Skandall!

Tekjuhæstu launþegar landsins tapa launum.

Skatturinn tapar framlagi þeirra.

Landið í heild tapar útflutningstekjum.

Hreint ekki sniðugt.

Auðvitað eiga útgerðarmenn að leggja upp laupana, selja skipin sín úr landi og jafna með því skuldabaggann sinn og fara síðan á bísann.

Svo getum við stofnað Útgerðarfélag ríkisins.

Frá grunni. Hvað kosta annars öll þessi skip?


mbl.is „Hafa tapað rökræðunni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Til áréttingar; ég minntist ekki einu orði á þjóðareignina "fiskurinn í sjónum".

Kolbrún Hilmars, 2.6.2012 kl. 17:14

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góð !

Já, nú reynir á !

En Steingrímur fer á taugum.

Hann virðist þó halda, að blabla-tæknin dugi endalaust!

Jón Valur Jensson, 2.6.2012 kl. 17:29

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Um hvað eruð þið eiginlega að tala, er það eitthvað sem þið hafið þekkingu á?

Bullið og blekkingar LÍÚ og Hafró ganga svo fram af öllum þeim sem vita um hvað málið snýst og eru þó ekki handbendi eða náhirð Sjálfstæðsflokks, Morgunblaðs eða LÍÚ.

Það væri ráð fyrir fólk sem svona talar að kynna sér niðurstöðu nefndar sem Háskólinn á Akureyri fékk til að skoða hversu mikið af skuldum útgerðar stafa af fjárfestingu í aflaheimildum eða fiskiskipum. Höfðuð þið hátt þegar Guggan var seld frá Ísafirði eða bara almennt þegar aflaheimildum sjávarplássanna var svipt á brott og mannlífið sett á uppboðsmarkað kvótaeigenda?

En það er gott fyrir LÍÚ Klanið að vita hvar haukar eru í horni.

Standið ykkur nú og látið ekki deigan síga!

Árni Gunnarsson, 2.6.2012 kl. 17:44

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Takk Jón Valur :)

Árni, það vill nú svo til að ég er dóttir útgerðarmanns (að vísu fyrir tíma kvótakerfisins) og veit mæta vel að afraksturinn fór að mestu í kostnað við skipin og laun áhafnar en ekki til einkanota. Það var móðir mín sem skaffaði mjólkina og brauðið fyrir minn stóra systkinahóp...

Kolbrún Hilmars, 2.6.2012 kl. 17:51

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Árni, svona til viðbótar:  Á barns- og unglingsárum mínum þótti ekki í frásögur færandi þótt áhafnarmeðlimir á skipum föður míns bönkuðu upp um miðjar nætur á bernskuheimilinu. sérstaklega um helgar, og bæðu um fyrirframgreiðslu - í misjöfnu ástandi auðvitað.

Svona með tilliti til þess áreitis og hlífð við heimilin, er eflaust best að Steingrímur  fái að stofna ríkisapparat um veiðarnar. 

Kolbrún Hilmars, 2.6.2012 kl. 18:20

6 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Kom fram hjá formanni sjómannafélagins að þetta skipti hvorki útgerð né sjómenn máli. Kvótastaðan væri þannig að allir næðu sínu þó stoppað væri í viku.

Fyrst og fremst árróður.

Jón Ingi Cæsarsson, 2.6.2012 kl. 18:29

7 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Skipir ekki máli þó ein vika sé færð til í kvótastoppi.. þær geta alveg orðið nokkrar eins og vanalega.

Jón Ingi Cæsarsson, 2.6.2012 kl. 18:32

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Kolbrún. Bara svo þú virir það líka að þá er ég ekki sonur útgerðarmanns en ég hef stundað sjó um áraraðir. Og mér er vel kunnugt að margar útgerðir voru illa reknar og á þeim var tap. En mér er vel kunnugt um lygina sem borin er fram endalaust um að meðferð á afla hafi barnað við kvótakerfið. Haugalygi! Meðferðin batnaði þegar fiskmarkaðirnir tóku við af okkur matsmönnunum. 

Og það eru til margar sögur af rekstri útgerða fyrir kvótakerfi þar sem óvandaðir strákatittir stálu öllu út úr rekstrinum og settu vel rekin fyrirtæki feðranna á hausinn.

Og hver skyldi ástæðan vera fyrir því að ekki má auka aflaheimildir,,,kannski stofnvernd? Nei, ónei, ástæðan er sú að þá myndi verð á aflaheimildum lækka!!!

Þetta er kallað samfélagslegur glæpur á mannamáli Kolbrún. Á þessum óþverravinnubrögðum tapar íslensk þjóð milljörðum árlega.

Árni Gunnarsson, 2.6.2012 kl. 18:34

9 Smámynd: Árni Gunnarsson

afs. innsláttarvillur.

Árni Gunnarsson, 2.6.2012 kl. 18:35

10 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Auðvitað skiptir þetta engu máli. Mjög algengt. Leyfa mönnum að jafna sig eftir sjómannadagsfylleríið.

Fólk á ekki að láta LÍÚ spila svona með sig eins og á víólu.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.6.2012 kl. 18:53

11 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Árni, ekki ætla ég að deila við þig um það sem gengur og gerist í dag. Í kvótakerfinu - sem ég þekki ekki, og munaði þó aðeins hársbreidd/dauðsfalli að ég yrði ásamt systkinum mínum "kvótaerfingi" sem ekkert okkar syrgir að hafa misst.

En mér skilst á öllu að SJS vilji taka upp gamla kerfið, sem ég var einmitt að gagnrýna.

Jón Ingi, eins og ég sagði hér að ofan þekki ég ekki kvótakerfið og veit ekki hvernig það vinnur fyrir hvern og einn. En miðað við fréttir má örugglega bæta kerfið, en þó tel ég að það yrði engin bót að kasta út atvinnutækjunum.

Kolbrún Hilmars, 2.6.2012 kl. 18:57

12 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það yrði engum atvinnutækjum kastað.

Árni Gunnarsson, 2.6.2012 kl. 19:06

13 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ómar Bjarki - sannur austfirðingur :)

Kolbrún Hilmars, 2.6.2012 kl. 19:07

14 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hvað áttu við, Árni? Varla stendur til að gera þau upptæk?

Kolbrún Hilmars, 2.6.2012 kl. 19:09

15 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Sniðugt hvað Steingrímur segir oft, satt best að segja.  Þetta að verða hans einkennis setning.  Svo er mjög vinsælt hjá mesta klaufa Íslenskrar stjórnmála sögu að allt sem aðrir en hann segja sé dapurlegt. 

Þó er sniðugast þegar hann kennir öðrum um hanns eigin asnaskap og segir að við eigum að leysa úr okkar ágreiningi með öðrum hætti en þessum? 

Eðlilega er Steingrímur stikkfrí þar sem hann smíðaði ágreininginn með glæsibrag þar sem Jón Bjarnason gafst upp á að hlíða honum.   Þar með hljóta hinir skussarnir að hlíða og leysa vandann, honum til dýrðar.

.

Hrólfur Þ Hraundal, 2.6.2012 kl. 19:50

16 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hrólfur, mér sýnist að það séu of margir, misgáfaðir, með puttana í stefnumörkun fyrir fyrirkomulag fiskveiða hér.  Auðvitað á enginn hagsmunaaðili að vera stikkfrí frá umræðunni; ekki heldur fulltrúar almennings, og þá á ég við þingmenn.

Það er heimskulegt að hefja umræðu um skynsamlega hagræðingu helsta lifibrauðs þjóðarinnar  á þeim nótum sem  fjölnotaráðherrann SJS gerir. 

Umræðan á heldur ekki að HEFJAST á Alþingi; umræðan á að hefjast úti í þjóðfélaginu og ENDA á Alþingi.

Kolbrún Hilmars, 2.6.2012 kl. 20:15

17 identicon

Fyrier og eftir kvótakerfi er tvennt ólíkt og Kolbrún lýsir því vel sem áður var.En eg er nokkuð viss um að kvótafrúrnar nú til dags þurfa ekki að skaffa salt í grautinn frekar en þeim sýnist.

Þeir fjármunir eru gríðarlegir sem teknir hafa verið út úr fiskveiðikerfinu og settir í fótboltafélög og mokað peningum úr landi á ýmsan hátt.

Veglegur minnisvarði um þetta gnæfir yfir Kringlumýrarbrautina glerfjallið sem meðal annars hýsir Kauphöll Íslands.

Sá sem það slot byggði tók þrjú þúsund og tvöhundruð miljónir samkvæmt opinberum tölum út úr því sjávarútvegsfyrirtæki sem hann sagði sig úr og það voru gríðarlega miklir peningar á þeirra tíma mælikvarða.

Eg held að eg muni það rétt að strákurinn ahfi keypt útlent fótboltafélag fyrir afganginn....

Og svo eru menn að hlusta á útburðarvælið í þessu liði eins og það sé að deyja

Sólrún (IP-tala skráð) 2.6.2012 kl. 21:32

18 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Takk Sólrún, ég sé að þú þekkir til.

Vandinn okkar er hins vegar sá að eftir að kvótinn var gefinn 1984-5 þá voru of margir sem seinna seldu sig út úr greininni og hirtu gróðann. Að ég best man gerðist það einmitt þegar vinstri stjórn upp úr 1990 heimilaði kvótaframsal. Jóhanna og Steingrímur núverandi voru þá einmitt ráðherrar!

Er SJS ekki bara kominn í heilan hring og farinn að hitta aftur fyrir fyrri afglöp?

Kolbrún Hilmars, 2.6.2012 kl. 22:04

19 identicon

Kolbrún það er akkurat malið hvernig fjandinn varð laus þegar að kvótaframsalið fór af stað.Það er víst vel við hæfi að sægreifar syngi Móðir mín í kví kví..við Jóhönnu og Steingrím því þau munu eiga krógann svona í og meðs

Sólrún (IP-tala skráð) 2.6.2012 kl. 22:15

20 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hvað sem þið segið hér, eru ofsköttunaráform Steingríms og Jóhönnu út úr kú.

Sólrún, þegar einn Samherjafrændinn seldi hut sinn, keyptu hann þá ekki aðrir? Ef eitthvað hliðstætt gerist í öðrum hlutafélögum í landi, bitnar það þá á einhvern hátt á þeim hlutafélögum, ef kaupendur fást? Væri ekki öllu verra, að stór hluthafi flyttist í annað sveitarfélag og borgaði þangað útsvar, heldur en hitt, að nýr kaupandi, búsettur t.d. í þessu tilviki á Akureyri, fari að borga útsvar og fasteignaskatt til þess sveitarfélags?

Hrólfur, mér sýnist þú all-glöggur hér.

Minn kæri Árni, ef ýmsir erfingjar útgerðarmanna spiluðu hátt, eyddu miklu úr fyrirtækjunum og fóru með þau á hausinn, var þá ekki sjálfgefið, að gróði þeirra og tekjur voru líklega minni en þær hefðu getað orðið á 30-40 árum með góðum rekstri?

Ég held að atvikalýsing Kolbrúnar hafi átt við um margar smáar og meðalstórar útgerðir.

Þjóðviljinn gamli níddi útgerðarmenn áratugum saman. Við förum nú ekki að endurtaka það. En kvótakerfið þarf að afleggja, þótt hitt sé fráleit hugsun, að allir eigi að fá umtalsverðan hlut í gróðanum.

Svo þarf að veiða miklu meiri fisk. Það er afleitt, ef það er rétt, sem Árni segir og ég hef heyrt víðar, að ástæðan fyrir því, að LÍÚ (sem á, en ætti ekki að eiga áhrifamikla fulltrúa í stjórn Hafró) vilji ekki auka aflaheimildir, sé "sú, að þá myndi verð á aflaheimildum lækka!!!" Menn voga sér jafnvel að tala um, að þá myndi fiskverð á alþjóðamörkuðum lækka!

Svo eiga Steingrímur og Jóhanna að hætta að pína fólk hér með 100 nýjum eða hækkuðum sköttum. Og hvernig voga þau sér að ætla að breyta þessu öllu næstu 20-40 árin og hafa innan við ár af því umboði sínu, sem nú er orðið svo þunnt vegna fylgismissis, að heildarfylgi þeirra er komið úr 51,5% við kosningarnar 2009 niður í 22,2% ! Eiga þau þá að skipa málum hér til 2032 eða jafnvel 2052?

Jón Valur Jensson, 3.6.2012 kl. 02:55

21 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já Kolbrún það skyldi þó aldrei vera að það sé hugmyndin á bak við þetta allt saman hjá Jóhönnu og Steingrími eins og þú segir að stofna Útgerðarfélag ríkissins og svo sér ESB um úthlutun kvótans...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 3.6.2012 kl. 06:35

22 identicon

Jón Valur sammála um að það þarf að veiða fiskinn sem stekkur upp um allan sjó.Og mætti bæta við að það getur varla talist eðlilegt að LÍÚ skuli kosta bæði Hafró og Fiskistofu með háum fjárframlögum.Eg er ekki viss en held að Samherji hafi á sínum tíma einfaldlega keypt Vilhelm út og greitt honum beint frá fyrirtækinu.

En auðvitað eru þetta allt bara tölur á blaði eins og við vitum

Sólrún (IP-tala skráð) 3.6.2012 kl. 07:28

23 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þakka ykkur innleggin. Það er svo margt sem orkar tvimælis í þessum veiðimálum öllum. Nefni hér þó aðeins fátt eitt af því sem ég hef hlerað.

Það síðsta fyrst; mér skilst að LÍÚ leggi til fjármagn til rannsókna á vegum Hafró og hluti af óánægju hins fyrrnefnda stafi af því að Hafró fari sínu fram án þess að taka tillit til rannsóknarniðurstaðna. Þetta útaf fyrir sig þarf að rannsaka.

Svo er það skattlagningin; það myndi engin starfsgrein sætta sig við aukaálögur miðað við það sem stjórnvöld hyggja á þessum "auðlindaforsendum". Því má ekki gleyma að aðeins örfáir eru enn að veiðum með upphaflega gjafakvótann - 5-10% hef ég heyrt. Hinir hafa keypt kvótann dýrum dómum gegnum framsalsheimildina. Ef einhver ætlar að ná í skottið á aðalgróðamönnunum þá er viðkomandi tuttugu árum of seint í því.

Kolbrún Hilmars, 3.6.2012 kl. 16:58

24 Smámynd: Árni Gunnarsson

Af aðstæðum sem ég hef ekki stjórn á mun ég ekki koma inn í þessa umræðu í dag og sennilega ekki á morgun. En ég vil benda þeim sem kæra sig um að vita annað en viðhorf LÍÚ og Morgunblaðs að lesa bloggfærslu Ásthildar Cesil Þórðardóttur frá í dag. Þeim sem þora að lesa leiðréttar ályktanir Þorsteins Pálssonar um skuldir sjávarútvegs bendi ég á að lesa bloggfærslu Kristins H. Gunnarssonar á: kristinn.is

Það virðist nefnilega skipta máli hvaðan úttektir og skýrslur fræðimanna koma.

Árni Gunnarsson, 3.6.2012 kl. 22:00

25 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka ykkur svörin, Kolbrún, Sólrún, Særún, Hafrún ... eða þannig!

En Kolbrún, ég held að þetta sé vísvitandi skrök sumra í LÍÚ, sem vilja láta okkur trúa því, að "aðeins örfáir" séu "enn að veiðum með upphaflega gjafakvótann - 5-10%." Þeir telja nefnilega ekki með þau útgerðarfyrirtæki (t.d. Meitilinn og H.Ben.), sem hafa verið sameinuð öðrum (t.d. Granda). Sé þetta rétt hjá mér (og hef þetta eftir öðrum), er það ljótur blekkingarleikur LÍÚ-talsmanna.

Jón Valur Jensson, 4.6.2012 kl. 04:33

26 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Fínt Árni, allar upplýsingar eru vel þegnar.

Jón Valur, það getur verið erfitt að rekja upprunalega gjafakvótann ef hann hefur runnið inní sameiningar útgerða, og þannig framseldur óbeint.

Kolbrún Hilmars, 4.6.2012 kl. 15:46

27 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ég sé að málflutningur minn er nokkuð götóttur og geti misskilist.

Skoðun mín er sú, að um sjávarútveg eiga að gilda sömu rekstrarskilyrði, skattalega, eins og um allan annan atvinnurekstur.

Sérstaða sjávarútvegsins er hins vegar veiðigjaldið sem af honum er krafist umfram önnur rekstrarform. Sem mörg hver nýta einnig auðlindir landsins, en bara á þurru landi.

Um það stendur ágreiningurinn - og um hann verður að semja!

Kolbrún Hilmars, 4.6.2012 kl. 17:53

28 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir að benda á bloggið mitt Árni.  En það er rétt sem þú bendir á að ástandið batnaði mikið við að setja fiskinn á markað, auk þess eðlileg framþróun og betri tæki.  Kvótakerfi var komið á til að vernda fiskinn í sjónum og styrkja sjávarbyggðir.  Það má svo sjá hvort þetta hefur virkað.  Landsbyggðin í endalausri baráttu við að viðhalda sér, en hnignar samt eftir að óprúttnir útgerðarmenn annað hvort fórum með eða seldu aflann sem fólkið land- og sjómenn höfðu aflað í sveita síns andlitis.  Og síðan frjálsa framsalið þegar bankarnir þurftu að fá tryggingar fyrir peningunum sínum og þá fundu stjórnvöld og elítan upp á þessu ráði. 

En síðan hefur aflinn minnkað en ekki aukist.  Og samt þó allt sé hagstætt og firðir og flóar fullir af fiski þá má ekki veiða hann.  Ekki fólkið sem lifir og hrærist í næsta nágrenni, því það eru aðrir sem hafa leyfið til að veiða hann.  Þó stendur í stjórnarskránni að fiskurinn sé sameign þjóðarinnar.  Þetta fær ekki staðist.  Ótrúleg frekja og yfirgangur stórútgerðamanna á Íslandi í dag og endalaus eftirgjöf stjórnvalda er óþolandi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.6.2012 kl. 09:32

29 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ásthildur, já hún er fín greinin úr Gullkistunni sem þú birtir á blogginu þínu. (Var nú að vísu búin að lesa hana áður en Árni vísaði á hana) :)

Það sem ég hef aldrei skilið er af hverju sjávarplássin héldu ekki upphaflega kvótanum? Var það fyrir handvömm sveitarstjórnarmanna? Eða linkind?

Kolbrún Hilmars, 5.6.2012 kl. 12:41

30 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hvor tveggja held ég.  Flestar bæjarstjórnir voru með Sjálfstæðismenn í meirihluta og fylgdu því vilja ríkisstjórnarinnar, sem auðvitað hélt uppi baráttu fyrir stórútgerðarmenn sem borguðu vel í kosningasjóði bæði ríkis og bæja.  Spurningin er bara hvort þessir menn hafi áttað sig á því hvaða afglöp þeir voru að gera gangvart bæjarbúum, sem þarna missu bæði vinnu og sátu uppi með verðlausar eignir og komust ekki einu sinni burt nema missa allt sem þeir höfðu byggt upp.  Þetta er eitt stærsta rán Íslandssögunnar á saklausum borgurum.  Segi og skrifa. Og nú vilja þessir ræningjar fá meira. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.6.2012 kl. 12:49

31 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ég hef heldur aldrei áttað mig á hvernig pólitíkin hangir saman í sveitarstjórnum landsins - of mörg bræðingsframboð. :)

Þar sem ég er "landsbyggðartútta" í eðli mínu, þætti mér nær að skila þessum kvóta til sveitarfélaga en að ríkið leggi blessun sína yfir samrunann og skattleggi sérstaklega. Blómleg útgerð, þótt smá sé, skilar meiru í ríkiskassann á endanum en eitthvað auðlindagjald sem gerir þá smærri gjaldþrota.

Kolbrún Hilmars, 5.6.2012 kl. 12:58

32 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála því, það er einmitt það sem Hreyfingin leggur áherslu á hef grun um að þau hafi notið reynslu Frjálslyndaflokksins í samningu síns frumvarps, en það er allrar athygli vert, þar sem þeir fara fram á að kvótinn sem veiðist í þorpum og bæjum verði þar og úthlutað þaðan og peningarnir skili sér að stórum hluta í bæjar- og sveitasjóði þar sem fiskurinn veiðist. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.6.2012 kl. 13:20

33 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Einmitt. Skynsamir menn dreifa eggjunum sínum á margar smáar körfur í stað einnar stórrar.

En þannig yrði auðvitað óhægara um vik að afhenda ESB öll eggin...

Kolbrún Hilmars, 5.6.2012 kl. 13:44

34 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm nákvæmlega.  Ætli það sé ekki málið?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.6.2012 kl. 18:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband