Vonandi misskilið stöðugleikamarkmið líka

Eða felst stöðugleikinn í því  að aðeins 165.100 manns af 319.600 íbúum landsins eigi að vera starfandi til frambúðar?   Varla getur það talist metnaðarfullt markmið.

Fróðlegt væri að sjá hvernig ellismelladæmið lítur út í Þýskalandi, þar sem menn óttast einmitt öldrun þjóðarinnar vegna þess að æ færri verði til þess að halda þjóðfélaginu gangandi.  Erum við nú þegar komin á þetta stig sem þjóðverjar óttast - þrátt fyrir tiltölulega "unga" þjóð?

Hvað varðar slagorðið "að koma hjólum atvinnulífsins af stað", þá er það merkingarlaust þegar hjólin vantar.


mbl.is „Misskildasta ríkisstjórn sögunnar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já segðu það eru fáir að skilja gang þessara Ríkisstjórnar, Ríkisstjórnar sem kýs að sjá aðra veröld en er...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 19.1.2012 kl. 15:40

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það er jafnvel minna en þrjú hjól undir bílnum eins og Ómar söng hér í den og ekki fór það nú vel.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.1.2012 kl. 15:53

3 Smámynd: corvus corax

Þessi norræna mannfyrirlitningar- og helferðarstjórn sem nú er við völd er eitthvað það versta sem yfir íslenska þjóð hefur dunið og eru þá ekki undanskilin móðuharðindin, einokunarverslunin, öll eldgos og jarðskjálftar síðan land byggðist, svarti dauði, spænska veikin og allar aðrar hremmingar sem þjóðin hefur þurft að þola að viðbættum plágum eins og þeim Birni Bjarnasyni, Davíð Oddssyni, Halldóri Ásgrímssyni og Valgerði Sverrisdóttur.

corvus corax, 19.1.2012 kl. 16:20

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Góður corcus corax.

Sigurður Haraldsson, 19.1.2012 kl. 17:31

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ingibjörg, ríkisstjórnin er ekki af þessum heimi - heldur einhverjum drauma þar sem jafnvel ESB raunveruleikinn ríkir ekki.

Ásthildur, Ómar styður þessi ósköp þótt hann viti manna best að enginn bíll ekur án hjóla eða flugvél flýgur án vængja.  Hann um það 

Hrafn, þjóðin er ýmsu vön og hristir af sér pestir, náttúruhremmingar  og skammtímaplágur eins og þú nefnir og verður ekki varanlega meint af.  Núverandi ríkisstjórn er verri viðureignar; hún vill endurtaka leikinn frá 1262.   Engan þarf að undra að margir íslendingar snúi nú aftur til Noregs (upprunans) af sjálfsdáðum.  Láta sig hafa það einu sinni - en ekki tvisvar, takk!

Kolbrún Hilmars, 19.1.2012 kl. 17:34

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nákvæmlegal Kolbrún hann var keyptur með manni og mús af Samfylkingunni á sínum tíma, og ætti að skammast sin fyrir það.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.1.2012 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband