Illmennskan er söm við sig

og skiptir ekki máli hver gunnfáninn er því þangað leita illmennin þar sem tækifærin gefast þeim til þess að þjóna eðli sínu.

Hvort vettvangurinn er Spánn rannsóknarréttarins, Þýskaland nazismans, Kambodia khmeranna, Angola málaliðanna, Uganda geðsjúklingsins eða Afghanistan öfgatrúarmanna skiptir ekki máli;  alls staðar þar og við áþekkar aðstæður má finna illmennin.  Þau flykkjast  sem mý að mykjuskán hvar sem barist er um völd eða hugsjónir og oftast nær hefst blóðbaðið ekki fyrr en illmennin mæta á svæðið.

Hingað til hefur ekki tekist að  útrýma illmennum.   Í besta falli að hrekja þau af einum stað á annan.   Þannig hefur það gengið fyrir sig árþúsundum saman.

Skyldi nýtilkomin tækniþekking mannkyns eiga einhverjar lausnir í pokahorninu? 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Illmennskan er og verður ávallt hluti af mannlegu eðli, því miður fyrir alla þá sem reyna að viðhalda góðmennskunni en þurfa oft að gjalda með illu. Því yfirleitt eru spjöld sögunnar yfirfullar af frásögnum um grimmdar- og ofbeldisseggi, á meðan hinir miskunnar- og hjálpsömu fá lítið sem ekkert pláss afgangs !  Góðverk gleymast fljótt á meðan grimmdin lifir í minningum !

Brynja (IP-tala skráð) 7.8.2010 kl. 16:19

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það má vel vera að illmennskan sé hlutur af mannlegu eðli, en miðað við tölfræðina þá verður hún aðeins ráðandi hjá örlitlu broti mannkyns. Örlitlu broti!

Það er ógnvekjandi ef þetta örlitla brot getur terroriserað alla hina. Ef illska flokkaðist sem sjúkdómur, hefði fyrir löngu verið fundið upp mótefni!!

Kolbrún Hilmars, 7.8.2010 kl. 17:32

3 identicon

Illskan verður sennilega ávallt flokkuð sem eðlishvöt eða varnarviðbrögð mannsins við náttúrunni og lífverum þess en oftast nær eru notuð hugtök eins og grimmd, reiði, ofsi, ástríða, ákveðni og svo mætti lengi telja því illska er yfirleitt alltof trúarlegt hugtak til þess að hægt sé að nota það á alþjóðavettvangi án þess að móðga einhver samfélög eða trúarhópa. 

Ætli nokkur lyf virki nokkurn tíma á þessa tilfinningu, því þeir sem virkilega eru illa haldnir af "illsku" eða reiði öðru nafni leita sér aldrei aðstoðar vegna þess hversu viðurkennd þessi tilfinning er í heiminum.

Annað mætti hins vegar segja um þá sem þjást á hinn veginn, eru hlédrægir, feimnir, fælnir, daprir, þunglyndir, kvíðnir og óöruggir.  Þetta er hins vegar mjög vel skilgreindur "sjúkdómur" eins og orðin bera með sér, og fjölmörg lyf og úrræði eru til við þessum "sjúkdómum", þrátt fyrir að þessir einstaklingar séu svo hættulausir gagnvart heiminum nema að því leytinu til að þeir vilja í mörgum tilvikum stytta sitt eigið líf vegna alls illskunar í heiminum !!

Brynja (IP-tala skráð) 7.8.2010 kl. 18:00

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Einmitt, það er í rauninni merkilegt hvað fræðin eru snögg að bregðast við sjúkdómum sem valda vanvirkni á sama tíma og hinir ofur-ofvirku teljast normal - læknisfræðilega. Sérkennilegt.

Reyndar er illska ekkert trúarlegt fyrirbæri, að ég held. Bara tilfallandi einstaklingsbundinn tilfinningagalli. En hvaða trúarbrögðum sem er, er mín vegna velkomið að eigna sér illskuna.

Kolbrún Hilmars, 7.8.2010 kl. 18:25

5 identicon

Persónulega finnst mér illska vera besta orðið yfir öfgakenndar tilfinningar sem miðast við að ógna, særa, kúga, hóta og í verstu tilvikum að drepa viðkomandi.  Illgirni hefur t.d. lengi verið samkvæmt sálfræðinni verið "illlæknanlegur" en svo las ég í grein fyrir nokkrum árum, en nota bene; hver hefur ekki upplifað illgirni af hálfu samborgara sinna, t.d. á vinnustað, í fjölskyldu, meðal vina og á götum úti.

Brynja (IP-tala skráð) 7.8.2010 kl. 18:38

6 identicon

Ég er aðvelta fyrir mér af hverju þú tiltekur "Spánn Rannsóknarréttarins"  með í þessari upptalningu ?

Bjössi (IP-tala skráð) 7.8.2010 kl. 23:34

7 Smámynd: Hannes

Fólk sem er illa innrætt sækir alltaf þangað sem það getur valdið öðrum þjáningum eða skapað sér auðæfi á kostnað annara.

Hannes, 8.8.2010 kl. 01:40

8 identicon

Ef ég má taka fram í fyrir Kollu þá finnst mér persónulega að þetta sé réttnefni, en að sjálfsögðu voru fleiri lönd sem viðhöfðu grimmd og pyntingar í anda "spánska rannsóknarréttarins" á þessum tíma. Nánast allar Evrópuþjóðir tóku þátt í þessari grimmd  í norna-og seiðskrattaveiðum, sem enduðu yfirleitt með fjöldamorði á saklausum konum sem voru ósyndar !!

En ef þú hefur frekari upplýsingar og rök fyrir uppruna hins spánska rannsóknarréttar þá yrði ég voða fegin, og ekki síst fleiri blogglesendur :)

Brynja (IP-tala skráð) 8.8.2010 kl. 01:50

9 identicon

Sammála þér Hannes, völd og auðæfi skapa brenglaða hugsun sem geta af sér enn brenglaðri kynslóðir !

Brynja (IP-tala skráð) 8.8.2010 kl. 01:54

10 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Bjössi, góð spurning.  

Þegar ég valdi dæmin var svosem af nógu að taka, en ég reyndi bæði að nefna þau  sem flestir þekktu svo og að sýna fram á fjölbreytnina; trúarbrögð, hugsjónapólitík og geðveiki.

Kolbrún Hilmars, 8.8.2010 kl. 13:42

11 Smámynd: Hannes

Brynja. Það þarf oft ekki auð eða völd til. Það er nóg að komast í einhverja vinnu þar sem þetta lið getur haft ítök í lífi annara. T.d félagráðgjafi, læknir eða lögga.

Hannes, 8.8.2010 kl. 14:32

12 identicon

Rétt hjá þér Hannes, siðblindingjar fyrirfinnast í öllum stéttum og störfum. Oft á tíðum er þetta fólk sem á mjög auðvelt með mannleg samskipti, þ.e.a.s. það daðrar og smjaðrar og yfirleitt er svona fólk pikkað úr í stjórnunarstöður, því miður.

Brynja (IP-tala skráð) 8.8.2010 kl. 18:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband