Spurningar vakna

Sérstaklega þessar tvær:

Er hægt að upplýsa kortahafa um hvernig svona aukabúnaður lítur út í hraðbönkum?

og

Vanrækja hraðbankaeigendur að fylgjast með hraðbönkunum sínum?


mbl.is Handteknir vegna kortafölsunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nákvæmlega - og manni finnst eiginlega að bönkunum, eigendum þessa vélbúnaðar, beri skylda til að upplýsa okkur, viðskipta"vini" sína um hvað við eigum að varast. Allt kerfið er farið að byggja á því að svona búnaður sé í lagi og virki og umfram allt, sé með viðunandi öryggi innbyggt. Afgreiðslum bankanna hefur stórfækkað og bein þjónusta við kúnnann dregist saman. Óprúttnir aðilar færa sér þetta í nyt, bæði með því að brjótast inn í tölvur og leggja gildrur í hraðbanka. Ef bankarnir gera ekki eitthvað í málunum, verðum við að líta svo á að þeir séu meðsekir krimmunum.  

Quinteiras (IP-tala skráð) 7.3.2012 kl. 21:19

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Takk fyrir Quinteiras. Ég hjó einmitt eftir því í annarri hvorri fréttinni um hraðbankana að "glöggur" viðskiptavinur hefði tekið eftir útbúnaðinum. Á því má skilja að ef allir viðskiptavinir yrðu gerðir "glöggir" mætti jafnvel stöðva þetta svindl frá upphafi.

Hitt er svo líka að bankarnir virðast ekki fylgjast nógu vel með hraðbönkunum. Þeir hljóta að geta gert betur.

Kolbrún Hilmars, 8.3.2012 kl. 14:26

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Tímabærar spurningar.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 8.3.2012 kl. 14:44

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þarft að vekja athygli á þessu Kolbrún.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.3.2012 kl. 18:09

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Takk, Heimir og Ásthildur. Reyndar finnst mér skrýtið að heyra ekkert frá kortafyrirtækjunum (Visa, Mastercard, Amex). Það eru jú þau sem sitja uppi með tapið - að ég held.?

Svo auðvitað kúnninn, sem þarf að opna nýjan kortareikning, fá nýtt kort, fara í myndatöku í því skyni osfrv.

Í öllu falli er Seðlabankinn í slæmum málum með öll sín gjaldeyrishöft - ef glæponar erlendis fá umyrðalaust greiddar óheiðarlegar úttektir á íslensk kort.

Kolbrún Hilmars, 8.3.2012 kl. 18:50

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég er að sjá að þöggun er það sem blívur á Íslandi það er þagað yfir öllum óþægilegum málum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.3.2012 kl. 19:02

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Úbbs, vangaveltur mínar enduðu hjá Seðlabankanum. Skyldi þó ekki vera...?

Varstu nokkuð að nefna þöggun, Ásthildur?

Kolbrún Hilmars, 8.3.2012 kl. 19:19

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahaha já eiginlega

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.3.2012 kl. 19:35

9 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Góð spurning, Kolbrún. Ég sé ekki betur en að hið glæpsamlega "græna stykki",sem sýnt var í sjónvarpinu,sé eins og það sem átti að gera glæponum ófært að stela segulröndum. Nú hafa þeir séð við því.

Þá hefur maður aðeins eina vörn eftir og það er að halda PIN-númerinu leyndu. Ég nota seðlaveski mitt til að leyna því, þegar ég slæ inn tölurnar. Það ætti að gera þeim aðeins erfiðara fyrir.

Ragnhildur Kolka, 10.3.2012 kl. 10:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband