Eymd á uppboði?

Af hverju ætti Kaninn, í allt annarri heimsálfu, að fjármagna hjálparaðstoðina ef innlendir skæruliðar geta hvort sem er fjármagnað aðstoðina?

Ef nokkuð væri, teldi ég skynsamlegt að "skæruliðar" þyrftu að að eyða framkvæmdasjóðum sínum í hjálparstörf.

Það hangir eitthvað annað en eymd á þessari spýtu!


mbl.is Hryðjuverkamenn nýta eymdina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arngrímur Stefánsson

Pakistanar eiga kjarnorkusprengjur en hafa ekki efni á því að berjast við talíbana.  Þú getur varla ýmindað þér hve slæmt það yrði ef talíbanar kæmust yfir kjarnorkuvopn Pakistans.

Þess vegna eiga Bandaríkjamenn að grípa inn í strax áður en Talíbanar gefa fólki pening og hjálp sem þeir fjármagna af ópíumrækt, svo þeir geti ekki náð til munaðarlausra og fyllt höfuð þeirra af grimmd og trúarofstæki.

Arngrímur Stefánsson, 19.8.2010 kl. 21:30

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þarna er á ferð viðbjóður sem er nánast viðbjóðslegasta sem mannskepnan getur sýnt í formi Talíbana

Sigurður Haraldsson, 19.8.2010 kl. 21:43

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

þetta held ég að sé rétt athugað hjá þér Kolbrún.  Svo er það spurningin hver tilgangurinn er og hverjir eru hryðjuverkamennirnir?

Það er kannski við hæfi að rifja upp fögur fyrirheit með öfugum formerkjum.

http://www.youtube.com/watch?v=Fw59FgrqeUk&feature=related 

Magnús Sigurðsson, 19.8.2010 kl. 21:44

4 Smámynd: el-Toro

þar sem kanin þykist vera að berjast við hryðjuverkamenn út um allar tryssur, þá er það skylda þeirra.  svo má einnig benda á að bandaríkin stuðli að hryðjuverkastarfsemi í norður héruðum pakistans.  en pakistanska leiniþjónustan isi heldur uppi verndarvæng yfir mjög svo mörgun hryðjuverkahópum þar.  í augum pakistana voru hryðjuverkahópar vopn í baráttu þeirra við indverja um kasmír og fleiri staði s.s. afghanistan.  nú til dags reina pakistanar að halda þeim í skefjum, með misjöfnum árangri síðustu ára.  samkvæmt lögum leiniþjónustunnar isi verða bandaríkin að samþykkja hver fær forstjórastólin hjá isi.  þetta er svolítið beiskt, en sannleikurinn er því miður oft þannig.

hryðjuverkamenn, ofstækistrúarhópar og fólk nýtir sér alltaf bágt ástand fólks.  ef engin ætti bágt í heiminum væru ekki til þessir ofstækistrúarmenn og hryðjuverkamenn.  það er engin geymvísindi að fólk snýr sér til trúnnar sinnar þegar allar götur virðast vera lokaðar í lífi þeirra.  alveg eins og alkahólisti lætur frelsast hjá gunnari í krossinum, þá taka talibanar eða aðrir hryðjuverkahópar fólk til sín í þúsunda tali sem hafa misst fjölskyldur sínar í sprengjuárás bandaríkjanna í landi þeirra.

til þess að eyða hryðjuverkahópum og öfgaislamistum í heiminum þarf að losa þetta fólk við sára fátækt, ótrygga og oft á tíðum litla sem enga vinnu, óöryggi um líf sitt.  bæta þarf fólki upp hefðbundna menntun í stað menntun íslamista og gera fólki kleift að hafa atvinnu og að fólk þurfi ekki að óttast um líf sitt ef það bregður sér út í búð.  ef innviðir samfélags eru í lagi, minkar hættan um 99% á því að fólk leiti sér hjálpar til þessara öfgahópa.  þess í stað lætur fólk sér nægja að frelsast eða eitthvað slíkt í krossinum eða eitthvað þess um líkt með formerkjum islam.  en til að breyta slíkum hlutum tekur mörg ár, jafnvel áratugi.  en eins og staðan er í dag, eru tekin þrjú skref til baka í hvert skipti sem skref er tekið fram á við til batnaðar fyrir íbúa pakistans og afganistans.

það er ekki rétt leið að stunda hernað upp á von og óvon í löndum þeirra til fjölda ára til að laga ástandið.  slíkt er fásinna sem við þurfum að horfa upp á hjá þjóðum sem við viljum bera okkur saman við.  sorglegt, en svona er þetta nú bara.

el-Toro, 20.8.2010 kl. 23:41

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þakka ykkur fyrir innlitið.  Þótt ég sé sammála ykkur í aðalatriðum, er ég enn við sama heygarðshornið  

Það er; að alþjóðasamfélagið jafnt og aflögufærir samlandar veiti bágstöddum aðstoð  fyrst og fremst neyðarinnar vegna.   


Kolbrún Hilmars, 21.8.2010 kl. 11:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband