Stolnar fjaðrir!

Allir íslendingar eru Evrópusinnar og Evrópubúar, enda tilheyrir Ísland Evrópu. En það eru ekki allir íslendingar ESB sinnar.

Því vil ég mælast til að Félag Evrópusinna breyti félagsnafni sínu til samræmis við raunveruleikann og kalli sig framvegis Félag EvrópuSAMBANDSsinna.


mbl.is Fagna grænu aðildarljósi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Heyr, heyr.

Ragnhildur Kolka, 17.6.2010 kl. 19:15

2 identicon

Heil og sæl Kolbrún - og; þið Ragnhildur báðar !

Kolbrún !

Rétt þykir mér; að minna þig á, að Norðvestur- hluti lands okkar, heyrir til Norður- Ameríku, svo til haga sé haldið, ágæta frú.

Minni þar með; á Atlantshafs sprunguna.

Sem betur fer; geta krákur ESB, lítt breytt þeirri staðreynd.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.6.2010 kl. 20:40

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sæll Óskar og þakka þér fyrir áminninguna. :)

Ætli okkur sé þá óhætt að álykta sem svo að þeir sem kalla sig Evrópusinna séu allir búsettir vestan sprungu og nafnið sé í mótmælaskyni við tilfærslur náttúruvaldanna í átt að Ameríku?

Mætti ekki benda þeim á flytja sig austur á firði; þar ættu þeir að öruggir um mestu mögulegu nærveru við ESB.

Kolbrún Hilmars, 18.6.2010 kl. 14:03

4 identicon

Komið þið sælar; á ný !

Kolbrún !

Jú; rétt er það. Fari í hart; gætum við fallist á, að samið yrði við Suður- Múlasýslu, um að taka við þessum ESB hengilmænum, sem eins konar lausn, um sinn.

Ekki; ferþumlung lands - umfram það !

Með beztu kveðjum; sem þeim fyrri /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 18.6.2010 kl. 14:37

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Óskar, mér dettur helst í hug Gerpissvæðið - nær ESB sælunni komast menn ekki á fastalandinu.

Það sem skortir upp á landgæðin þar, bætir ESB nálægðin eflaust upp. :)

Kolbrún Hilmars, 18.6.2010 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband