Fetað í fótspor læmingja

Læmingjar eru reyndar ekki stjórnmálaflokkur heldur dýrategund sem fækkar sér reglulega með fjöldasjálfsmorði og hleypur fyrir björg í sjó fram.   Af einhverjum enn óþekktum náttúrulegum orsökum.  

En VG um það ef þeim líður betur í fámenninu á eftir.  

Þó þykir mér þetta illa gert gagnvart nýkjörnum formanni og varaformanni - sem eflaust hafa engan hug á því að hlaupa fyrir björg eða í annarra flokka björg.

 

 


mbl.is VG vill ljúka ESB-viðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þetta sýnir hve veikur formaðurinn er í raun og veru, en ef til vill verður það frekar styrkur en hitt, þar sem einræði formannsins virðist hafa farið fyrir bí með Steingrími.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.2.2013 kl. 17:08

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ég skrifaði nú fyrir stuttu eitthvað þess efnis að f.v. formaður VG væri flokkurinn og hef sennilega haft rétt fyrir mér.  Að minnsta kosti er vilji hins nýja formanns sniðgenginn. 

Það sýnist mér nú frekar veikleiki en styrkur - enda má telja víst að saga flokksins sé hér með öll.

Kolbrún Hilmars, 24.2.2013 kl. 19:13

3 identicon

Góð blogg hjá þér Kolbrún, það er varla fyrir venjulegt fólk að ná upp í það hvað VG liðið er að pæla, allavega er læmingja samlíkingin hjá þér mjög góð, ég er hræddur um að athvæðahlutfall þeirra í næstu kosningum verði hægt að telja á fingrum annarar handar, jafnvel þó einn fingur vanti. 

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 24.2.2013 kl. 19:54

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það sem ég meinti var að með veikum formanni er ekki hægt að tala um einræðisvald.  En ég er sammála þér Kolbrún þetta er sennilega lokahöggið á flokkinn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.2.2013 kl. 20:17

5 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Snilld

Ágúst H Bjarnason, 24.2.2013 kl. 20:21

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þakka ykkur öllum fyrir stuðninginn  

Kolbrún Hilmars, 25.2.2013 kl. 14:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband