Spánski rannsóknarrétturinn

var stofnaður árið 1478 af þáverandi konungshjónum Spánar, Ferdinand og Ísabellu. Margir sagnfræðingar eru þeirrar skoðunar að konungdæmið hafi fremur gert þetta af hagkvæmisástæðum en hreintrúarstefnu. Því þessi konunglegi rannsóknarréttur leysti af hólmi hinn eldri rannsóknarrétt páfadóms, sem stofnað var til um árið 1300.

Páfadómsrétturinn auðgaðist verulega á því að eignir hinna "seku" voru gerðar upptækar til páfastóls í Róm. Þetta hafði viðgengist í nær 200 ár áður en spönsku konungshjónin áttuðu sig á því að hagkvæmara yrði að stofna sinn eigin rannsóknarrétt þannig að eigur hinna "seku" rynnu beint í kistur spánska konungsveldisins.

Það er auðvelt að afla sér upplýsinga um þetta fyrirbæri á netinu. En það er samt full ástæða til þess að undirstrika þá staðreynd að hinn spánski rannsóknarréttur var ekki opinberlega aflagður fyrr en árið 1834.

Merkilegast er þó að nokkur kristinn maður finnist enn á Spáni, miðað við að rannsóknarrétturinn hafði andað niður um hálsmál þeirra í meira en 500 ár.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband