Blekkingin um fyrirheitna landið

"...þetta [Ísland] er ömurlegasta land sem ég hef komið til" segir flóttamaðurinn Azzam frá Marokkó í viðtali við helgarblað Fréttatímans.

Og Azzam hefur samanburð:  Fyrst flúði hann frá heimalandi sínu til Spánar.  Þar var komið vel fram við hann, fékk að sækja skóla og læra spönsku. Þaðan flúði hann þó til Belgíu, eftir að hafa heyrt að hann yrði 18 ára sendur til baka heim.   Frá Belgíu fór hann til Danmerkur.  Sótti þar um hæli en var synjað og rekinn burt úr landinu til 10 ára.  Þá flúði Azzam til Noregs og sótti einnig um hæli þar.  Þegar norskir sögðust ætla að senda hann til baka til Danmerkur, flúði hann til Svíþjóðar.  Þar heyrði hann að Ísland væri gott land og ákvað að flýja til Íslands.

Þar með lauk flóttaferlinum endanlega því frá Íslandi kemst Azzam hvorki lönd né strönd af sjálfsdáðum. 

Annað og alvarlegra kemur þó fram í viðtölum Fréttatímans við Azzam og þrjá félaga hans sem svipað er ástatt um.  Þeir segja um Fit Hostel: 

"Þarna eru karlar um fimmtugt, alls konar karlar sem drekka mikið og eru með mikil læti og það er eiginlega hræðilegt að þurfa að búa innan um þá"  og  

"Það eru drykkjumenn á Fit Hostel og ég er hræddur við þá.  Þar er mikið um ofbeldi og menn stela hver frá öðrum".

Þarf ekki að stokka upp í þessum hælisleitendamálum - t.d. með því að veita meira fjármagni í málaflokkinn til þess að hraða málameðferð.  Skárra er að senda viðkomandi strax til baka til Evrópu þaðan sem þeir komu en að hægdrepa þá í brennivínslegi í Suðurnesjaeinangrun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þessir drengir komu ekki hingað til að setjast hér að. Þeir ætluðu héðan til USA eða Kanada eins og þeir fimm jafnaldrar þeirra frá Marokki sem voru handteknir í sundahöfn fyrir helgi er þeir reyndu að komast í borð um Reykjafoss til að smygla sér til USA.

Þeir komu hingað á fölsuðum vegabréfum og lugu til um aldur, (sem mun koma í ljós) Enginn veit hvað þeir heita í raun eða hve gamlir þeir eru. Þeir eru ekki flóttamenn því engin aðstaða í Marokko bendir til þess að fólk þurfi að flýja þaðan af pólitískum eða trúarlegum ástæðum. Þeir eru múslimar frá múslimsku landi og dvelja nú hjá æðstuklerkum þeirra hér á landi.  Þeir brutu lög og reyndu að smygla sér hér inn á fölskum forsendum og það nægir til að setja hvern sem er í gæsluvarðhald. Það má leiða rökum að því að það hefði verið vitrænna að aldursgreina þá fyrst, en það breytir engu um lögbrot þeirra. Það verður svo ljósara nú þegar sannleikurinn um aldurinn kemur fram að hér eru hreinræktaðir falshundar á ferð.

Jón Steinar Ragnarsson, 13.5.2012 kl. 17:16

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Jón Steinar, ég hef grun um að þú hafir rétt fyrir þér. Reyndi að vera hlutlaus í þessum pistli hvað þessa víðförlu flökkustráka varðar, því þeir eru jú ungir og ef þeir fengju íslensk vegabréf í fyrramálið yrðu þeir farnir til Kanada fyrir kvöldmat.

Það sem mér hugnast hins vegar ekki er hitt liðið þarna suður frá sem strákarnir lýsa, eflaust réttilega, sem bíður eftir því að fá landvistarleyfi. Ég er ekki í nokkrum vafa um að Rauði Krossinn veit hvernig ástandið er þarna - en af hverju má ekki nefna það?

Kolbrún Hilmars, 13.5.2012 kl. 17:59

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það þarf að laga þessi flóttamannamál hér, þau eru okkur til skammast, hvort sem þessir menn eru eins ungir og þeir vilja vera láta eða ekki. Þá er bara skammarlegt hvernig komið er fram við flóttafólk sem leitar hingað.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.5.2012 kl. 21:23

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það er nú vandamálið, Ásthildur, þeir sem enda hér vilja alls ekki vera hér - þeir vilja vestur yfir haf.

Það er ómanneskjulegt að senda viðkomandi ekki strax til baka þangað í Evrópu þar sem þeir hafa sótt um hæli. Ef þeir eru ekki sáttir í viðkomandi löndum þá geta þeir þó alla vega stungið af og flakkað um Evrópu þvers og kruss - hér eru þeir eins og flugurnar sem lenda í kóngulóarvefnum.

Kolbrún Hilmars, 14.5.2012 kl. 21:52

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það er víst þannig.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.5.2012 kl. 22:10

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Takk Ásthildur.  Ég reyndi að bæta við athugasemd en Firefox vildi ekki birta hana og týndi, svo ég breytti niðurlaginu á pistlinum í staðinn.  Í samræmi við það sem ég vildi sagt hafa - hvort sem er 

Kolbrún Hilmars, 15.5.2012 kl. 18:57

7 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæl Kolbrún. Ég þvældist um heiminn í 15 ár á erlendum skipum. Og maður sá miklar hörmungar hvað fátækt varðar. Það er nú yfirleitt þannig að fátækrahverfi hafnarborganna er upp af höfnunum og sjómenn þurfa yfirleitt í gegn um þau fari þeir í land. Og ég kannast við þessi laumufarþegavandamál. Það er ógrynni af ungum mönnum sem vilja burt frá mörgum afríkulöndum. Þeir komast einhvernveginn um borð í skip og gera sér enga grein fyrir hvaða farmur er kannske í lestum skipanna. Ég var einusinni staddur í enskri höfn þegar skip sem lestað var áburði í lausu frá Marókkó kom þangað. Þegar þeir opnuðu lestarnar lágu 3 lík af ungum mönnum ofan á farminum. Maður getur rétt ímyndað sér dauða stríðið. Ég gæti hreinlega nefnd mýmörg þannig dæmi. Annars lenti ég sjáffur í æfintýri með laumufarþega sem ég skrifaði um á blogginu fyrir 4 árum. En ég velti fyrir mér að löngum formála loknum hvernig fengu 2 bláfátækir strákar( 14-15 ára??) peninga til fararinnar. Mér finnst satt að segja margir dálítið"bláeygðir í þessu máli. Fyrirgefðu lengdina á vaðlinum Sértu ávallt kært kvödd

http://solir.blog.is/blog/solir/entry/444135/

Ólafur Ragnarsson, 15.5.2012 kl. 21:52

8 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæl aftur. Þarna  fór vitlaus linkur í loftið hérna er sá rétti.

Sömu kveðjur og áðan

http://solir.blog.is/blog/solir/entry/444895/

Ólafur Ragnarsson, 15.5.2012 kl. 22:00

9 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þakka þér fyrir góða sögu, Ólafur.  Þetta hefur verið hin mesta svaðilför á gúmmíbátnum 

Það er ekki gott að segja hvaðan þessir langt að komnu flóttamenn fá peninga.  Eitthvað hljóta bæði fargjöld og falsaðir pappírar að kosta. 

Reyndar kemur fram í sögu Azzams,  sem ég vitna í í pistlinum, að hann vann eitt og hálft ár í Belgíu - líklega svart.

Kolbrún Hilmars, 16.5.2012 kl. 13:28

10 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Sæl Kolbrún, ég hef unnið með flóttafólki frá öllum hugsanlegum löndum og eiga þeir það sameginlegt að vilja vinna og eru margir snillingar, en svo eru kannski 10-15% sem aldrei hafa unnið handtak og kunna þarafleiðandi ekki að vinna. Svo það er allur gangur í þessu og þarf þetta mikla umræðu. Þessi Fit er hroðalegt bæli og allt sem því fylgir.

Eyjólfur Jónsson, 21.5.2012 kl. 14:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband