Nytsamir andstæðingar

Gamla slagorðið var "Ísland úr Nató - herinn burt!" Herinn fór reyndar af sjálfsdáðum, en Nató er hér þó ennþá. Líklega fer það af sjálfsdáðum líka.

Vinstri menn vilja alltaf segja sig úr einhverju. Það er líklega þess vegna sem þeir styðja ESB aðildina - til þess að geta svo seinna sönglað "Ísland úr ESB".


mbl.is Einhugur í VG um úrsögn úr NATO
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Góður punktur, Kolbrún.

Ragnhildur Kolka, 30.8.2011 kl. 21:38

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ja, hvað á maður að halda, Ragnhildur? 

Auðvitað er það fyrst og fremst forystulið VG sem  tileinkar sér aðferðafræði Sovíet og gömlu herstöðvarandstæðinganna - sem væri svo sem ekki í frásögur færandi nema vegna þess að VG situr í núverandi ríkisstjórn og hefur þar rækilega svikið kosningaloforðin sín.  Hófsamari vinstri menn eru jafn vonsviknir og allir aðrir.  

VG geta talist sleppa vel ef þeir fá nógu mörg atkvæði til þess að komast í stjórnarandstöðu á þingi eftir næstu kosningar.

Kolbrún Hilmars, 31.8.2011 kl. 17:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband