Pólitísk refskák

í anda Machiavelli, sem  hefði ekki gert þetta betur.

Eftir dóm Hæstaréttar s.l. miðvikudag  stóðu öll spjót á velferðarstjórninni. 
Og hvað gerir stjórnin þá? 

Dreifir athyglinni auðvitað.  
Hvernig?

Rekur einhvern nógu háttsettan. 
Hvern má hún missa?

Humm.  Það er nú það.  Humm.  
Hvað með þennan forstjóra í fjármálaeftirlitinu?

Góð hugmynd, ekki okkar maður hvort sem er.
Drífum í því!


Machiavelli  tekur ofan og hneigir sig.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Maður er farin að þekkja vinnubrögðin og þú greinir þetta 100% rétt .

Ragnhildur Kolka, 19.2.2012 kl. 08:53

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Næstur verður áreiðanlega seðlabankastjórinn látinn fjúka.

Allir aðrir áður en röðin kemur að sökudólginum sjálfum.

Kolbrún Hilmars, 19.2.2012 kl. 14:13

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Maður hlýtur að spyrja sig hversu sjálfstæðir eru þessir forstjórar/ seðlabankastjórar. Og þá hvers vegna var FME og SÍ svona samstíga í tillögum sínum eftir dóminn 2010? Fengu þeir hjálp?

Ragnhildur Kolka, 19.2.2012 kl. 17:21

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ragnhildur, auðvitað fengu þeir hjálp.  Engum embættismanni er vært ef hann hlýðir ekki framkvæmdavaldinu í einu og öllu. 

Það er varla svo að ég geti nefnt öll dæmin, s.s.  Bankasýsla, ILS, að slepptum þeim sem mætti flokka undir "hreinsanir".  Einhverjir hafa verið reknir samdægurs.

Seðlabankastjórinn hefur eitthvað verið að mögla út af kaupinu sínu.  Skyldi það kosta hann uppsagnarbréf, þótt hann sé fylgispakur að öðru leyti?

Kolbrún Hilmars, 19.2.2012 kl. 17:37

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Úff hvað ég er búin að fá nóg af þessari ríkisstjórn og fláræði hennar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.2.2012 kl. 20:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband