Að dreifa valdinu

hefur alltaf þótt happasælast - sérstaklega þó í lýðræðisríkjum.

En fjármálaráðherrann er auðvitað einu skrefi á undan okkur hinum með þessa samræmdu yfirstjórn fjármálanna. Miðað við brölt valdaþjóðanna í ESB þessa dagana, verður öll fjármálayfirstjórn hvort sem er komin til Brussel og þá þurfum við bara einn stimpilpúða hérlendis.

Hver er annars staða lýðræðisins á "Íslandi í dag"?


mbl.is Yfirstjórn efnahagsmála á einum stað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Samræming valds í eitt heilabú er mikilvægt sem sparnaður....

Mér datt í hug að 150 metra há stytta af Steingrími yrði smíðuð út í Faxaflóa sem væri síðan notað sem túristahótel.

Í augnhæð væri hægt að hafa resturang með útsýni í gegnum gler sem ættu að tákna "séð með augum Steingríms". Hótelið mætti gjarna snúast á ási niðri í hafinu og þetta...

Til að lokka að araba yrði kosningaréttur tekin af konum og þeim pakkað inn í svarta búrka svo þær fari ekki í taugarnar á gestunum....

Lýðræði? Við erum á íslandi og það var lagt niður fyrir mörgum árum síðan án þess að nokkur tók eftir. Það er bara skiltið efter...

Óskar Arnórsson, 5.12.2011 kl. 19:16

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Óskar, skiltið góða hangir nú bara uppi á einni ryðgaðri skrúfu og svo heyrist bara ískur og urg þegar hann hvessir. Vonandi fá þeir skiltið í hausinn sem eiga það skilið þegar það hrynur endanlega.

Kolbrún Hilmars, 5.12.2011 kl. 20:10

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Við skulum samt vona að Steingrímur fái það ekki í hausinn Kolbrún mín, og hann fari að taka ákvarðanir sem verður síðan menguð af höfuðhögginu...annars trúi ég stundum að hann hafi fengið höfuðhögg sem hann segir engum frá...merkilegur maður þetta...

Óskar Arnórsson, 5.12.2011 kl. 20:18

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Steingrími finnst auðvitað að hinir ráðherrarnir séu bara að flækjast fyrir. Honum fyndist miklu betra ef það væri bara einn ráðherra: Steingrímur.

Guðmundur Ásgeirsson, 5.12.2011 kl. 22:50

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

... er ekki sparnaður í því að hafa bara einn ráðherra?

Annars sting ég upp á ríkishappdrætti þar sem hæsti vinningurinn er að fá að stjórna aleinn öllu landinu í 3 mánuði....

... 30 minni vinningar er að fá að vera þingmaður jafnlangan tíma. það yrði að draga um þetta í beinni útsendingu í sjónvarpi og passa að engin svindli neitt...

Óskar Arnórsson, 5.12.2011 kl. 23:24

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Að mínu mati vantar mikið upp á lýðræði í landi þar sem almenningur getur ekkert gert annað en beðið og vonað.  Að ekki skuli vera hægt að koma frá stjórnvöldum sem eru jafn langt frá lýðræði og Samfylking og Vinstri Græn segir bara að hér er EKKERT 'LÝÐRÆÐI lengur og hana nú!

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.12.2011 kl. 09:09

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Guðmundur og Óskar, sparnaðurinn fer fyrir lítið af þessum eina ráðherra ef hann þarf svo þessa 31 aðstoðarmenn sem talað er um.  Líklega verða þeir honum þó meðfærilegri en kjörnir samráðherrar.

Ásthildur, já það skortir verulega á lýðræðisleg vinnubrögð hjá þessari ríkisstjórn.  Óþarft að nefna dæmi hér - þau þekkja allir.   En það sem er mest ógnvekjandi er þessi hugsunarháttur "við vorum kosin og því ráðum við öllu sem við viljum og þurfum ekki einu sinni að standa við kosningaloforðin"   

Kolbrún Hilmars, 6.12.2011 kl. 11:24

8 Smámynd: Óskar Arnórsson

.... það þarf að setja í Stjórnarskrá að öllum loforðum pólitíkusa sé þinglýst ...Sænskir pólitíkusar eiga met í að halda loforð og eru efstir á lista í Evrópu. Ísland er ekki með á listanum...

Óskar Arnórsson, 6.12.2011 kl. 14:14

9 Smámynd: Kolbrún Hilmars

... og viðurlögin við að svíkja kosningaloforðin yrðu að öll fríðindi, eftirlaun og sporslur yrðu felldar niður hjá öllum þingmönnum viðkomandi framboðs? Og enginn þeirra kæmi til greina í sendiherradjobb eða önnur feit embætti á vegum þjóðarinnar í útlöndum?

Með því móti gætum við ábyggilega skotið svíunum ref fyrir rass á þessu sviði, ekki satt?

Kolbrún Hilmars, 6.12.2011 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband