Heimasætan bíður óróleg

á meðan forráðamenn hennar semja við væntanlega tengdafjölskyldu. 

Nú hefur heimasætan beðið í hátt á þriðja ár, en er að gerast óþolinmóð, því einungis 1/4 hluta reglanna, sem tengdafjölskyldan setur, hafa verið samþykktar af hennar fólki.   Henni er sagt að verið sé að semja um einar 35 höfuðreglur sem henni verður gert að fylgja í hjónabandinu, en hún hefur þó samt aðeins óljósa hugmynd um hverjar þær eru.  

Heimasætan vonar þó að þegar allt er klappað og klárt; öll hennar fjármál, forsjá og sjálfsákvörðunarréttur hafa verið afhent tengdó, þá muni henni gefast kostur á að segja hátt og snjallt NEI við altarið.  Samt er hún ekki örugg - hvað ef presturinn er annað hvort heyrnarlaus eða þykist ekki heyra?

Frá upphafi var heimasætan aldrei alveg sannfærð um að hjónabandið gæti lukkast, en eftir að sögur fóru ítrekað að berast um ístöðuleysi brúðgumans líst henni nú enn síður á ráðahaginn.  Ætti hún e.t.v. að fara fram á að þessum hjónabandshugmyndum verði frestað um sinn?

 


mbl.is Skref áfram í viðræðum við ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Góð!

Heimir Lárusson Fjeldsted, 12.12.2011 kl. 17:55

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já auðvitað á hún að hætta við, eða minnsta kosti setja málið á ís.  Flott grein hjá þér Kolbrún.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.12.2011 kl. 20:28

3 Smámynd: Jón Óskarsson

Snillingur Kolbrún :)

Jón Óskarsson, 13.12.2011 kl. 08:41

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þakka ykkur fyrir vinsamlega krítík 

"Raunir heimasætunnar" gætu hæglega orðið að smásögu - ef tími gæfist til.  Alla vega vantar ekki efniviðinn...

Kolbrún Hilmars, 13.12.2011 kl. 13:39

5 Smámynd: Jón Óskarsson

Ég bíð spenntur eftir að lesa framhald sögunnar hjá þér.   Hef aftur á móti mun minni áhuga á að lesa útgáfu utanríkisráðherrans :)

Jón Óskarsson, 13.12.2011 kl. 14:14

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Alltaf gaman að góðum sögum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.12.2011 kl. 14:31

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Já, sagan gæti orðið æsispennandi, svona af "róman" að vera.  Nú er t.d. allt útlit fyrir að heimasætan þurfi að giftast bróður hins fyrirhugaða brúðguma 

Kolbrún Hilmars, 13.12.2011 kl. 15:19

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Svona ég er afi minn dæmi

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.12.2011 kl. 18:32

9 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Já, eitthvað svoleiðis,  Ásthildur 

Kolbrún Hilmars, 14.12.2011 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband