Hverjir eru þessi "við" ?

Sem virðast ekki hafa fylgst með fréttum af vandræðum ESB apparatsins undanfarna mánuði og þurfa nú - allt í einu - að setjast niður og "ráða ráðum okkar" og "við þurfum að endurmeta stöðuna"?  

Ekkert í þessu orðalagi bendir til þess að SJS sé orðinn afhuga ESB aðild.   Sennilega sér hann bara ný tækifæri felast í því að bæta Íslandi á ESB bálið.

Rökstuðning þess efnis fáum við eflaust að heyra strax eftir helgina.   Það á jú allt að gerast "eftir helgi" eins og vant er.

 

 

 


mbl.is Gætum þurft að endurmeta stöðuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heil og sæl Kolbrún; æfinlega !

Og; þakka þér fyrir, hressilegt skotið, á Andskotans illþýðið.

Ég velti fyrir mér stundum; fornvinkona góð - hvort Íslendingar séu að bíða eftir því, að þeir Haqqaní feðgar, Siraj Ud- Din, og Jalal Ud- Din  (austur í Pakistan og Afghanistan), komi hingað vestureftir, til Íslands, og taki að sér, að slökkva á stjórnmála ruslinu hérlenda, áður en það valdi meiri skaða - en orðinn er ?

Að minnsta kosti; örlar ekki á tilþrifum Íslendinga sjálfra, þrátt fyrir ára langar brýningar mínar, og annarra.

Nema; þurfi pylsur og kók - og hoppukastala fyrir börnin, til þess að draga þessa vesældarlegu samlanda okkar, til aðgerða, fornvinkona góð ? 

Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.6.2012 kl. 16:57

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þakka þér fyrir, Óskar minn. Flest erum við meira fyrir að beita pennanum en sverðinu. Svo má endalaust deila um hvort er vænlegra til árangurs. :)

Kolbrún Hilmars, 17.6.2012 kl. 17:03

3 identicon

Heil; á ný, Kolbrún mín !

Skil; þitt sjónarmið fyllilega - en,........ svona blasa málin við mér, alla vega.

Biðlund mín; er löngu þorrin.

Ekki síðri kveðjur; - hinum fyrri /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.6.2012 kl. 17:50

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nákvæmlega þetta er eitthvað enn á ný plottið hjá þessum rotna manni.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.6.2012 kl. 11:40

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ég er búin að hlusta á orðavaðal ráðherrans margfalda í áratugi og búin að horfa uppá efndirnar síðustu 3 árin.

Í dag myndi ég ekki treysta honum til þess að fara út með ruslið!

Kolbrún Hilmars, 18.6.2012 kl. 17:10

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahaha segi það sama.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.6.2012 kl. 17:46

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þessi var góður Kolbrún,aldraðir forelrar vinkonu minnar,kysstust ,bless, þegar karlinn fór út með ruslið,, gagnkvæmt traust!!!

Helga Kristjánsdóttir, 20.6.2012 kl. 01:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband