Trúboðahvötin söm við sig

Með fullri virðingu fyrir þessum tveimur tannlæknanemum, sem eru líklega um það bil 20% af þeim dýrustu sérfræðingum sem útskrifast hérlendis á þessu ári. Á kostnað íslenskra skattgreiðenda sem gerir þó varla meira en að fullnægja þörf og stéttarendurnýjun hér innanlands. Fyrir 300 þúsund manna samfélag.

Í Tanzaníu búa 43 milljónir manna.

Þær verða örþreyttar þessar elskur þegar þær koma heim aftur.


mbl.is Tannlæknanemar til Tansaníu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Tannlæknar er dýrasta námið ef við miðum við per haus.

Vonandi snúa þessar stúlkur aftur heim :)

Sleggjan og Hvellurinn, 6.3.2012 kl. 17:34

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þess má geta að vegna þess að það er svo dýrt þá eru miklar fjöldatakmarkanir hvert ár.

Minnir að það komast 5-7 nemendur á ári inn.

Sleggjan og Hvellurinn, 6.3.2012 kl. 17:35

3 identicon

Öllu er nú hægt að væla yfir. Ætli útvarp saga viti af þessu hneyksli?

Árni Þór (IP-tala skráð) 6.3.2012 kl. 17:39

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Árni Þór, ef Tanzanía hefur ekki efni á því að mennta tannlækna eða tannverndarlið þá er það borðleggjandi að við íslendingar höfum það ekki heldur.

Útvarp Saga tekur svo væntanlega málið upp þegar tannpínan fer að þjá landann.

Kolbrún Hilmars, 6.3.2012 kl. 18:00

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Tvíeyki, námið er svo dýrt að aðeins örfáir komast að. Þegar ég nefndi 20% gerði ég ráð fyrir ca 10 útskrifuðum í ár, en líklega er það ofmat. Held samt að við megum engan missa af þeim sem ná því að klára.

Kolbrún Hilmars, 6.3.2012 kl. 18:12

6 identicon

Hvers vegna er þetta nám svona dýrt? Eða er þetta samsæri til þess að halda uppi verði á tannlækna þjónustu.

Kristjan (IP-tala skráð) 6.3.2012 kl. 19:12

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þetta minnir mig að ég skal mæta í fyrramál til tannsa míns,hann hefur sko stofu í Sjálfstæðishúsinu í Reykjavík. Sé því oft hvað gengur á þarna!!!!

Helga Kristjánsdóttir, 7.3.2012 kl. 01:39

8 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Kristján

Ekkert samsæri í gangi.

Tæki og tól eru dýr. Mikið af verklegum verkefnum. Bekkur má ekki vera of stór. Þá deilist kennaralaunin á færri nemendur.

Þú hlítur að sjá það ef þú tekur tvo bekki. 

Hundrað nemendur í viðskiptafræði þar sem setið er uppí háskólabíó að hlusta á kennara fara með fyrirlestur og hver nemandi er með blíant og stílabók.

Hundrað nemendur í tannlækningum og hver nemandi þarf tannlæknastól sem kostar 100milljónir, gerfigóm og jafnvel sjálfboðaliða sem leikur sjúkling.

hvort er dýrara?

Sleggjan og Hvellurinn, 7.3.2012 kl. 10:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband