Skriftir tíðkast ekki innan Þjóðkirkjunnar

Þótt fólk leiti til sóknarprestsins síns, þegar á bjátar í lífi þess,  hlýtur það að teljast algjör undanteking að viðkomandi  leiti til prestsins sérstaklega til þess að tjá honum sekt sína um barnaníð eða mannsmorð og búast við syndakvittun fyrir.

Hitt er svo annað mál hvernig það má gerast að barnaníðingar geti komist til æðstu metorða innan þjóðkirkjunnar. 

Mætti jafnvel vera að ef guðsmönnunum sjálfum yrði gert að skrifta, mætti koma í veg fyrir það. ?


mbl.is Velferð barnsins hefur forgang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Eins og svo oft áður hittir þú naglann á höfuðið, Kolbrún.

Ragnhildur Kolka, 22.8.2010 kl. 10:53

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þakka þér fyrir Ragnhildur.   Það sem ég taldi helsta áhyggjuefnið og í rauninni aðalatriði alls þessa máls;  það er að barnaníðinga sé hugsanlega að finna á öllum metorðastigum innan kirkjunnar, er að týnast í öllu blaðrinu um skriftir - sem voru reyndar aflagðar hér við siðaskiptin forðum. 

Kolbrún Hilmars, 22.8.2010 kl. 17:20

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Mér hafði ekki komið í hug að aðeins prestar skriftuðu fyrir prestum enda er barnaníð ekki bundið við sérstaka embættismenn eða stéttir ef út í það er farið.

Syndaaflausnir eru ekki hluti af lútherskri trúarhefð og ég á bágt með að sjá menn flykkjast til presta til að "létta á sér" hvað þetta varðar.

Hitt er svo annað að við höfum ekki hugmynd um fjölda barnaníðinga í samfélaginu. Fæstir ganga með skilti utan á sér, eru það sem við köllum bara "venjulegar manneskjur".

Ragnhildur Kolka, 22.8.2010 kl. 18:19

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ragnhildur, í umræðunni er aðaláherslan lögð á skriftir sóknarbarna - en þar held ég að rennt sé fyrir í skökkum hyl, ef ég má notast við samlíkingu sem ég þekki af reynslunni. :)

En ég hef þennan meðfædda ágalla að þurfa alltaf að taka málefnin og velta þeim fyrir mér á alla kanta. Nú er ég því farin að vorkenna fangelsisprestunum...

Kolbrún Hilmars, 22.8.2010 kl. 18:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband