6.12.2010 | 18:09
Enn flækjast málin!
Samkvæmt þessari Droops-aðferð þýðir að greidd atkvæði - alls 80.000 um 25 sæti - að allir hafi kosið sömu röðun í sætin 25, sem gerir 3200 atkvæði í hvert sæti. Sem er hið besta mál ef kosningin er rússnesk.
Auðvitað er svolítið seint að spyrja núna; EN:
Hvaða reglur áttu eiginlega að gilda um þetta fyrsta almenna persónukjör í sögu lýðveldisins?
Stjórnlagaþing til Hæstaréttar? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
...
Surtur fer sunnan
með sviga lævi,
skín af sverði
sól valtíva.
Grjótbjörg gnata
en gífur rata,
troða halir helveg,
en himinn klofnar.
Vituð ér enn, eða hvað?
(Eddukvæði)
Men do not differ much about what things they will call evils;
they differ enourmously about what evils they will call excusable.
(Chesterton)
"What is life but a series of sharp corners, round each of which Fate lies in wait for us..."
(Wodehouse)
How can you have solutions if no one is allowed to talk about the problems?
(Edge of Eternity)
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Heimssýn
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Auðun Gíslason
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Aztec
- Ágúst H Bjarnason
- Árný Sigríður Daníelsdóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Baldur Hermannsson
- Berglind Nanna Ólínudóttir
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Birgir R.
- Bjarni Harðarson
- Björn Emilsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Einar Björn Bjarnason
- Emil Örn Kristjánsson
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Eskil
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Guðni Karl Harðarson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gunnar Heiðarsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Halla Rut
- Halldór Jónsson
- Hannes
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hildur Sif Thorarensen
- Hrannar Baldursson
- Riddarinn
- Hulda Haraldsdóttir
- Högni Snær Hauksson
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Ísleifur Gíslason
- Jóhann Elíasson
- Jón Valur Jensson
- Jón Óskarsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Svavarsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Ólafur Th Skúlason
- Ómar Bjarki Smárason
- Óskar Helgi Helgason
- Páll Vilhjálmsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Ragnar L Benediktsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnhildur Kolka
- Rannveig H
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Skattborgari
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Stefanía
- Steingrímur Helgason
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Valan
- Þór Jóhannesson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Vefritid
- Vinstrivaktin gegn ESB
- Samstaða þjóðar
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Íslenska þjóðfylkingin
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það stendur í lögum um stjórnlagaþing hvernig atkvæðum skuli úthlutað, eitthvað sem fleiri mættu lesa áður en þeir tjá sig um málið. Enn fremur hefur landskjörstjórn gefið út útreikninga sína á vefsíðunni. Það ætti því að vera hægðarleikur fyrir hvern sem hefur áhuga, að framkvæma óháða endurskoðun á útreikningunum. Ég er hissa á því ef lögfræðingurinn Vigdís, hefur ekki hafa óskað eftir slíku áliti.
Guðmundur Ásgeirsson, 6.12.2010 kl. 19:27
Guðmundur, ég efast ekki um að þú hafir rétt fyrir þér. En sem hver annar venjulegur kjósandi vil ég sjá einfaldar reglur í persónukjöri. Niðurstöðurnar eiga líka að vera jafnskýrar og enginn kjósandi á að þurfa að leggjast í X-cel útreikninga til þess að finna hvað varð um atkvæðið hans.
Allt þetta hlutkestishjal, umfröm atkvæði niðurfærð á næstu menn (eftir þörfum) var nógu flókið, þótt spurningin um þetta Droop-kerfi bættist ekki við.
Við næsta persónukjör vona ég að reglan verði: eitt atkvæði ~ einn maður!
Kolbrún Hilmars, 6.12.2010 kl. 20:02
Vigdís er því miður að klikka á lögunum. 8.liður 14.gr afgreiðir þetta svo:
Mér þykir leiðinlegt að hún skuli skjóta sjálfa sig í fótinn svona.
Axel Þór Kolbeinsson, 6.12.2010 kl. 21:35
En miðað við hvað stendur í greinagerðini með lögunum og að landskjörstjórn hafi tekið erindið alvarlega má ætla það að greinagerðin hafi verið illa skrifuð og ekki útskýrt framkvæmd talningarinnar næginlega vel. En lögin gera það sæmilega og eftir þeim dæmir Hæstiréttur, ekki greinagerðum.
Axel Þór Kolbeinsson, 6.12.2010 kl. 21:41
Það er það sem ég á við, það er allskonar misskilningur í gangi sem stafar e.t.v. af því að fólk hefur einfaldlega ekki gefið sér tíma til að átta sig á hvernig reglurnar virka. Svo er landlægt talnaólæsi ekki að hjálpa. Því miður virðist Vigdís vera ein af þeim sem fóru í lögfræði vegna þess að það er engin stærðfræði kennd í lögfræðináminu. :)
Ég get samt lofað ykkur að engin kosningaregla er flóknari í útreikningi en úthlutun jöfnunarsæta við Alþingiskosningar. Í einum kosningunum sá ég 3 mismunandi niðurstöður hjá mismunandi aðilum, en aðeins ein stemmdi við kjörstjórn (mín).
P.S. Axel, jú ég veit um tilvik þar sem Hæstiréttur hefur þurft að dæma eftir greinagerð með frumvarpi, það var um gengistrygginguna, vegna þess að það stóð hvergi að hún væri bönnuð. Af lestri athugasemdanna var hinsvegar augljóst að það sem var ekki leyft sérstaklega var í þessu tilviki sjálfkrafa bannað.
Guðmundur Ásgeirsson, 7.12.2010 kl. 07:12
Í almennum kosningum á kjósandinn ekki að þurfa að vera "talnalæs" umfram það að skilja að X við nafn, númer, flokk eða hvað-nú-er þýðir að viðkomandi er greitt atkvæði.
Ég þykist nú vera sæmilega talnalæs, en ef ég hefði fyrirfram gert mér grein fyrir útreikningsflækjunum í þessu stjórnlagaþingskjöri, hefði ég bara setið heima! Að auki hef ég samviskubit því hugsanlega hef ég gert einhverjum minna útvöldu ógreiða með því að kjósa þá - í rangri röð!!!
Kolbrún Hilmars, 7.12.2010 kl. 15:28
Þar er ég alveg sammála og tel þetta kerfi ekki henta okkur þar sem þau kerfi sem við erum vön eru allt öðruvísi. Allar breytingar verða að vera gerðar vandlega þegar kemur að kosningum.
Axel Þór Kolbeinsson, 7.12.2010 kl. 22:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.