Sauðá, Reykjará, Hrafnkela, Gilsá, Hnefilsdalsá, Laxá og Kaldá. Jökla og Lagarfljót falla í Héraðsflóa um sameiginlegan ós á Héraðssandi.
Jökulsá á Dal er virkjuð með Kárahnjúkavirkjun. Eftir að virkjunin tók til starfa fer megnið af jökulvatni árinnar um jarðgöng til Fljótsdals og skilar sér til sjávar um Lagarfljót. Neðan Kárahnjúkastíflu er Jökulsá því tær bergvatnsá mestan hluta árs en hún getur þó breyst í ólgandi jökulá þegar uppistöðulónið (Hálslón) er fullt og vatn fossar um yfirföll stíflunnar.
Magnús Sigurðsson, 12.3.2013 kl. 21:08
Sæl Kolbrún! Ég man svo vel þegar deilt var hart um Eyjabakka,þar sem heiðagæsin fellir fjaðrir sínar. :Þá fór ég ásamt vinum sem ráku gistiheimili á Eyvindará,til að sjá það svæði,sem færi í kaf ef virkjað væri annarsstaðar í ánni heldur en nú. Þá lá fyrir undirskriftalisti og fólk merkti af eða á um virkjunina. Þau vildu sjá svæðið með eign augum.--- Hvað Ísland er stórt,allt þetta svæði þarna,vilt náttúra,-maður minn!!
Helga Kristjánsdóttir, 13.3.2013 kl. 11:31
Já, Helga, þetta er býsna stórt svæði þarna uppfrá. Langafi minn var fæddur og uppalinn á einni af jörðunum á Jökuldalsheiði sem fóru í eyði við Öskjugosið 1875.
Minnstu munaði að hann flytti vestur um haf ásamt bræðrum sínum og sveitungum. Og hvar væri ég þá í tilverunni...
Kolbrún Hilmars, 13.3.2013 kl. 15:08
Kolbrún, hvernig ætli standi á því að enginn virðist hafa veitt því athygli ef fljótið hefur verið að verða meira og meira gruggugt eftir að virkjunin tók til starfa? Hundruð manna hafa það fyrir augunum á hverjum degi. Þetta ættu því varla að vera nýjar fréttir.
Í raun hefði ég átt von á litarbreytingu skyndilega strax eftir að virkjunin var gangsett, þannig að auðvelt hefði átt að vera að veita því eftirtekt.
Ágúst H Bjarnason, 13.3.2013 kl. 15:48
Ágúst, ég veit ekki hvort það er aukið grugg eða mögulega landbrot (vegna aukins flæðis) sem veldur þessari umræðu. Þarf að spyrjast fyrir um það hjá heimamönnum, ég hef aldrei heyrt neitt hvíslað um slæmt ástand þar til nú.
En ég hjó eftir því í fréttum að "Lagarfljótseigendur" væru óhressir. Að sama skapi hef ég heyrt að "Jökulsár-á-Brú-eigendur" séu kátir. Það væri kannski best að báðir séu jafn óhressir.
Kolbrún Hilmars, 13.3.2013 kl. 16:05
Það er þó bót í máli að nú fá einhverjir kannski bætur.
Ágúst H Bjarnason, 13.3.2013 kl. 16:11
Þið eruð ágæt :)
- Ætli það henti ekki pólitíkinni að finna gruggið núna, það kæmi ekki á óvart.
Hlýindi undanfarinna ára hafa eflaust líka haft sitt að segja án þess að maður sé nokkur sérfræðingur...
- En ég er fegin að langafi þinn ákvað að vera áfram á Íslandi, ég og fleiri höfum gagn og gaman af skrifum þínum hér.
Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 13.3.2013 kl. 16:56
Þetta var fallega sagt, Sigrún, kærar þakkir. Mér var sagt að hann langafi minn hafi að meira segja verið búinn að kaupa farmiðann þegar heimasætan í Húsey kyrrsetti hann En bræðrum hans vegnaði vel vestra.
Kolbrún Hilmars, 13.3.2013 kl. 17:15
Mér hefur tekist að afla mér nokkurra upplýsinga um ástand Lagarfljótsins.
Íbúi á bökkum þess segir fljótið grárra og vatnsmeira en áður var. Hins vegar sé rennslið jafnara yfir árið og að túnin á Egilsstaðabýlinu hafi ekki flotið upp eftir virkjun og að Egilsstaðaflugvöllur hafi ekki heldur farið á kaf frá þeim tíma.
Á eftir að fá fleiri upplýsingar frá fleiri heimamönnum og mun bæta þeim við eftir atvikum.
Kolbrún Hilmars, 13.3.2013 kl. 22:21
Sæl Kolbrún. Það er fróðlegt að sjá hjá þér hin jákvæðu áhrif vegna jafnara rennslis.
Landsvirkjun birti í gær frétt um málið: Vöktun lífríkis við Lagarfljót.
Þar er m.a. fjallað um lífríki Lagarfljóts, lífríki Jökulsár á Dal, vatnborð Lagarfljóts, landbrot og rof.
http://www.landsvirkjun.is/Fyrirtaekid/Fjolmidlatorg/Frettir/Frett/landsvirkjunvaktarlifrikividlagarfljot
Ágúst H Bjarnason, 14.3.2013 kl. 11:25
Daginn! Það rímar svo vel að segja að nú er ég að bera í bakkafullan lækinn,en er svo hjartanlega sammála Sigrúnu. Blessuð sé minning langafa þíns.
Helga Kristjánsdóttir, 14.3.2013 kl. 12:23
Takk Helga mín - já það er viðeigandi að vísa í bakkafullan lækinn hér
Þakka þér fyrir tilvísunina, Ágúst. Það kemur fram hjá Landsvirkjun að landbrotið sé helst á Úthéraði. Skiljanlega því þar er farvegur Lagarfljóts miklu þrengri en uppfrá. Og við árósana er bara sandur sem auðveldlega gefur eftir (menn ættu að þekkja það frá Bakkahöfn).
En mér hefur ekki tekist að frétta neitt frá heimamönnum á þeim slóðum.
Kolbrún Hilmars, 14.3.2013 kl. 13:20
Að lokum; væri ekki hægt að jafna meint laxveiðitap Lagarfljótseiganda til Jökulsáreigenda með gagnkvæmum veiðileyfum frekar en bótagreiðslum til hinna fyrrnefndu úr ríkissjóði?
Kolbrún Hilmars, 15.3.2013 kl. 18:19
Það verður ekkert svona fram og til baka, því verður bara veitt í gamla farveginn aftur og gildir það líka með öll lög sem setta hafa verið í vitlausan farveg.
Eyjólfur Jónsson, 16.3.2013 kl. 16:12
Alveg rétt, Eyjólfur, auðvitað má breyta í fyrra horf, það er ekki eins og framkvæmdin sé óendurkræf.
En ég er enn þeirrar skoðunar að rennslisstýringin á milli ánna sé spennandi tilraun.
Virkjunina sjálfa legg ég engan dóm á; ef heimamenn vilja rafmagn þá er í góðu lagi að þeir skaffi það sjálfir.
Kolbrún Hilmars, 16.3.2013 kl. 17:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.