Enn flækjast málin!

Samkvæmt þessari Droops-aðferð þýðir að greidd atkvæði - alls 80.000 um 25 sæti -  að allir hafi kosið  sömu röðun í sætin 25, sem gerir 3200 atkvæði í hvert sæti.  Sem er hið besta mál ef kosningin er rússnesk.

Auðvitað er svolítið seint að spyrja núna; EN:

Hvaða reglur áttu eiginlega að gilda um þetta fyrsta almenna persónukjör í sögu lýðveldisins?

 

 


mbl.is Stjórnlagaþing til Hæstaréttar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það stendur í lögum um stjórnlagaþing hvernig atkvæðum skuli úthlutað, eitthvað sem fleiri mættu lesa áður en þeir tjá sig um málið. Enn fremur hefur landskjörstjórn gefið út útreikninga sína á vefsíðunni. Það ætti því að vera hægðarleikur fyrir hvern sem hefur áhuga, að framkvæma óháða endurskoðun á útreikningunum. Ég er hissa á því ef lögfræðingurinn Vigdís, hefur ekki hafa óskað eftir slíku áliti.

Guðmundur Ásgeirsson, 6.12.2010 kl. 19:27

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Guðmundur, ég efast ekki um að þú hafir rétt fyrir þér.  En sem hver annar venjulegur kjósandi vil ég sjá einfaldar reglur í persónukjöri.   Niðurstöðurnar eiga líka að vera  jafnskýrar og enginn kjósandi á að þurfa að leggjast í X-cel útreikninga til þess að finna hvað varð um atkvæðið hans.

Allt þetta hlutkestishjal, umfröm atkvæði  niðurfærð á næstu menn (eftir þörfum) var nógu flókið, þótt spurningin um þetta Droop-kerfi bættist ekki við.  

Við næsta persónukjör vona ég að reglan verði: eitt atkvæði  ~ einn maður!

Kolbrún Hilmars, 6.12.2010 kl. 20:02

3 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Vigdís er því miður að klikka á lögunum.  8.liður 14.gr afgreiðir þetta svo:

8. Lok úthlutunar: Beita skal ákvæðum 6. og 7. tölul. svo lengi sem við á en þó þannig að ákvæði 6. tölul. hafi ávallt forgang. Þegar tala þeirra frambjóðenda sem enn koma til álita að hljóta sæti er orðin jöfn tölu þeirra 25 sæta sem eftir er að ráðstafa skal sætunum úthlutað til þessara frambjóðenda án frekari útreikninga.

Mér þykir leiðinlegt að hún skuli skjóta sjálfa sig í fótinn svona.

Axel Þór Kolbeinsson, 6.12.2010 kl. 21:35

4 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

En miðað við hvað stendur í greinagerðini með lögunum og að landskjörstjórn hafi tekið erindið alvarlega má ætla það að greinagerðin hafi verið illa skrifuð og ekki útskýrt framkvæmd talningarinnar næginlega vel.  En lögin gera það sæmilega og eftir þeim dæmir Hæstiréttur, ekki greinagerðum.

Axel Þór Kolbeinsson, 6.12.2010 kl. 21:41

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er það sem ég á við, það er allskonar misskilningur í gangi sem stafar e.t.v. af því að fólk hefur einfaldlega ekki gefið sér tíma til að átta sig á hvernig reglurnar virka. Svo er landlægt talnaólæsi ekki að hjálpa. Því miður virðist Vigdís vera ein af þeim sem fóru í lögfræði vegna þess að það er engin stærðfræði kennd í lögfræðináminu. :)

Ég get samt lofað ykkur að engin kosningaregla er flóknari í útreikningi en úthlutun jöfnunarsæta við Alþingiskosningar. Í einum kosningunum sá ég 3 mismunandi niðurstöður hjá mismunandi aðilum, en aðeins ein stemmdi við kjörstjórn (mín).

P.S. Axel, jú ég veit um tilvik þar sem Hæstiréttur hefur þurft að dæma eftir greinagerð með frumvarpi, það var um gengistrygginguna, vegna þess að það stóð hvergi að hún væri bönnuð. Af lestri athugasemdanna var hinsvegar augljóst að það sem var ekki leyft sérstaklega var í þessu tilviki sjálfkrafa bannað.

Guðmundur Ásgeirsson, 7.12.2010 kl. 07:12

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Í almennum kosningum á kjósandinn ekki að þurfa að vera "talnalæs" umfram það að skilja að X við nafn, númer, flokk eða hvað-nú-er þýðir að viðkomandi er greitt atkvæði.

Ég þykist nú vera sæmilega talnalæs, en ef ég hefði fyrirfram gert mér grein fyrir útreikningsflækjunum í þessu stjórnlagaþingskjöri, hefði ég bara setið heima! Að auki hef ég samviskubit því hugsanlega hef ég gert einhverjum minna útvöldu ógreiða með því að kjósa þá - í rangri röð!!!

Kolbrún Hilmars, 7.12.2010 kl. 15:28

7 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Þar er ég alveg sammála og tel þetta kerfi ekki henta okkur þar sem þau kerfi sem við erum vön eru allt öðruvísi.  Allar breytingar verða að vera gerðar vandlega þegar kemur að kosningum.

Axel Þór Kolbeinsson, 7.12.2010 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband