Það þarf engan Icesavesamning

annan en að kvitta undir afsal erlendra eigna einkabankans Landsbanka til breskra og hollenskra.

Íslenskum skattgreiðendum kemur málið ekki við.


mbl.is Engin drög verið kynnt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Ertu viss um þetta Kolbrún? Mikið vildi ég að þú hefðir rétt fyrir, en mikið óttast ég líka að svo sé ekki!

Björn Birgisson, 5.12.2010 kl. 17:36

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Björn, ég er viss. Eignirnar sem um er að ræða eru hvort sem er allar á Bretlandi og þá yrði það hagur bretanna að hámarka þær. Þeir gætu jafnvel grætt á þeim...

Kolbrún Hilmars, 5.12.2010 kl. 17:42

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

PS. Umræddar eignir eru mestmegnis fyrirtæki í fullum rekstri og þótt rekstrarhagnaðurinn, nettó, renni til gamla Landsbankans, þá skaffar reksturinn nú þegar ótöldum bretum vinnu sem greiða sína skatta til síns heimalands. Þangað renna líka rekstrarskattar fyrirtækisins. Hverju hafa breskir að tapa? Sennilega helst því að Landsbankinn legði niður reksturinn og segði upp mannskapnum!

Kolbrún Hilmars, 5.12.2010 kl. 18:01

4 Smámynd: Björn Birgisson

Eins og ég sagði, mikið vildi ég að þú hefðir rétt fyrir þér! Held að Bretarnir séu þér ekki fullkomlega sammála.

Björn Birgisson, 5.12.2010 kl. 18:08

5 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Hver á að kvitta fyrir afsalið Kolbrún, Björgúlfs-feðgar ?

Auðvitað er eðlilegt að málefni Landsbankans fari venjulega leið, sem mörkuð er lögum um gjaldþrot fjármálastofnana. Þegar búið er að gera bankann upp, fara eignirnar til að greiða kröfuhöfum, þar á meðal tryggingasjóðum á Íslandi, Bretlandi og Hollandi. Það er í þessum löndum sem Landsbankinn var með innistæðu-tryggingar.

Þessar tryggingar gilda líka fyrir Icesave- reikningana, eins og eðlilegt hlýtur að teljast. Þau tíðindi eru að birtast, að Bretar eru bandamenn okkar í þessu máli. Þá er ég að ræða um Bretska tryggingasjóðinn, sem alltaf hefur viðurkennt að Landsbankinn var með fullar innistæðu-tryggingar í Bretlandi. Nú deila Bretar við ESB, um skyldur og réttindi gistiríkisins og er það ein hlið á Icesave-málinu.

Loftur Altice Þorsteinsson, 5.12.2010 kl. 18:13

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Loftur, þú segir nokkuð! Þetta eru stór tíðindi - ætli hinn nýboðaði Icesavesamningur fjármálaráðherrans sé í anda þessa nýja breska viðhorfs sem þú nefnir?

Sá sem kvittar fyrir afsalið hlýtur að vera skilanefndin - ekki satt?

Kolbrún Hilmars, 5.12.2010 kl. 18:32

7 identicon

Tek undir með Kollu, skilanefndin hlýtur bara að leysa frá sér afsalið af þessu og málið er dautt. Þannig átti þetta að vera strax og þannig á það að vera í dag. Þar engan andskotans samning um að. Merkilegt hvað framámenn gera einfalda hluti alltaf flókna.

(IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 20:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband