Eru okkur allar bjargir bannaðar?

ASÍ hefur mestar áhyggjur af því að kínverskir verktakar með sínu kínverska vinnuafli fái aðgang að verkinu og ber fyrir sig hið frjálsa "frelsi" EES verktaka. Hinir "alþjóðlegu" samningar sem ASÍ vísar til eru þannig ekki svo mjög alþjóðlegir.
Skiptir okkur það annars nokkru máli hvort vinnuaflið kemur frá Kína, Portúgal, Ítalíu eða Balkanskaga? ASÍ virðist a.m.k. engar áhyggjur hafa af því þótt íslenskir félagsmenn þess sitji áfram á atvinnuleysisbótum.

Það má vissulega kæra útboðsfyrirkomulagið ef það brýtur í bága við lög, en samt svolítið spúkí að gera það eftir á. Því vaknar spurningin: Hvað hafa Verktakafélagið Glaumur og Árni Helgason ehf gert mörg verktilboð á EES svæðinu? Ekki síður; hvernig hafa önnur íslensk verktakafyrirtæki staðið sig?

Höfum við eitthvað að gera með íslensk verktakafyrirtæki sem ekki þora að taka þátt í EES-slagnum ytra og skaffa þar með íslensku starfsfólki vinnu?

Það er afar súrt ef allt þetta "frelsi" er aðeins nýtt til þess að kaffæra íslenskt atvinnulíf.


mbl.is Auglýsa hefði átt á EES-svæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þetta eru gagnlegar hugleiðingar Kolbrún. Þú bendir réttilega á þá staðreynd að EES-samningurinn innifelur að stór-fyrirtæki af EES-svæðinu koma hingað í leit að verkefnum, en okkar verktakar ná ekki fótfestu í Evrópu vegna smæðar. Fáeinir molar hafa þó hrokkið til okkar, með samstarfi við erlend fyrirtæki.

Allt EES-samstarfið er byggt upp með það fyrir augum að Evrópsk fyrirtæki nái hér tökum, en við sitjum og horfum á. Þess vegna varð allt vitlaust í þeim löndum sem útrásin beindist að. Íslendingar keyptu fáein fyrirtæki og það varð Bretum og Dönum um megn. Þótt ekki hefði komið til sviksemi útrásarvíkinganna, þá hefðum verið stöðvuð.

Veitum athygli umræðunni innan ESB um hvaða gagn Evrópumenn geta haft af innlimun Íslands. Ekki hef ég séð orð um hvort við getum haft eitthvað gagn af því að fórna fullveldi og yfrráðum yfir landinu. Fjórfrelsið er auðvitað bara frelsi til að þjóna Evrópu.

Sossarnir hugsa sér gott til glóðarinnar að verða feitir þjónar ESB, á sama hátt og Bosníumenn, Albanir og aðrir múslimar á Balkanskaganum voru þjónar Ottoman veldisins Tyrkneska. Sossarnir eru nú þegar byrjaðir að fá greiðslur fyrir undirgefni sína, í formi margvíslegra styrkja.

Upphlaup Gylfans hjá ASÍ er sama eðlis og andófið gegn Magma Energy. Sömu rökin eru höfð uppi, að ekki megi brjóta einokun EES-ríkjanna til að gleypa allt hérlendis. Flestir landsmenn skilja samt að það sem skiptir máli er að koma fjárfestingum af stað og sérstaklega í orkuframleiðslu. Kínverjar eru því jafn velkomnir og Kanadíska fyrirtækið Magma Energy.

Loftur Altice Þorsteinsson, 10.6.2010 kl. 18:50

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Takk fyrir, Loftur. Við erum alltaf sammála um EES og ESB málefnin, þó ég skilji ekki alltaf torræðu peningastefnumálin :)

En svo ég leggi aðeins útaf síðustu málgreininni þinni. Kanada er alveg jafn útilokað frá íslenskum málum og Kína, miðað við hið vanhugsaða EES samkomulag. En Magma þurfti bara að koma sér upp skúffu í Svíþjóð til þess að greiða fyrir sínum málum hér.

Kína er hins vegar áhrifamesta fjármálaveldi heimsins í dag, og ef Kína vill (með okkar samþykki) koma sér upp heilli kommóðu - milliliðalaust - á Íslandi fæ ég ekki séð að ESB geti komið í veg fyrir það.

En spurningin er; hver verða viðbrögð ESB?

Kolbrún Hilmars, 10.6.2010 kl. 21:00

3 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ég hef ekki skilið Kolbún, hvers vegna Magma gat stofnað skúffu-fyrirtæki í Svíþjóð en ekki hér á landi. Bezt að ég spyrjist fyrir um þetta.

Loftur Altice Þorsteinsson, 10.6.2010 kl. 22:38

4 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Kolbrún, ég er búinn að upplýsa málið og fá svör við þessari fælni gagnvart fyrirtækjum sem eiga höfuðstöðvar utan Evrópska efnahagssvæðisins. Þessi mismunun byggir á Íslendskum lögum (34/1991) sem eru þrengri en samsvarandi lög (flestra) annara EES-ríkja. Lögin eru hér:

 

http://www.althingi.is/lagas/138a/1991034.html

 

Eftirfarandi ákvæði (grein 4:2) skýrir málið:

 

Íslenskir ríkisborgarar og aðrir íslenskir aðilar mega einir eiga virkjunarréttindi vatnsfalla og jarðhita önnur en til heimilisnota. Sama á við um fyrirtæki sem stunda orkuvinnslu og orkudreifingu. Sama rétt hafa einstaklingar sem búsettir eru í öðru aðildarríki samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, öðru aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða Færeyjum og lögaðilar sem heimilisfastir eru í öðru aðildarríki samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, öðru aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða Færeyjum.

 

Heimilt skal að kveða svo á í fjárfestingarsamningum milli Íslands og ríkja utan Evrópska efnahagssvæðisins að einstaklingar sem þar eru búsettir eða lögaðilar sem þar eru heimilisfastir hafi einnig sama rétt, enda verði slíkir samningar lagðir fyrir Alþingi til staðfestingar með þingsályktun.

 

Þarna er tekið fram að fyrirtæki í EES-ríkjunum eiga sama rétt til orkunýtingar í landinu og innlend fyrirtæki. Öll hróp um Íslendska eign á náttúruauðlindum á orkusviði eru því í bezta falli hlægileg. Við sjáum jafnframt, að fyrirtæki með höfuðstöðvar utan EES, geta fengið heimild hjá Alþingi til að eignast orkufyrirtæki.

 

Líklega er löggjöf í öllum ríkjum EES rýmri en hér á landi. Magma Energy hefði því getað stofnað “skúffufyrirtæki” í flestum ríkjum EES, ef ekki öllum nema Íslandi.

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 11.6.2010 kl. 12:19

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þakka þér fyrir Loftur. Þetta er verulega athyglisvert. Samkvæmt lögunum er þannig ekkert því til fyrirstöðu að erlendir aðilar eignist allar orkulindir landsins.

Skyldi einhvers staðar leynast eitthvert ákvæði um forkaupsrétt?

Kolbrún Hilmars, 11.6.2010 kl. 14:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband