Franskir eru ekki að gera ESB neinn greiða

með því að espa Frjálslynda breska ESB sinnaða flokkinn upp á móti sér.

Það er ekki ofsögum sagt af vandræðagangi ESB apparatsins þessa dagana.


mbl.is Bretar svara Frökkum fullum hálsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bara skvetta smá olíu á eldinn sem var nægur fyrir.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 16.12.2011 kl. 18:54

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Vægt til orða tekið, Kristján.  Frökkum hafa oft verið mislagðar hendur í diplómatíunni en fróðlegt væri að vita hvort Merkel hefur lagt blessun sína yfir þessa síðustu uppákomu.

Kolbrún Hilmars, 16.12.2011 kl. 21:30

3 identicon

Já Frakkar eru alveg búnir að gleyma því hvernig Þjóðverjar fóru með þá í síðari heimsstyrjöldinni og hverjir það voru sem björguðu þeim, nema þeir skríði fyrir Þjóðverjum núna það henti betur núna, annars er þetta ekki bara samkomulagið í ESB í hnotskurt púðurtunna sem getur sprungið í loft upp hvenær sem er.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 16.12.2011 kl. 22:08

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Kallast þetta samt ekki Bjarnargreiði?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.12.2011 kl. 12:33

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sögulega séð virðist breskum það áskapað að bjarga frönskum.  Fyrir utan WW I og II.

Í frönsku byltingunni flúði mektarlið franskra fallöxina yfir sundið til Bretlands.

Í seinna stríðinu flúðu Frjálsir frakkar De Gaulles til Bretlands og tóku þaðan þátt í frelsun heimalandsins.

Í þetta sinn þykjast franskir ekki þurfa á aðstoð breskra að halda.  En - það er ekki öll nótt úti enn... 

Kolbrún Hilmars, 17.12.2011 kl. 14:35

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Nú hefur það komið á daginn að breska ríkisstjórnin, með samþykki Frjálslyndra ESB sinnaðra, hefur neitað að taka þátt í AGS björgunarpakkanum.

Ætli það verði ekki að skrifast á reikning franskra.

Kolbrún Hilmars, 20.12.2011 kl. 15:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband