21.2.2013 | 18:35
Mest mælda sandrok jarðar?
Þessi fullyrðing segir ekki neitt annað en að fátítt er að mæla "efnisflutninga sandefna með vindi".
Er trúlega of viðamikið verkefni, bæði á heimsvísu og tæknilega. Þær eru margar og sumar stórar sandeyðimerkurnar í heiminum, svo sem Sahara sem hefur löngum plagað löndin norðan við Miðjarðarhafið og eyjarnar vestur af í Atlantshafinu með "ómældu" sandroki.
Ég myndi sætta mig við að mælingarnar sem vísað er til yrðu réttnefndar; mesta mælda sandrok á Íslandi árið 2010.
Mesta mælda sandrok jarðar? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
...
Surtur fer sunnan
með sviga lævi,
skín af sverði
sól valtíva.
Grjótbjörg gnata
en gífur rata,
troða halir helveg,
en himinn klofnar.
Vituð ér enn, eða hvað?
(Eddukvæði)
Men do not differ much about what things they will call evils;
they differ enourmously about what evils they will call excusable.
(Chesterton)
"What is life but a series of sharp corners, round each of which Fate lies in wait for us..."
(Wodehouse)
How can you have solutions if no one is allowed to talk about the problems?
(Edge of Eternity)
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Heimssýn
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Auðun Gíslason
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Aztec
- Ágúst H Bjarnason
- Árný Sigríður Daníelsdóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Baldur Hermannsson
- Berglind Nanna Ólínudóttir
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Birgir R.
- Bjarni Harðarson
- Björn Emilsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Einar Björn Bjarnason
- Emil Örn Kristjánsson
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Eskil
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Guðni Karl Harðarson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gunnar Heiðarsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Halla Rut
- Halldór Jónsson
- Hannes
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hildur Sif Thorarensen
- Hrannar Baldursson
- Riddarinn
- Hulda Haraldsdóttir
- Högni Snær Hauksson
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Ísleifur Gíslason
- Jóhann Elíasson
- Jón Valur Jensson
- Jón Óskarsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Svavarsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Ólafur Th Skúlason
- Ómar Bjarki Smárason
- Óskar Helgi Helgason
- Páll Vilhjálmsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Ragnar L Benediktsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnhildur Kolka
- Rannveig H
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Skattborgari
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Stefanía
- Steingrímur Helgason
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Valan
- Þór Jóhannesson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Vefritid
- Vinstrivaktin gegn ESB
- Samstaða þjóðar
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Íslenska þjóðfylkingin
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl Kolbrún.
Í greininni stendur "Líklega er hér um að ræða einn mesta efnisflutning sandefna með vindi sem hefur mælst á jörðinni".
Er ekki skýringin sú að menn hafa lítið sem ekkert ekkert verið að mæla "efnisflutning sandefna"?
Ég get ekki annað en verið sammála þér varðandi stóru þurru eyðimerkurnar þar sem sífelldir sandflutningar eiga sér stað.
Kannski er átt við sandflutning á skömmum tíma í sama rokinu? Það kemur ekki fram í Mbl. fréttinni en aftur á móti í greininni sem vísað er til http://www.nature.com/srep/2013/130213/srep01257/pdf/srep01257.pdf
Moggafréttin er sem sagt villandi eða a.m.k. mjög ónákvæm.
Ágúst H Bjarnason, 21.2.2013 kl. 20:27
Rétt hjá þér, Ágúst. Mér tókst að vera jafn villandi og ónákvæm í pistlinum og fréttin sjálf er - aldrei skyldi seinn maður flýta sér...
M.a. var ég að hugsa hvort enginn munur væri gerður á "efnisflutningum" sandefna og gosefna. Best væri eflaust að sandur eyðimarkanna hreyfðist sem minnst en á móti gott að losna við öskufargið.
En ég skil ekki hvernig hægt er að mæla svona "efnisflutninga" með nákvæmni, hvort sem er. Áreiðanlega er hægt að mæla vatnsmagnið sem hleypt er úr uppistöðulóni með því að hafa þar teljara - en varla það sem vindurinn feykir á land?
Kolbrún Hilmars, 22.2.2013 kl. 15:49
Sæl aftur.
Mér fannst pistill þinn hreint ekki villandi og ónákvæmur, þvert á móti þá fékk hann mig til að lesa fréttina oftar en einu sinni, því mér fannst fréttin mjög óskýr.
Ekki veit ég hvernig menn mæla svona efnisflutninga í moldroki, en hugsanlega er hægt að áætla magnið með því að skoða loftmyndir frá gervihnöttum. Það er þó frekar áætlun en mæling. Ekkert líkt hefðbundinni mælingu á t.d. vatnsrennsli eins og þú segir réttilega.
Ég hef stundum orðið vitni að sand- og moldroki frá Haukadalsheiði í uppsveitum Árnessýslu. Það getur verið mikið í stífri norðanátt, en er þó aðeins svipur hjá sjón miðað við það sem var fyrir nokkrum áratugum. Lúpínan sem sáð hefur verið í örfoka landið hefur séð til þess.
Ágúst H Bjarnason, 23.2.2013 kl. 00:14
Já, merkilegt hvað mörgum er illa við lúpínuna. Reyndar sauðkindina líka, en áhrif eldgosa og öskufalls varla talin með.
Mig minnir að það hafi verið sumarið 1969 sem ég fór fyrst í Landmannalaugar. Í félagsskap fólks sem var hagvant í Landssveitinni, sem á upprekstrarrétt þar uppfrá. Mér kom á óvart græna slikjan sem var yfir öllum söndunum, bæði efst í Þjórsárdal og svo norður eftir öllu. Ferðafélagarnir útskýrðu að þarna væri í gangi uppræktun á fyrrum "eyðimörk".
Næst fór ég á þessar slóðir, upp að Búrfelli, kvöldið eftir að Hekla byrjaði að gjósa 1970. Þá var svo hvasst í gífurlegu gjóskufalli að varla var stætt útivið, hvað þá "andandi".
Líklega var það sumarið þar á eftir þegar leið mín lá næst í Landmannalaugar, með sömu ferðafélögum. Þá var grængresið horfið og allir sandar orðnir öskugráir aftur. Langt niður Þjórsárdal.
Kolbrún Hilmars, 23.2.2013 kl. 11:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.