Icesave draugurinn gengur aftur

Núverandi ríkisstjórn er mikið í mun að fá að greiða Icesavereikning einkabankans, helst sem allra fyrst.  Ekki er þó víst að allir geri sér grein fyrir hvað hér er á ferð og því ætla ég að nefna  tölur sem eru skiljanlegar venjulegu fólki.

Miðað við áður birtar upplýsingar, má gera ráð fyrir því að Icesave muni kosta almenning 900 milljarða, eða 900 þúsund milljónir.  Ef við göngum svo út frá því að meðalíslendingurinn hafi 300 þúsund krónur í mánaðarlaun, nema árslaunin 3,6 milljónum, 3600.000.   Ef við ætlum svo að greiða Icesave reikninginn á, segjum 2 og 1/2 ári, þá þurfum við brúttóvinnulaun 100 þúsund, 100.000, vinnufærra manna.

Væri ég ríkisstjórnin myndi ég auglýsa eftir 100 þúsund, 100.000,  íslendingum sem væru til í að vinna kauplaust í samfellt tvö og hálft ár til þess að greiða Icesave reikninginn.  (Að sjálfsögðu þyrfti  viðkomandi engin opinber gjöld að greiða á meðan.)  

Ef einhverjum þykja þetta afarkostir, þá er þetta mun skárra fyrirkomulag en Haiti búum var boðið uppá.


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hannes

Ég er alveg viss um að margir ESB stuðningsmenn sem ganga harðast fram í að borga þetta myndu hugsa sig 2 um ef það væri skorað á þá að sýna gott fordæmi og borga þetta úr eigin vasa í staðinn fyrir að fara í vasa skattborgar. Mæli með að þingmenn XS sýni gott fordæmi og bjóðist til að leggja aleigu sína í þetta og launatekjur sýnir þangað til að búið er að borga þetta. Get leyft eins og einum samfylkyngarmanni að búa í geymlunni hjá mér á meðan hann er að borga þetta eða úti á svölum.

Hannes, 14.8.2010 kl. 17:27

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Til nánari upplýsinga: 
Á  íslenskum vinnumarkaði eru nú 169.500 einstaklingar í starfi, ýmist heilu eða hálfu.   Sem þýðir að afkoma 147.000 einstaklinga er nú þegar háð fyrirvinnu þeirra starfandi.   Ef við fækkum um 100 þúsund í fyrri hópnum og bætum við þann síðari, þá er augljóst að 69.500 einstaklingar þurfa að ala önn fyrir 247.000 einstaklingum.

Aðeins norræna velferðarstjórnin þekkir aðferðina til þess að þetta dæmi gangi upp.

Kolbrún Hilmars, 14.8.2010 kl. 17:36

3 Smámynd: Hannes

Kolbrúnd dæmið gengur ekki upp nema að skerða lífsgæði þeirra sem vinna verulega og skattleggja fyrirtæki það mikið að þetta gengur hægt og rólega að hagkerfinu duðu.

Hannes, 14.8.2010 kl. 17:42

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hannes,  ég er viss um að þú þarft ekkert að róta til í geymslunni þinni

Ég hef heyrt ótalda ESB sinna halda því fram að "við" verðum að borga Icesave, en ENGAN  segja "ég" ætla að borga.

Kolbrún Hilmars, 14.8.2010 kl. 17:45

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hannes, auðvitað drepur þetta hagkerfið.  Spurningin er bara hvenær. 

Það sem ég var að leggja upp með var að rústa því bara strax og gefa framtíðinni sjens.

Kolbrún Hilmars, 14.8.2010 kl. 17:51

6 Smámynd: Hannes

Kolbrún. Það er eðlilegt að þeir vilji að aðrir borgi enda er þetta oft einstaklingar sem hafa verið í skóla og lifa á ríkinu með einum eða öðrum hætti margir allt sitt líf.

Það er best að umbreyta kerfi sem er að hrynja áður en það hrynur því að þá verður skaðinn minni.

Hannes, 14.8.2010 kl. 17:58

7 identicon

Heil og sæl; Kolbrún og Hannes, bæði !

Tek undir; hvert orða, ykkar beggja.

Afbragðs grein; sem að venju, Kolbrún.

Með beztu kveðjum; sem jafnan /

Óskar Helgi

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.8.2010 kl. 18:20

8 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Óskar, þakka þér fyrir vinsamleg ummæli :)

Kolbrún Hilmars, 14.8.2010 kl. 23:04

9 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Kolbrún. Við ey-íbúarnir þurfum líklega að læra að það er ekki réttlátt að græða á öðrum þjóðum þegar krónu-búskapurinn gengur okkur í hag.

Sá sem er að græða á misvægi gjaldmiðla heimsins á kostnað annarra þjóða er að mínu mati að misnota aðrar þjóðir! M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.8.2010 kl. 01:29

10 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Anna,  þeir eru margir alþjóðlegu fjármálaspekúlantarnir sem græða á misvægi gjaldmiðla.  Þetta er alveg eins og með hlutabréfin; að vita hvenær á að kaupa og hvenær á að selja. 

Sveiflur á ísl. krónunni  endurspegla fyrst og fremst  innanlandskerfið okkar og því miður oftast nær arfalélega hagstjórn.  Þó geta fyrrnefndir spekúlantar líka haft áhrif á gengi krónunnar, en þá græða þeir venjulega en eybúarnir tapa. 

Ef  innflutningsvaran kostar EUR:100, þá greiðum við seljandanum alltaf 100 evrur, hvert sem gengi íslensku krónunnar er.

Kolbrún Hilmars, 16.8.2010 kl. 15:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband